26.10.2007 | 21:46
Krap in a bag
Ég á ægilega erfitt með að þola að það sé alltaf nauðsyn að setja fyrirsögn fyrir hverja færslu. Þetta minnir mig á "gamla dag" þegar ritgerðinni var lokið og svo var næsta task að finna viðeigandi fyrirsögn. Svo skilst mér að fólk þurfi að framkvæma allskyns útreikninga til að geta kommentað á færslur....það er kjánalegt. Hugsanleg ástæða: Fólkinu á blog.is finnst íslendingar slappir í stærðfræði og hafa þar með ákveðið að taka málið í sínar hendur.
Þjóðverjarnir sem búa tveimur hæðum fyrir neðan mig eru með partý. Músíkin er há en skvaldrið er jafnvel hærra og það er á þýsku. Í rauninni er þetta eins og að vera staddur í miðju mávageri.....mann langar að komast sem fyrst í burtu eða allavega fjárfesa í eyrnatöppum. Ég vorkenni þjóðverjum að eiga svona ófallegt tungumál (engir fordómar í þessu). Það eru nokkrir af þessum þjóðflokki með mér í bekk og þau virðast öll heldur óáhugaverð....ég vissi nafnið á einum og hann er farinn aftur til Þýskalands til að læra þar. Ástæðan fyrir að ég vissi nafnið hans var því hann var sætur og ef mér fannst hreimur óvervelming þá setti ég hann á mute og horfði í staðinn.
Ég er að fara í próf á mánudag og þriðjudag. Anna er að koma á morgunn þannig ég ætla snemma í háttinn, vakna snemma og nota daginn í að rýna í bækur. Það virðist vera sem ég sé stærðfræðifötluð...reyndar gekk mér vel á stærðfræðiprófinu en nú er biophysic að nálgast og þetta er hin mesta vitleysa. Til hvers þarf ég að vita radíus á bolta sem dettur úr 18 metra hæð á hraða 6 metra á sekúndu til að verða dýralæknir; ég hafði hugsað mér að reyna að lækna dýrin ekki henda þeim fram af húsum eða láta þau sökkva í kvikasilfri og svo reikna hraðann eða massann útfrá því. Svo er kennarinn líka hálfgerðum þrolli...allir útreikningar eru vitlausir hjá honum og hann "óar" hægri vinstri eins og madman. Nenni ekki að skrifa um hann, það fær hárin til að rísa!
Hlakka til að koma heim og skoða Kút Írisar og Traustason og knúsa hundana mína. Ég ætla að fá mér hund eftir jól.....ég get ekki án þeirra verið. Það er líka hressandi að fara í göngutúr á kvöldin áður en laggst er til hvílu. Talandi um það....ég held það sé kominn tími til að svífa í draumalandið.
Góða nótt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.10.2007 | 22:23
Ekki búast við blogggleði
Ég er í neikvæðiskasti þessi dagana. Labba um með fýlusvip og nenni helst ekki að tala við mann og annan. Mér finnst ég ekki læra nóg en samt finnst mér ég alltaf sitja við skrifborðið mitt og alltaf vera með krampa í kálfanum því ég sit svo kjánalega. Kannski er leki einhversstaðar og það sem ég les eða það sem er sagt í tímum lekur einhversstaðar út og nær þannig að flýja þetta nöturlega heilabúa.
Það voru rúmlega 70% sem fengu núll í anatómíu II prófinu. Ég var ein af þeim....því ég gat ekki fyrstu spurninguna. Og af öllu prófinu þá var ég með fyrstu spurninguna ranga og kannski þrjár í viðbót, eða fjórar. En það er enginn miskunn hjá Magnúsi þegar hann er í Búdapest.
Ég verð að fá heillastjörnu í heimsókn fyrir næstu viku. Það eru tvö próf og ég hef á tilfinningunni að ég hafi aldrei heyrt það sem um er að ræða áður. Vonandi er þetta ímyndun......en ég hef grun um annað.
Hlakka til að fá mér nýja tölvu....mín er fáránlega hávær og það er eins og hún ætli að láta lífið innan skamms. Það suðar og nuðar þegar hún vakir. Ég hef grun um að þetta sé viftan og ég hef ákveðið að kenna ákveðnum manni um þennan krankleika sem hrjáir tölvuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.10.2007 | 17:35
Nýtt feivorít
Jibbí kóla er nýja uppáhalds seyið mitt. Alltaf þegar eitthvað gott gerist þá segi ég eða hugsa "Jibbí kóla". Ég festist í bakinu í gær og eins og hver maður getur ímyndað sér var jibbí kóla það síðasta sem kom upp í hugann á mér. Í dag er ég betri en það er einhver bölvaður og ansans seiðingur í mjóbakinu á mér. Þar af leiðandi sit ég með glas af 400 forinta (133 kr) rauðvíninu sem ég keypti í gær og svei mér þá....það bragðast alveg hreint ágætlega.
Helgin framundan er löng. Það er frí á mánudag og þriðjudag og þar með virðist sem Búdapest sé að fyllast af íslendingum. Tvær frænkur verða hér yfir helgina, einhver fjöldi af íslendingum frá læknisfræðinni í Debercent. Ég býst því fastlega við að kjafta á ástkæra ylhýra yfir helgina.....og ætla að byrja að kjafta í kvöld þegar ég hitti frænku og Kötlu. Annars er ansi gaman að því hvaðan fólk giskar á að ég sé ef það dæmir útfrá hreimnum; ég hef fengið Grikkland, Pakistan og ýmislegt fleira og þegar ég segi fólki að ég sé reyndar frá Íslandi þá tekur það andköf og segir "But you have totally a greek accent".....hef aldrei komið til Grikklands.
Ég býð reyndar spenntust eftir heimsókn frá feitu töntunum frá Íslandi (þær eru reyndar ekki feitar en það er svo skemmtilegt að segja feitar töntur). Fyndnast er að kalla þær töntur....töntur eru tvær feitar kellingar með muffins í viskustykki, rósóttan klút um hausinn, rauðar kinnar og dökkblátt eða grænt pils og svo hvít svunta. Gaman væri að sjá íslensku tönturnar (yfirmenn mína) í þessari múnderingu.
Yfir og út, ég sé að ég þarf að fara að koma mér í dinner. Eins gott að dúða sig...það er skítkalt úti. Býst við að ég fari í jakkanum sem ég elska en menn (allavega einn) álíta mig vera litla búttaða buddu ef ég er í honum. Þeir taki það til sín sem það eiga......
Og......mér finnst ægilega gaman að fá comment. Síðasta færlsa innihélt eitt komment; takk Katrín!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.10.2007 | 16:07
Afsakið slugsaskapinn
Ég hef verið með hausinn á kafi í hauskúpum, lífrænni stærðfræði (sem er það vitlausasta sem ég veit um) og lífinu almennt. Og þegar þannig stendur á þá myndast stífla í heilanum sem veldur því að erfitt er að skrifa skemmtilegar færslur. Þannig ef til vill væri ráðlegt að hætta að lesa hér og snúa sér að mogganum nú já eða Séð og heyrt.
Ég er að fara í tvö próf á morgunn; anatómíu og stærðfræði. Anatómían er að sjálfsögðu á ókristilegum tíma og varir í 18 mínútur og stærðfræðin beint á eftir og varir í 90 mínútur. Síðasta anatómíupróf gekk ágætlega þó ég hafi ekki verið ánægð með útkomuna...að sjálfsögðu kvartaði ég og kveinaði í Kötlu og flatmates sem sögðu mér að halda kjafti og vera ánægð. Eftir að hafa heyrt hver meðaleinkuninn var ákvað ég að vera semiánægð með árangurinn. Hef grun um að ég eigi ekki eftir að ná eins árangri á morgunn þar sem það eru tveir hlutir sem sitja í heilanum en það ætla ég að vona að ég fái ekki núll eins og 40 og eitthvað prósent fengu á fyrsta prófinu!
Buffy flutti inní dag og verður hér í ca. viku. Þannig ég hugsa að kvöldin mín fari í göngutúra og henda dóti hingað og þangað til að þreyta dýrið fyrir svefninn. Áðan pissaði hún á mottuna fyrir utan hurðina þar sem gamla konan á heima. Ég vona að sú gamla sé með lélega sjón og ónýtt lyktarskyn; annars á ég vona á skotárás á ungversku.
Ég fékk óeðlilega löngun á föstudaginn að labba niður Laugarveginn. Hugsanlega vegna þess að ég var að hlusta á Walk on the wild side með Lou Reed. Ekki að það sé wild walk að labba niður Laugarveginn. Ef ég gæti labbað niður Laugarveginn myndi ég eflaust koma við á Mánagötu til að skoða litla barnið sem vippaði sér í heiminn fyrir ca. þremur vikum. Svo myndi ég koma við á te og kaffi á og fá mér góðan kaffibolla, fara til Hansel og Katie; hlusta á heimi og drekka viskí og síðast en ekki síst dansa villtan trylltan dans á kúnni með samkynhneigða fólkinu. Koma við á devítos, setja of mikinn chilli á pizzuna og labba svo heim með eldglæður útum munnvikin. Hugsanlega myndi ég rabba við múttu og jafnvel klappa hundunum mínum.....nei annars; pottþétt.
En ekki hafa áhyggjur að ég sé að drepast úr heimþrá. Það er ekki tími til þess; reyndar hef ég ekkert tíma til að vera að skrifa færslur heldur. Og þar með ætla ég að kíkja á anatómíuna og jafnvel gæla dulítið við stærðfræði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 07:59
Örblogg
Vonandi er tölvan mín laeknud. Ég fae ad tala vid laekninn í dag, aetla ad kaupa handa honum raudvín sama hver nidurstadan verdur. Fréttir af sjúkrahúslegu hennar hafa verid nokkud gódar; tannig vid sjáum.
Ég er enn ekki búin ad fá útúr fyrsta prófinu vegna slugsaskap í einhverjum gaur.
Er ad fara í tíma núna og reyna ad átta mig á fyrirbaerinum sem umlykur hugsandann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)