29.4.2008 | 05:32
Stutt á þriðjudagsmorgni
Það eru allir komnir á fætur og ég er ekki að fíla það. Morgnarnir eru minn tími og vanalega er ég sú eina sem er á fótum og ég get gert mína hluti í rólegheitunum. Þannig þegar þær eru báðar vaknaðar þá finnst mér þær vera að invading my territory. Yfirleitt sofa þær frameftir eða allavega þangað til ég er farin í skólann eða sund. En ekki dag.....allir komnir á fætur og algerlega að skemma fyrir mér morguninn, kannski þarf ég bara að vakna fyrr.
Löng helgi framundan. Og ég og Frida erum að fara að taka þátt í megaworkshop í Capoeira. Við fengum smjörþefinn af því á sunnudaginn. Þar sem það var í kringum 25 stiga hiti fórum við ásam fleiri fólki á Margrit island í tansession. Þegar leið á daginn fór fólk í hvítum buxum að flykkjast að og áður en við vissum af voru þau búin að búa til risahring og voru að gera capoeira. Þegar við komum nær sáum við að þjálfarinn okkar var þar ásamt flokk af svívirðilega glæsilegum brasilískum capoeirameisturum. Okkur var hent inní hringinn og tókum smá leik við einn af folunum. Workshopið er frá fimmtudegi til sunnudags og það eru æfingar á hverjum degi auk þess sem beltapróf verður......hell yeah. Ég ætla að vera dugleg að taka myndir til að setja upp á Flickr.
Segjum þetta gott í bili; er að fara í grassafræði....jibbí!
Ps. ég náði mér ágætis tan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 21:04
Aftur til fortíðar
Ég verð að deila þessu með ykkur: Þannig er mál með vexti að nú fara fram þorpskosningar í þorpinu þar sem mamma og amma (og stórfjölskyldan ef útí það er farið) Roberts býr. Sjálf hef ég ekkert gaman að svona kosningardóti og reyni að loka eyrum, augum og öðrum skilningavitum þegar auglýsingar og loforð streyma um allt. En ég verð að viðurkenna að ég nagaði mig í handarbökin fyrir að hafa farið á sunnudaginn þegar Robert sagði mér taktíkina við að ná í atkvæði. Heima eru bakaðar kökur og jafnvel boðið uppá bús til að næla sér í atkvæði (svona eins og á leikskóla þegar krakkar reyna að eignast vini með að gefa hvort öðru nammi). Í rúmeníu er öðru vísi farið að: jú, þeir halda partý handa þorpsbúum og það er boðið uppá bús en það eru líka gefnir peningar, beinharðir peningar. Ekki nógu með það heldur sagði Robert mér í gær að einn af frambjóðendunum hafði komið að húsi þeirra mæðgna með tvö lömb og kalkún; tilvalið svona rétt fyrir páska (christian orthodox eða eitthvað þannig). Getið þið ímyndað ykkur þetta: "Sælar mæðgur, svona í ljósi þess að páskarnir eru á næsta leiti og það er hefð að fórna lambi og þið eigið ekkert ákvað ég að gefa ykkur tvö og kalkún í kaupbæti ef vera skyldi að það eigi að halda stóra veislu.....og bæ ðe vei, það eru kosninar á næsta leiti og ég heiti _ _ _ _ ". Hilarious. Ég gat augljóslega ekki stillt mig þegar Robert sagði mér að nú væru þau með tvo hunda, tvö lömp og helvítis kalkún röltandi um á lóðinni. Það er gefið mál að öðru lambinu verður fórnað um páskana en hvað þau ætla að gera við hitt lambið þykir mér spennandi að vita. Það er ekkert grín að eiga rollu og shit hvað hún verður örugglega einmana þarna ein með hundunum og kalkúnanum.....
Ég legg til að frambjóðendur heima taki þetta sér til fyrirmyndar en í staðinn fyrir að gefa rollur og kalkúna geta þeir t.d gefið fallegt skópar eða töskur. Og ég er ekki að tala um eitthvað plastdrasl sem eyðileggst þegar maður horfir á það (meina....hvað kostar rolla og ég veit fyrir víst að kalkúnn er svaðalega dýr). Ef þetta yrði raunin þá myndi án efa fá meiri áhuga á kosningum og öllu sem því nú fylgir.
p.s ég nenni ekki að lesa yfir færsluna núna þar sem ég er að fara að sofa. Kíki á þetta á morgunn og laga það sem laga þarf!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 05:14
And we're back in the game
Vah, hvað ég á erfitt með að þola þessar fyrirsagnir stundum. Stundum langar mig bara að skrifa stutta færslu sem heitir ekkert.
Komin heim aftur eftir allt of stutta Rúmeníuför; fjórir dagar er eiginlega of stutt, sérstaklega þegar ég maður sefur megnið af tímanum. Ferð nr. tvö var ekki eins tíðindamikil og sú númer eitt, af einhverjum ástæðum var ég með uppsafnaða þreytu síðan 1788 og svaf megnið af tímanum. Ekki misskilja mig og halda að Robert hafi verið vakandi, hann svaf líka á sitt græna. En ég held ég hafi alveg þurft á þessari hvíld að halda; spurning hvort þetta hafi verið uppsafnað stress eða hvað???
Það er úber tanveður og tanórexían er farin að gera vart við sig. En málið er bara að ég get ekki eytt öllum mínum í tíma í sólbaði, þremur vikum fyrir próf (djös sem það væri samt fínt) þannig planið er að fara að synda fyrir skóla og morgunn og svo er tansession planað fyrir sunnudaginn. I'm gonna be brown beibí!!
Ég er að passa kisuna hennar Fridu; þvílíkur snilldarköttur. Hún komst reyndar í harðfiskinn minn, kláraði úr pokanaum og fékk svo að kenna á því stuttu seinna með neddara; ég hef samt grun um að hún hafi ekki lært af græðgiskastinu. Hún gerði árás á tærnar á mér meðan ég snúsaði í morgunn og neyddi mig þar með á fætur, ekkert nema gott um það að segja nema morguninn var truflaður þar sem bæði Sheila og Tonje voru komnar á fætur. Algerlega rústar planinu.....venjulega er ég ein á morgnana í rólegheitum; á klósettið, inní eldhús að búa til kaffi, bursta tennur meðan vatnið sýður, drekka kaffi og skoða netið og svo út.....í dag náði ég ekki að fylgja rútínunni því þær voru báðar vaknaðar.....og ég sagði þeim það; að þetta væri sjaldséð að allir væru komnir á fætur svona snemma. Sheila sagði að þetta myndi ekki gerast aftur!
Allavega gott að frétta; býst við 24 stiga hita í dag.....spurning um að fara í sandala!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 05:20
Nostalgíukast
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 20:43
Yeeeeeeessssssssss
Despo er back in da house! Er að dánlóda 11 þættinum núna og ætla kuðla mig inní sæng (því það er svo agalega kalt....djóóók) og njóta þess í botn að þættirnir séu komnir aftur af stað.
Ég fór að skokka í dag. Ég hef aldrei verið með neitt svaðalega gott þol en nú hef ég einsett mér að geta tekið tvo hringi á Margrit Island (án þess að deyja) áður en ég fer heim, það eru ca. 11 km. Og ef ég get gert þetta án þess að æla blóði eða falla í yfirlið (11 km hef ég aldrei farið nema á hestbaki eða í bíl.....nei nú er ég kannski að ýkja) þá ætla ég að fara beinustu leið eftir það og kaupa mér belgíska vöfflu eða eitthvað syndsamlega kalóríuríkt og hafa skilti um hálsinn sem á stendur: "Just ran 11 km, I deserve it" og smjatta svo!
Yfir og út, farin að bursta skolt og gláp'á despó
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 06:04
7:45 á laugardagsmorgni
Þetta þætti til tíðinda heima; Inam vöknuð svo snemma á laugardagsmorgni að gera sig til fyrir skokktúr í kringum eyjuna, í nota bene 17 stiga hita. Tanórexían er virkilega farin að segja til sín og ég reyni að nota hvert tækifæri að plata einhvern með mér í sund, tókst að plata Frídu til að vakna klukkan 5:00 í gær og koma með mér að synda; sagði henni að þetta væri besta leiðin til að byrja morgnana og svo gætum við fengið okkur kaffi og blueberrymuffin eftir á. Og svo er ég að fara að skokka með henni núna klukkan hálftíu, hef grun um að þá verði orðið heitt.
Hitti loksins Kötlu í gær sem ég hef ekki séð síðan jésu dó og reis upp. Hún sat ásamt fullt af fólki og sötraði bjór í gær og tilkynnti mér að þau hefðu verið í seinasta tímanum ever, ég og frída vorum einmitt á leiðinni að fara að skoða einhverjar helv....plöntur. Mig langaði að skipta um stað við hana þar og þá en í staðinn sátum við í klukkutíma og reyndum að finna út aðferð við að muna latnesk nöfn á plöntum! Ég man eftir einni því hún hafði eftirnafn sem hljómaði eins og kókínös og enska nafnið hennar var Scarlet running bean; Scarlet Johansen að hlaupa með kók í nös. Hinar plönturnar voru ekki eins skemmtilegar!
Ég fór aftur á skemmtistaðinn þar sem ég týndi veskinu mínu og get vel skilið að ég hafi orðið reið þegar ég lenti í ryskingum við dyraverðina fyrir viku. Þetta eru hálfvitar upp til hópa, þegar ég kom þangað með moral support með mér og spurði kurteislega hvort þeir hefðu fundið veski þá horfði fólk bara á mig og hristi hausinn eða sagðist ekki skilja ensku. Þau reyndu ekki einu sinni að líta út fyrir að hafa áhuga á að kíkja og gá....það sauð á mér en ég hélt aftur af mér. Stelpurnar sögðu það sama að það væri ekki furða að ég hefði orðið reið. Djöfuls hálfheilungar. Og svo spyr maður hvort þau tali ensku og svarið er: "little bit" og þegar ég spurði ofurhægt hvort "you'd find a wallet" þá sé ég tómleikan og heimskuna í andlitinu á þeim að skilja ekki rassgat hvað ég er að spyrja. Ég spurði einn töffarann hvort hann vissi hvað wallet væri og ég fékk ekkert svar. Ég hlýt að hafa verið indælasti barþjónn sem sögur fara af þar sem ég lagði mig í lima við að hjálpa fólki að leita að týndum hlutum; á chachacha er skilyrði að vera dónalegur og asnalegur til að fá vinnuna. Og hananú!
Ég keypti mér nýtt sundbikini á miðvikudaginn eftir tilraun til að taka sundsession, það mistókst hrapalega þar sem bikinið sem ég var í vildi ómögulega haldast á bobbingunum. Ég held að karlmennirnir sem syntu á móti mér hafi átt afar skemmtilega sundferð þar sem brullurnar sátu úti eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nú á ég glæsilegt blátt sundbikini sem fer hvergi en er ætlað fyrir 14 ára stelpur.....sem segir okkur bara eitt; 14 ára stelpur eru að verða stærri.
Læt þetta nægja í bili, ætla að læra smá efnafræði áður en ég fer að skokka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 05:49
Útkoma
Hahaoghí. Ég fékk 9 á efnafræðiprófinu.....hefði verið megagaman að fá 10 en við Frida komumst að þeirra niðurstöðu að til að fá 10 hafi maður þurft að gera eitthvað aukalega. Og svo styttist í prófin.....baaaaa!
Ég mun snúa aftur til fyrirheitna landsins; Rúmeníu eftir viku. Í þetta skiptið mun ég taka flug til Cluj þar sem ég verð sóttum á silfruðum kagga og svo er planið að keyra frá Cluj til Bucharest. Í þetta skiptið verið stoppið styttra en það er svosem allt í lagi; smá frí fyrir megatörnina sem svo við tekur.
Ég veit ekki alveg afhverju ég ákvað að skrifa þessa færslu þar sem ég hef ekkert spennandi að segja.....jú, fyrstu helgina í maí er capoeiraworkshop þar sem brasilískir capoeirameistarar dæma hæfaleika okkar í dansslag.
Váh, hvað þetta er leiðinleg færsla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2008 | 06:13
Fyllerí
Ég fór á tónleika á laugardaginn; Stomp ásamt Sheilu, Tonje og Erell. Frábær sýning í allastaði og hugmyndaflugið sem þetta fólk býr yfir er magnað, þau notuðu tómaplastpoka, kústa og fleira til að búa til músík. Eftir tónleikana fórum við á bar og bjuggum til myndaseríu, þegar fólk var farið að gefa okkur aðeins of mikla athygli færðum við okkur yfir á annan bar. Eftir dágóða setu þar var haldið á skemmtistað. Mér hafði verið sagt af klipparanum sem bauð mér bjór að þar ætti að vera góð dansmúsík. Þegar við komum þangað, vorum orðnar kenndar og ég ákvað að reyna að koma okkur ókeypis inn (2500 ft virkaði of há upphæð...). Þannig ég byrjaði að bulla og rugla í manninum að við værum búnar að kaupa miðann, gott ef ég sagði ekki að við hefðum keypt hann á netinu og maðurinn sagði "Það getur ekki verið , þeir voru ekki seldir á netinu"en ég gaf mig ekki og sagði að það væri rugla að láta okkur borga tvisvar. Við komumst inn án þess að borga og ég hafði jafnvel sannfært sjálfa mig að við hefðum verið búnar að borga. Þegar við komum inn á staðinn reyndists músíkin vera hið mesta rusl þannig við snerum við á punktinum.
Næsta stopp, Chachacha. Í staðinn fyrir að skipta bjór út fyrir vatn þá héldum við áfram að sötra (stupidstupidstupid) og á þessum tímapunkti fann ég fæturnir voru farnir að basla við að halda mér í lóðréttri stöðu. Við hittum fólkið úr Stomp og kjöftuðum við þau í heillangan tíma. Ég að sjálfsögðu hélt því fram að þeir væru að ljúga og þeir væru bara eins og hver annar skoti. Loksins ákvað ég svo að drulla mér heim, þegar ég er svo á leiðinni heim fannég út að veskið mitt var ekki í töskunni. Ég fór í gegnum töskuna mína 18 sinnum, vasana 20 sinnum og ekki fann ég veskið. Þannig ég og Erell skunduðum aftur á staðinn, klukkan komin undir morgunn og við báðar óstabílar á fótunum. Þegar við svo komum þangað fannst mér fólkið ekki bregðast nógu vel við ósk minni um að gá hvort veskið væri þar. Í staðinn fyrir að fara og koma aftur seinna fór ég að rífa kjaft og vera dónaleg. Eftir að hafa móðgað þau fram í fingurgóma sneri mér við hastarlega og lét hárið fjúka og var á góðri leið með að fara með stæl.........þá þurfti ég að detta í tröppunum! Og allir fóru að hlægja og aftur í staðinn fyrir að hlægja með eða fara þá þurfti ég að fara aftur og halda áfram að rífa kjaft. Á þessum tímapunkti var ég augljóslega farin að fara í taugarnar á fólkinu og eftir púst og rugl (þarna var Erell farin að taka þátt), var mér lyft og upp og bókstaflega færð af staðnum. Það er svo sem hægt að hlægja af þessu núna en veskið er ófundið og ég sé fram á að ég þurfi að kyngja stoltinu og fara á staðinn á þriðjudaginn, biðjast afsökunar á hegðun minni og biðja fallega hvort þau gætu athugað með veskið mitt aftur. Mér er skítt sama um peninginn sem var í veskinu og ég vona að hann hafi komið einhverjum vel en það er bara svo frústrerandi að týna hlutum. Annars er þetta ekki heimsendir, það er alltaf hægt að fá ný kort og svona.....Sagan mun halda áfram eftir þriðjudag þegar ég þarf að fara aftur. ÉG ætla samt að taka einhvern með mér.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2008 | 23:11
ojojoj
Ég veit að mörgum finnast grísir algerar dúllur og allt þar fram eftir götunum og mér finnst gríslingar alveg dúllur líka en.....Grísainnyflafýla er ógeðslegasta lykt sem ég hef upplifað á ævinni og ég vann á elliheimili. Það er eins og 18 gamalmenni og öll með niðurgang á sama stað og ég er ekki einu sinni að ýkja. Ég er alls ekki viðkvæm fyrir lykt; þvert á móti get ég vel þolað allskyns óþef (á reyndar dáldið erfitt með vonda lykt af fólki, svitalykt eða fólklykt, oj) en ég þegar ég nálgaðist þennan tiltekna grís og kúkafnykurinn dundi yfir gat ég annað en snúið mér við og labbað í burtu. Ég gerði heiðarlega tilraun til að krufla í einhverjum æðum en ég þessa lykt gat ég ekki þolað. Skrítið þar sem ég dýft mér oní hunds-eða kattarhræ án þess að fitja upp á nefið. En svín og þeirra innyfli, oj. Og mér skilst að við gerum mikið af því að kryfja svín í Pathology eða eitthvað seinna mér. Aumingja ég!
Komin tími á að fara í háttinn, á morgunn ætla ég að vakna snemma og fara útað skokka með Fridu og svo er ég að fara á tónleika annað kvöld....Stomp! dammdamm!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 07:59
Próf
Prófið í dag gekk vel. Það var sanngjarnt og ekkert svo erfitt. Ef ég fæ ekki sæmilega einkunn verð ég móðguð og hissa. Og þar sem ég var í prófi í morgunn þá þurfti ég að vakna klukkan 6 þar sem ungverjum finnst augljóslega ótrúlega sniðugt að hafa próf klukkan sjö fimmtán. Þetta gera þeir þannig við missum ekki af hundleiðinlegum fyrirlestrum frá kennurum sem stama, standa á grafarbakka eða skortir allan sjarma (þetta á aðallega við efnafræði og eðlisfræði...skrítið?).
Á mánudaginn þegar við vorum í verklegri efnafræði stóðu Annie og Frida og biðu eftir að fá undirskrift hjá öðrum kennaranum. Á undan þeim var feit, írsk, rauðhærð stelpa og þar sem þær biðu heyrðu þær hana eftirfarandi:
Íri: "Geturu hjálpað mér að ná prófinu ef ég borga þér 50.000"
Kennari: "Nei, því miður."
Ír: "Ertu viss, við erum að tala um 50.000 forint"
Kennari: "Nei, ég get það því miður ekki"
Bæði létu þau eins og ekkert væri sjálfsagðara en að múta eða taka við peningum til að ná prófi. Er ég pollíanna eða er þetta ekki í lagi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)