29.1.2008 | 15:38
Yesss!
Búin í prófum. Var að fá úr anatómíunni og fékk 4. Hefði ekkert haft á móti því að hafa gengið aðeins betur í efnafræðinni í dag en ég vona að þetta hafi gengið eftir.....ó hvað ég vona það.
Æfing og svo ætla ég að væta kverkar með gullnum veigum og hver veit nema ég baki á morgunn....eða ekki!
En vóh, hvað ég er glöð að prófunum sé hér með lokið í bili!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2008 | 15:57
Mánudagurinn fyrir próflok
Það er svo erfitt að einbeita sér daginn fyrir síðasta prófið. Einhvernveginn virðist það alltaf vera þannig að hugurinn er alltaf komin nákvæmlega á þann tíma sem prófið er búið. Og þar er ég núna; á morgunn klukkan 12. Ég er ekkert í dag.....á morgunn.
Ég er ennþá að drepast úr harðsperrum (fíla það). Æfingin í gær var svaðalega erfið en ótrúlega skemmtileg eins hinar sem ég hef farið á. Við fengum því uppljóstrað hvaða nöfnum við eigum að ganga undir á æfingum. Hópurinn hafði um þrjú nöfn að velja fyrir mig: elastic, ballerina og giraffe........og getið hvað ég fékk; Giraffe. Þjálfarinn var víst búin að finna það eftir fyrsta eða annan tímann sem ég tók þátt í. Þannig ég má búast við því að vera kölluð gíraffinn hægri vinstri á æfingum; hressandi.
Er að bíða eftir anatómíuniðurstöðum; þeir eru ekkert að flýta sér að setja þær á netið; kúkalabbar. Og svo er ég að reyna að neyða sjálfa mig til að lesa efnafræðina yfir einu sinni enn. Veit ekkert hvort ég sé tilbúin fyrir þetta próf en ég eins og ég segi; það þarf að beita sig hörku fyrir síðasta prófið. Á morgunn ætla ég í H&M og kaupa mér tvo til þrjá boli.....er að spá í að borga í brauði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 10:54
Herre gud
Ég er með svo miklar harðsperrur að það er vont að setjast á klósettið. Æfing í kvöld og ég hef fulla trú á að þá muni þessar harðsperrur hverfa. Og vonandi fæ ég að vita nickneimið sem þjálfarinn er búinn að gefa mér......Spennó
Í dag, á morgunn og hinn er ég búin! Hlakka til!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 23:07
Jibbí kóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 09:58
okidoki
Eitt próf eftir á þriðjudag og þá er ég komin í vikufrí og veit ekkert hvað ég á að gera. Prófið í gær gekk ágætlega og ég vona að ég hafi náð fjandans inngangsspurningunum; ef ekki þá græt ég.
Capoeira var megaskemmtileg og ég er að fara aftur í kvöld þrátt fyrir óbærilegan verk sem er komin af streng í kálfa og ekki er ökklinn skárri. Skv. kennitölunni minni er ég 24 en ég er farin að hallast að því að líkaminn á mér sé a.m.k 8 árum eldri. En ég nenni eiginlega ekki að spá í því eða láta það stoppa mig. Í fyrramálið ætla ég svo í pilates og svo ætla ég að prófa einhverskonar Art jazz. Þessa önn ætla ég að gera eitthvað sem mér finnst megaskemmtilegt og ég er nú þegar búin að finna eitt; capoeira. En dem, hvað er leiðinlegt að vera ekki góð í því (við fórum í advanced class....). Svo í sumar ætla ég að fara dansnámskeið hjá æskuvinkonu, þannig það er eins gott að hún verði með námskeið.
Er að reyna að fá sjálfa mig til að byrja á þessari efnafræði. Það er ekki það að mér þyki hún leiðinlegt, þvert á móti finnst mér efnafræðin alveg ágæt. Afturá móti er ég komið hálfgert ógeð á að sitja í þessum stól fyrir framan þetta skrifborð en þetta eru ekki nema fjórir dagar og þá get hundsað það í allavega viku.
Ég er að upplifa stúdentabankareikning eins og er: tómur! Djöfull er það hressandi. Túnfiskur og gula baunir næstu daga. Og thank god að bjórinn sé eins ódýr og hann er, ef ég væri heima þá þyrfti ég að drekka vatn á barnum og hvaða fútt er í því. Og talandi um bari: Kæri sirkus, þar sem ég hef eytt meiri tíma en æskilegt er í drykkju og annan ólifnað hélt lokakvöld í gær. Þvílík sorg. Hvert á nú allt músíkfólkið, kvalin skáld, leitandi leikarar, mjóar módelínur og við fernan (ég, hans, lygi og ómar) að fara? Barinn? Nei, þar eru ungabörn enn með snuddu, Kaffibarinn? Jaaaá, en við þurfum þá að koma okkur upp samböndum við dyraverði, Boston? Jú, en ekki til að dansa, flippa og fíflast, Qbar? JÁ auðvitað, þar er gott og hressandi að vera. En sirkus verður saknað, ó já.
Er að hætta að reykja á morgunn; á ammælinu hans Hans Orra. Og að því sögðu TIL HAMMARA MEÐ AMMARA HANS (á morgunn).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.1.2008 | 11:29
23.01
Asnalegt að þurfa alltaf að setja einhverja dem fyrirsögn.
Heather Ledger dáinn!!! Eitthvað sem enginn bjóst við, það þýðir að tveir leikarar hafa dáið núna á nokkrum dögum; orsök=overdose.
Við fórum í capoeira í gær, hressandi og skemmtilegt þó ég þoli voðalega illa að vera ekki góð í einhverju. Þannig ég þarf að æfa af krafti til að reyna að ná hinum þar sem mig langar eiginlega ekki að fara í byrjendahóp. Kennarinn var að sjálfsögðu myndarmenni með myndarkropp en talaði hvorki ensku né ungversku (ekki að það hefði hjálpað mér mikið ef hann talaði ungversku). Kauði er frá brasilíu og talar því bara portúgölsku, ein ein stelpan í hópnum gerðist svo almennileg að túlka. Í upphafi tímans stóðum ég og Sheila eins og illa gerðir álfar og biðum eftir að einhver talaði við okkur, loksins kom svo gaur og spurði hvort við værum komnar til að prófa......obviously. Áður en við vissum af var búið að planta okkur á kolla og allir fóru á spila á hljóðfæri sem mér fannst afskaplega skemmtilegt þangað til að átti að skipta um sæti og ég allt í einu komin með einhverskonar kókóshnetuhljóðfæri í hendurnar. Ég get dansaði við músík og sungið með en að planta mér á stól og segja mér að slá á kókóshnetur í takt við eitthvað enn einkennilegra hljóðfæri......ekki að fíla það.
En afgangurinn af æfingunni var skemmtilegur og við lærðum jingajinga eitthvað franskt spark og eitthvað annað spark sem ég man ekki. Á föstudaginn ætla ég að vera hugrakkari en ef ég er látin spila á eitthvað hljóðfæri.......þá fer ég að gráta.
Back to ce books!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2008 | 16:27
Motivation
Vá, hún er ekki til staðar. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu. Finnst ég búin að lesa efnið sirka 100x yfir og að ég geti ekki lesið aftur yfir það. Búin að skrifa grillján blaðsíður af glósum sem ég er að dunda mér að lesa yfir. Vildi að prófið væri á miðvikudag en ekki fimmtdag, ljúka þessu af.
Þannig ég get ekki sagt að það sé mikið að frétta. Ég sit við skrifborðið mitt og milli þess sem ég hendi mér í rúmið og horfi á einhverja stórkostlega ameríska þáttaröð. Svo sest ég aftur við skrifborðið mitt í tilraun tvö að troða meiri visku í hausinn á mér. Við sjáum til hvernig þetta allt saman fer.
Ég og Tonje (roomie) erum að fara í capoeira á morgunn, ooo, ég hlakka svo til . Hefur alltaf langað til að prófa enda ótrúlegt hvað þetta fólk getur gert. Dansbardagaíþrótt; þetta verður spennandi.
Annas vona ég að handritshöfundar í hollívúdd hætti bráðum í þessu verkfalli, vita þeir hvað þeir hvað þeir eru að gefa okkur mikinn extra tíma sem við vitum ekkert hvað á að eyða í. Ég vil despó og gossip!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2008 | 20:52
.........
Það kemur mér alltaf meir og meir á óvart þegar fólk viðrar fordóma sína fyrir mér. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að það er fullt af fólki með fordóma en þegar ég lendi í því að tala við einhvern sem svo allt í einu skýtur fram fordómacommenti þá fellur hakan á mér niður í gólf. Stundum reyni ég að malda í móinn en stundum þá reyni ég að skipta um umræðuefni.
Þetta fer gífurlega í taugarnar á mér og röddin hækkar alltaf um þriðjung og ég er viss um að ég verð rauð í kinnunum þegar þetta efni ber á góma. Sérstaklega verð ég hissa þegar fólk sem ég þekki vel og þykir vænt um fer að gera uppá móti fólks sökum landafræði. Það að geta látið pólverja, tælendinga, múslima fara í taugarnar á sér bara af því fólk er frá hinu eða þessu landi er með algerlega óskiljanlegt. Ef fólk er leiðinlegt, frekt eða ósanngjarnt þá fer það í taugarnar á mér, mér gæti ekki verið meira sama hvað stendur á vegabréfinu þeirra.
Skemmtileg færsla.....ha? Það sem fékk mig til að skrifa hana var að vinkona mín tjáði mér það yfir kaffibolla að hún myndi aldrei, ALDREI fara út með manni sem væri múslimi. Ástæðan var sú að þeir koma illa fram við konurnar sínar. Og þar sem hún hefur lesið grillján bækur og greinar um múslima sem koma illa fram við konurnar sína, þá er það algerlega rökrétt að setja alla múslima undir wifebeaterhattinn; HALLÓ, VAKNA! Samtalið enda reyndar á þá vegu að hún myndi aldrei fara út með öfgatrúarmanni og ég sagði henni að ég gæti getið það í sátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2008 | 14:45
Ferðalag
London var kósí. Það var skítaveður megnið að tímanum sem ég var þar, þannig ég hafði fína afsökun fyrir að hanga inni að læra eða horfa á sjónvarpið. Reyndar fór ég aðeins í Urban outfitters og keypti tvennar glæsibuxur og þar með var það upptalið (ólíkt mörgum konum þá á ég afskaplega erfitt með búðarráp og mátanir).
Á leiðinni á luton hlustaði ég á rútubílstjórann og mann sem mér skildist að væri prestur tala um allt milli himins og jarðar. Fyrst töluðu þeir dáldið um veðrið, næst voru það rútuferðir, þá var það 11 mánaða gamalt barn rútubílstjórans sem hafði meira gaman að því að éta jólapappírin en því sem var inní honum og konan hans er víst búin að vera í fríi frá lestarmiðasölunni þar sem hún er að hugsa um barnið. Næstu helgi fær hann sex daga helgi (rútubílstjórinn). Svo snerist umræðan aftur um rútuferðir og hvernig best væri að komast frá london til luton; samkvæmt prestinum verður það mikið mál með miklum strætó/lestarskiptingum þannig hann vonar að "the green line" haldi sinni rútínu.
Þegar ég kom á flugvöllin var ég alveg búin að búa mig undir að: það yrði seinkun á fluginu, að taskan mín væri í yfirvigt, að passin hefði dottið úr töskunni minni og fleira í þeim dúr. Ekkert af því gerðist. Ég keypti mér bók; Skinny bitch og Animal ignorance. Ég fékk sæti við gluggan og hliðina á mér sat par þar sem annar einstaklingurinn (pían) var afar upptekin að lesa bókina sína og strjúka handlegginn á manninum sínum. Það fór alveg óstjórnlega í taugarnar á mér og ég var nærri búin að lemja hana með bókinni minni. Flugvélin hristist ansi mikið hér og þar og einstaka sinnum gaf hún frá sér óskemmtileg hljóð, í hvert skipti reyndi ég að ímynda mér hvernig ég myndi bregðast við ef hún hrapaði. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég myndi hreinlega halda ró minni og þykjast vera í rússibana.
Skemmtilegasta leigubílstjóri í heimi skutlaði mér svo heim (gegn gjaldi). Hann samkjaftaði ekki á ekki svo góðri ensku. Hann á hund og hefur átt risahund og svo átti hann einu sinni ungverska vizslu. Einu sinni fór hann á kóka kóla beach (það eru augljóslega engar strendur hérna þar sem landið er landlocked, þannig ég læt mér detta í hug að þetta sé vatnsbakki) og skammaði þýska konu fyrir að skilja barnið sitt eftir útí vatninu. Við vorum sammála um þetta væri mikill glannaskapur og jafnvel forheimska.
Og núna er ég búin að versla í matinn en hef ekki enn tekið úr töskunni. Það kemur að því en fyrst ætla ég að klára hauskúpuna sem ég var byrjuð á.....namminammi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2008 | 20:13
jæja
Jóla/áramótafríinu er lokið. London á morgunn og budapest á föstudaginn. Og ég er alveg orðin dáldið stressuð fyrir prófin. En ég hef tíma til að læra þannig það er eins gott að þetta klúðrist ekki. Er ekki í stuði fyrir klúður, hvernig sem þau eru.
Planið fyrir 2008: læra fyrir öll fög jafnt og þétt yfir alla önnina, æfa meira og finna dansinámskeið, læra, laga hjólið mitt, hjóla í staðinn fyrir að labba eða taka strætó, vera dugleg að halda áfram að horfa á despo og gossip, fara til læknis þegar ég kem heim og láta athuga með þetta fína ör á nefinu á mér, synda, vinna, labba með hunda og eitthvað svona sneddí.
Sjáumst að fimm mánuðum liðnum. Vona að mér verði boðið í einhver kokteilpartý þannig ég hafi ástæðu til að nota hæla og kjóla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)