29.11.2007 | 19:45
Hlaut að koma að því
Það skeit dúfa á mig í dag. Það hlaut að koma að því. Ég tók ekkert eftir því og hún hefur greinilega ekki verið að miða því hún hitti aftan á buxurnar mínar (í kálfahæð), rétt neðan við þar sem buxurnar mínar rifnuðu í leik við hundana heima. Djös er ég samt fegin að kúkurinn skildi ekki lenda í hárinu á mér, það hefði verið hrikalegt.
Einstaka sinnum er ég hjátrúafull; í þetta skiptið ætla ég að vera það; það er nefnilega lukkumerki ef dúfa skítur á mann. Ég skil samt ekki hvernig hún fór að því að hitta aftaná buxurnar. En ef það er í raun lukkumerki þegar dúfa skítur á mann þá er mér sléttsama þangað til prófin er búin.
Nip tuk var að klárast og ég er að fresta því að standa upp og læra fyrir prófin mín fjögur í næstu viku. Væri eflaust langsniðugast að hundskast á fætur og byrja en ég hef það merkilega þægilegt í sófanum. Svo keypti ég mér súkkulaði og bjór áðan og hnetur.....er búin með hneturnar en er í smá krísu hvort ég eigi að borða súkkulaðið núna eða geyma það þangað til á nammidaginn (laugardag). Ég hef enn ekki brotið það (ógeðslega viljasterk) sem er árangur miðað við að ég át súkkulaði í morgunmat heima á Íslandi. Annars er ég með mega kreivíngs í piparkökur.....vill einhver senda mér piparkökur því ég nenni ekki í Ikea að kaupa þær? En mandarínurnar hérna af ávaxtamarkaðnum hjá gömlu konunni sem brosir alltaf svo breitt til mín eru helmingi betri en heima og helmingi minni, þessvegna kaupi ég alltaf kíló.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2007 | 19:00
Fjúddfjú
Ó, hvað six pack eru fínt fyrirbæri!
Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá er ég að horfa á Nip/tuk og það var karlasturtusena að klárast rétt í þessu....namminamm!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2007 | 10:02
Er það augljóst
Ég hef ekkert að segja og þess vegna nenni ég ekki skrifa. Það eru allir dagar eins.....skólinn, dröslast heim, setjast niður læra þangað til ég fær svimakast, drekka kaffi með engri mjólk því hún er ónýt, éta hrökkbrauð en hugsa um súkkulaði. Svo þegar klukkan er orðin 22+ þá leggst ég úrvinda upp í rúm og sofna með það sama eða ligg andavaka í ca. tvo tíma.....ég sofna samt alltaf á endanum. Ég hef grun um að þetta verði svona næstu tvær vikurnar eða þangað til prófin eru nánast búin. Þá ætla ég að splæsa á mig góðri rauðvín og njóta hennar í botn.
Og þar með látum við þetta nægja í bili. Heimkomunni seinkar aðeins þar sem ég stoppa í london í einn og hálfan dag. Ég vil biðja fólk ekki um að panikka ef ég næ ekki að kaupa jólagjöf handa því um jólin....ég geri það þá bara um áramótin.
Yfir og út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2007 | 23:17
Samfélag
Ég gerði mér grein fyrir því ekki alls fyrir löngu að nú tilheyri ég pínulitlu samfélagi. Svona eins og smábæir útá landi eru. Og í litlum samfélögum þá talar fólk og það talar helst hvort um annað; hvað hinn eða þessi gerði þennan eða hinn daginn. Hvort þessi sé virkilega aftur farinn að fá sér í glas og hvort kerlingin sé enn og aftur farin að halda framhjá kallinum sínum. Þannig er það að einhverju leiti hér. Við þekkjum engan utan við skólann og við fylgjumst ekki með fréttunum (ekki af viti) og þær fréttir sem við fylgjust með eru þá væntanlega frá heimalandinu. Þannig er það stórmerkur atburður ef einhver prumpar í tíma, verður of fullur, kyssir þennan frá Kanada eða hvað svo sem það er. Bros framan í kennara og daginn eftir er sá (oftast sú) hin sama að reyna að komast í brókina hjá honum til að ná prófinu.
Heima er þetta öðruvísi. Þá á maður sína skólavini og svo vini utan skólans. Þannig fær maður einstaka sinnum pásu frá skólanum og fólkinu sem honum fylgir og getur gleymt sér í einhverju allt öðru. Talað um eitthvað annað en komandi próf eða samnemendur. Ekki misskilja mig.....ég er ekkert vansæl en ég fór að hugsa um þetta áðan. Það er slúðrar fram í fingurgóma. Fólk brosir framan í samnemendur sína og um leið og sá hinn sami snýr sér við er ný saga spunnin upp. Ég er ekki að segja að ég taki ekki þátt í þessu, en ég hef ekki svo gaman að því. Mig langar helst að tala um eitthvað annað en eilíflega um samnemendur mína enda eru margir sem ekki ætti að eyða orðum um eða á.
Hugsanlega er þetta aðeins ýkt hjá mér en svona í grófum dráttum þá á þetta við. Það er sumsé smábæjarfílingur í stórborginni. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að tipla á tánum í kringum fólk og ég hafði ekki hugsað mér að byrja á því hér. Þannig ætla ég að brynja mig við öllum slúðursögum sem hugsanlega gætu spunnist um mig og vinsamlega benda fólki á að ég hafi sem minnstan áhuga á að heyra þær.
Gott plan er það ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.11.2007 | 20:33
Promið
Það hafa verið einhverjar vangaveltur um það hvernig hið svokallaða prom fór. Mjög líkt og gamlárskvöld; þegar maður hlakkar alvega svakalega til og svo þegar á hólmann er komið þá er það allt í lagi; ekkert spes. Og ég verð að segja að ég er ægilega ánægð með að vera ekki amerísk eða hafa búið í ameríku. Prom eru hálfasnaleg; þau snúast um að klæða sig eins og ofskreytt kaka og meheheast fram og til baka. Ekki að það hafi verið þannig á laugardaginn, en það var þannig fílingur einhvernveginn.
Lokasniðurstaða....promið var fínt og ég ætla aftur á næsta ári, ekki spurning. En ég ætla ekki að búa til skýaborgir í kringum það.
Ég fékk högg í andlitið í dag þegar anatómíukennarinn tilkynnti okkur það að það yrðu entrance spurningar á lokaprófinu. Sem þýðir að ef ég get ekki svarað einni spurningu um bein eða vöðva eða liðamót þá fell ég á öllu prófinu. Sumsé.....ein skitin spurning um eitthvað bein og ég get fallið á 40 spurninga prófi; hressandi!
Er að horfa á sjónvarpið núna....ná mér niður og svo býst við að ég snúi mér aftur að bókunum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007 | 09:30
Varúð blót
Djöfull er túr asnalegt fyrirbæri og leiðinlegt og pirrandi og öll vond lýsingarorði sem til eru. Ég vorkenni öllum konum sem heita Rósa í ljósi þess að það er oft talað um að Rósa frænka sé heimsókn og hún stoppar helst alltaf í viku. Ekki myndi ég sakna hennar.
Þegar hún kom fyrst í heimsókn sagði ég við mömmu hvað það hefði verið miklu sniðugra ef þetta gerðist bara í gegnum nefið og maður gæti snýtt því út í einni gusu. Er ekki alveg viss um hvort ég sé ennþá á því en það fer í taugarnar á mér að geta ekki stjórnað þessu. Ég vil helst geta stjórnað mínu lífi hvort sem það er líkamlegt eða andlegt.
Farin í ræktina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2007 | 11:54
Furðulegt fyrirbæri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2007 | 16:38
Yess
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2007 | 21:45
Pre-prom
Mér finnst megafyndi að ég sé að fara á einhverskonar prom. Ég veit um tvær stelpur sem ætla að láta gera eitthvað stórkoslegt við hárið á sér, ég veit um eitt par sem ætlar að dressa sig í stíl (viktoría/david beckham style).
Ég keypti mér nýjan maskara í dag þar sem ég hef grun um að hann sé að verða díhædreaður. Oftast nota ég maskara þangað til hárin eru nánast fallin af þeim. Í þetta skiptið ákvað ég að vera vitur fyrirfram. Ég þyrfti helst að kaupa mér strapless bra þar sem kjóllin nær útá axlir, litlar töflur þar sem ég hef grun um að ég eigi eftir að misstíga (gerist ansi oft) og annaðhvort að fá lánað "kápu" eða kaupa eina slíka. Eða kannski ekki.....veit ekki alveg. Gleymum ekki sokkabuxunum þar sem það er skítakuldi.
Hef grun um að á laugardaginn eigi eftir að sitja í sófanum og hugsa um alla þessa hluti, fresta þeim þangað til ég veit það er of seint og þá fara í fýlu og annaðhvort ekki fara eða.....þeir sem þekkja mig vel vita hvað.
En ég ætla að drulla mér að versla hugsanlega eitthvað á morgunn!
Nánari fréttir síðar.
Og svo vil ég þakka innilega vel fyrir hvað fólk er duglegt að kvitta fyrir sig. Það er sko teljari og ég myndi sjá það ef það væru 0 heimsóknir.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2007 | 14:35
Brrr....
Það er kalt. Það snjóaði í gær. Ég varð dáldið sár þegar ég sá að það væri snjókoma og ennþá svekktari þegar það glamraði í tönnunum á mér þegar ég fór út. Og jafnvel þó hitamælirinn segi að það sé 3 stiga hiti þá er eins og það sé 5 stiga frost. Og ég þoli ekki rúdolfsnef. Reyndar sagði Katla mér það að hér getur orðið allt að 20 stiga frost.....ha? Þá frjósa líffærin örugglega inní mér og ófætt piss líka; þannig ég fer að pissa ísmolum.
Ég er að fara á ball á laugardaginn og ég ætlaði að fara berleggjuð í stuttum kjól, ræt! Ég fæ netta blöðrubólgu við hugsunina. Fæ mér sokkabuxur eða fer bara í kraftgalla. Það verður samt gaman að dressa sig upp....ég ætla á háum hvítum/gylltum hælum og ég ætla ekki að fara með deit. Ég ætla að sýna þessu blessaða fólki að maður þarf engan strák til að skemmta sér. Við ætlum að fara þrjár saman stráklausar og glæsilegar. Erell heldur að ég muni svíkja hana ef mér verðuð boðið en ég er með svar á reiðum höndum: "No thanks, I'll rather go alone, but see you there". Reyndar tel ég litlar sem engar líkur á því að einhver gerist svo hugrakkur að bjóða mér......mehehehe!
Verð að drífa mig í tíma! Ætla að labba og brenna og labba svo hundfyrirbærið sem er að passa í kvöld. Læra og horfa á despó eða ugly betty áður en ég læt mig dreyma um havæ og sól!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)