25.11.2008 | 09:32
Shortari
Workshop um helgina; ótrúlega gaman og ég fann manninn sem ég vil giftast. Það vill samt svo óheppilega til að hann býr í Austurríki en Austurríki er samt ekki nema eitthvað 4 tíma í lest frá. Ætla að vinna markvisst að því að næla í hann. Lýsi þessu í smáatriðum ef missionið hefst á einhverjum tímapuntki.
Kem ekki heim fyrr en rétt fyrir jól þar sem ég og bró ákváðum að taka við boði í brúðkaup í Cairo. Þetta verður mjög spennandi: fyrsta lagi því þetta er brúðkaup að múslimskum sið og í öðru lagi því nú fáum við tækifæri á að hitta eitthvað að ættingjum okkur sem við höfum aldrei hitt á ævinni. Ég hef samt grun um að við verðum undir stöðugum yfirherslum og jafnvel klíp í kinnar. En þetta verður án efa áhugavert og í egyptalandi!!
Það lítur út fyrir að ég sé að fara að leika í bíómynd, ungverskri bíómynd. Ekki eitthvað huges hlutverk en hlutverk. Það var náttla bara spurning hvenær kæmi að þessu. Er að fara í fitting á laugardaginn og eitthvað....ehehehe, Inam the actress. Ég mun frá og með þessum degi vera kölluð þetta og ég vil gjarnan biðja ykkur um að floppa ekki á þessu, það er aldrei gott að gera kvikmyndastjörnu reiða!
Látum þetta nægja í bili, ætla aðeins að læra áður en ég fer í skólann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.11.2008 | 15:25
spenntar eða ekki..togstreita
Þegar ég var yngri í fimleikum var hamrað á því okkur að SPENNA RISTAR og okkur nánast sagt að þegar komið var inní salinn var ekkert til sem hét ekki spenna ristar. Til að auka áhersluna fengum við stundum smá slap á ristarnar ef þær voru ekki spenntar til hins ýtrasta.
Í dag, fæ ég áminngar um að ég eigi ekki að spenna ristar. Og nett háðskomment um að maður eigi ekki að sparka með spenntar ristar, jafnvel þó spörkin séu þannig að þau minna helst á fótlyftur. Þetta er mjög erfitt að móttaka eftir að hafa lagt áherslu á spenntar ristar í öll þau ár sem ég var í fimleikum. Um daginn á æfingu í upphitun sagði ein af stelpunum við mig að við værum á capoeira æfingu ekki balletæfingu; ég horfði á hana og skaut til baka hvort þetta væri ekki upphitun, hvort takmarkið væri ekki að verða heit fyrir æfingu.....skiptir máli hvort ég sé með spenntar ristar eða ekki, right back at you bitch (ok, ég sagði ekki síðasta hlutann en ég hugsaði það) og spennti ristarnar enn meira.
Ég hef ákveðið að reyna að slappa af í tánum þegar ég sparka en þangað til mér lærist það þá verða þau bara að sætta sig við að i'm bringing feminity inní capoeira...live with it! Ekki það, það er alltaf gaman á æfingum, love it! Og workshop í næstu viku og svo próf og próf og svo heim og svo próf! Sæjse!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008 | 22:45
Kalt kalt
Ó, nei! Það er kominn vetur og það er svo kalt og mér verður svo kalt á nefinu og ég sef í buxum og peysu (ég geri það reyndar heima líka) en það er aðallega því ég hata að fara fram úr rúminu og vera kalt. Og málið er þetta að mér er illa við að skilija hitann eftir á á nóttunni þar sem það er gas og ég kann alls ekki við það að skilja það eftir í gangi meðan ég sef. Það er kannski þessvegna sem ég sef í buxum og peysu!
Bakaði marengstoppa í dag eða hvað sem það heitir, át of mikið af þeim eftir að þeir komu úr ofninum, fékk ógeð og var nærri búin að henda afgangnum, sá að mér og hef ákveðið að gefa afganginn til Fridu, Annie og Erell. Er miklu hrifnari af mandarínum og maður fær heldur ekki samviskubit þó maður borði fimm í einu.
Er búin að vera ógeð dugleg að læra síðastliðna þrjá daga og þarf að halda áfram á nákvæmlega þessum hraða eða hraðar. Finn alveg hvernig netturprófkvíði er að hellast yfir mig, en ég veit það líka að smá prófkvíði er betri en enginn prófkvíði, setur smá pressu á þetta allt saman. Veit ekki ennþá hvenær er ég kem heim en það kemur eflaust í ljós á föstudaginn. Skólinn toppaði skipulagsleysi þegar þeir tilkynntu okkur að við gætum valið um daga í desember fyrir þessi tvö megapróf okkar, nema hvað....það eru bara fjórir á dag sem komast að í hvorum áfanga sem þýðir að grillján manns skrá sig á sama og daga og svo.........er tombóla og ef maður er heppinn þá er maður dreginn og fær að taka prófið á þeim degi sem maður sótti um. Þetta er mjög óheppilegt fyrir skipulagssjúkling eins og mig og þegar ég las mailið var ég nánast búin að skjóta tölvuna! Gott samt að ég gerði það ekki!
Og því sögðu ætla ég að fara að sofa, í peysu, bol, buxum og sokkum! Ég ætti kannski að kveikja á hitanum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 13:39
Royal fuck up
Word!
Ég er með heimþrá og mig langar að koma heim núna! Það er allt öfugt og ég kann ekki að meta það. Nánari útskýringar verða ekki gefnar so dont ask!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2008 | 23:12
Kreppa
Ég kann ekki að meta þessa kreppu. Ég er ekki ennþá búin að fá lánin inná reikninginn minn og millifærslan var gerð fyrir viku. Ég mun þar af leiðandi lifa á brauði og vatni næstu daga...sem er ekki svo slæmt þar sem ég hafði hugsað mér að ná smá sixpackvörn af fyrir workshopið sem er eftir ca. þrjár vikur. Hver veit nema að það muni glitta í sixpack (og þó, ólíklegt).
Fékk panikkattak í gær, það er ekki góð tilfinning. Ég var eins og lygi eftir of marga kaffi, skalf óheyrilega mikið, tók andkafir í gríð og erg og vökvaði aðeins gólfið. Nenni ekki að útlista ástæðurnar sem lágu að baki þessu panikkattaki en það gekk yfir og ég þurfti ekkert að anda í poka eða nokkuð.
Á tvo verklega tíma eftir í biochem og í hverjum tíma þá er stutt munnlegt próf í byrjun og í lokin. Ég hef nælt mér í fullt hús stiga fram að þessu og hef hugsað mér að gera það áfram. Þarf svo bara að rokka midtermið og þá get ég aðeins sett þetta fag á hilluna þangað ti eftir jól. Annars þarf ég bara að setja hausinn oní bækurnar og ekki fá panikkattak og læra það sem ég þarf að læra. Og ég ætti kannski líka að læra að vera ánægð með einkunnirnar mínar þó þær séu ekki það hæsta sem er gefið. Ég meina það er allt í lagi að gera kröfur til sjálfs síns en ég hef grun um að stundum geri ég aðeins, pínulítið of miklar kröfur til mín og þegar ég svo ekki stenst þær verð ég fyrir agalegum vonbrigðum.
Set þetta á listann yfir "Things to do". Á þeim lista setti ég fyrir ári síðan að læra á snjóbretti, ég er búin að stroka það út. Ég hef ekkert svo gaman að snjó eða kulda. Brimbretti setti ég líka á listann og ætla að halda því aðeins lengur þó svo að ég sé skíthrædd við sjóinn (ég sem syndi eins og hafmeya eða Phelps). Það er fullt á þessum lista...ég ætti kannski að skrifa það niður og hengja uppá vegg. Held ég geri það, jamms!
Farin að horfa á bíómynd, fattaði áðan þegar ég settist niður að læra að ég er óskaplega þreytt, enda búið að vera bissí dagur. Læra, verklegur biochem og brjáluð æfing! I deserve it og djö væri ég til í að eiga chips!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2008 | 21:00
Kvart
Mér er ó svo illt í bakinu. Held það hafi komið til þegar ég var að læra fyrir þetta lífeðlisfræðipróf og fannst nauðsynlegt að sitja inní stofu til að geta fylgst með internetinu líka. Slæm, slæm hugmynd! Núna er þessi verkur búinn að vera viðvarandi í viku og virðist ekkert sýnir ekkert farasnið. Ég hélt hann myndi kannski fara á æfingu eeen það gerðist ekki!
Oki, hætt að tala um bakverkinn.
Á döfinni; læra og læra og læra eins og lífið liggi við. Æfa og æfa og æfa eins og enginn sé morgundagurinn og koma mér í ofurform; því til sönnunar keypti ég engan ost síðast þegar ég fór í búðina....sé pííínu lítið eftir því en hey, beauty is pain. Næsta sem ég hef virkilega til að hlakka til er capoeiraworkshop í nóvember. Það er alltaf gaman og gott partý og myndarlegir menn en ég meina að sjálfsögðu eru það æfingar sem trekkja að, að sjálfsögðu!
Pabbs ætti svo að koma einhvern tímann á næstu tveim vikum. Það er eins gott að hann standi við það kallinn! Ég hugsa að ég eldi handa honum eitthvað afskaplega hollt og gott og svo getur hann kannski boðið mér útað borða í eitthvað ekki alveg eins hollt en án efa gott ef ekki betra!
Oki...nú ætla ég að reyna að koma mér í stöðu þar sem ég finn ekki alveg eins fyrir bakinu á mér og horfa á einn þátt!Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)