Það er eitthvað að

Að ég best veit þá er 24 ára en ekki 54 og samkvæmt öllu þá á ég að eiga erfitt með að vakna á morgnana og vilja sofa út. En neeeeei......í staðinn vakna í klukkutíma á undan klukkunni. Þegar ég leit á klukkuna í morgunn var hún 6:20 og ég hugsaði með mér: "mjeheheh, djöfull lék ég á tímann núna....nú get ég sofið í klukkutíma í viðbót án þess að missa tíma". Þannig ég lagði fagurt höfuðið aftur koddann klemmdi aftur augun en ekkert gerðist, fékk bara illt í augnlokin. Að lokum ákvað ég bara að fara á fætur......fyrir klukkan sjö! Er eitthvað að? Ekki það, mér finnst morgnarnir bestir þar sem þessar stelpur sem ég bý með eru svefnburkur from beyound (og þetta er engan veginn hvernig á að skrifa þetta orð). Þannig nú er ég búin að fá mér kaffi, bursta tennur, klóstið, skoða póstin minn og klukkan er 7:05. En it's all good! Því nú næ ég væntanlega að gera helminginn af efnunum sem ég ætla að gera í dag áður en Frida kemur og við förum í sund í tan og workout. Ég elska að vera á undan áætlun eða á áætlun.

Rúmenski rómansinn hefur runnið sitt skeið. Og ég er í geggjaðri hjartasorg.......djók. Þannig nú er ég single og fabulous eins og mér einni er lagið. Það er ég viss um að margir karlmenn anda léttar nú.....aftur djók. Spurning um að taka Slóveníu eða Búlgaríu næst; massa austur-evrópu....eða ekki!

Svo fer að líða að heimkomu. Ég er nú þegar búin að plana það að ég og múttsa ætlum á esjuna og svo í sund og svo grilla....ammm! Það er samt ultra næs hérna í einni af megatansundlauginni (anna, you've been there) þar er seldur bjór og matur, þannig síðast þegar ég fór með Fridu og systur hennar sátum við í ultratani og drukkum bjór! Þannig á það vera!

Ætla að byrja að læra vefjafræði. Ég býst við gjöfum og góðmennsku þegar ég kem heim!


5-2=3

Jamm ég kann að reikna og nú á ég þrjú próf eftir þar sem ég náði anatómíu og efnafræðinni, júhú! Vona að hitt eigi eftir að ganga líka!

Ballið er að byrja

Síðasti tíminn af fyrsta árinu mínu af dýralækninámi í dag. Og svo byrjar ballið, anatómía á miðvikudaginn og ég vona svo innilega að ég nái en þessum drullusokkum finnst ógesslega gaman að hafa prófin erfið og full af smáatriðum. En ég vona að þeir verði í ultragóðu skapi þegar þeir búa til prófið eða fara yfir það. 28 stiga hiti yfir daginn og það erfitt fyrir tanorexíusjúkling eins og mig að vera inni meðan ég veit að sólin skín fyrir utan eins og enginn sé morgundagurinn. En ég er samt orðin brún þar sem ég syndi stöku sinnum og sit útí sólinni og þykist læra....

Prófatörnin er nákvæmlega mánuður. Við ákváðum að hafa ágætis gap á milli prófa og sjá til hvernig það gengur. Ef það gengur vel þá prufa ég að hafa styttra á milli næst til að komast heim fyrr. Hlakka til að byrja að vinna og hlakka til að sjá hundana mína og labba á Esjuna (mamma) í fyrsta skipti. Vona að þetta eigi eftir að ganga.....geri mitt besta get ekki meira. 

Capoeira verður alltaf skemmtilegra og skemmtilegra. Vid Frida erum algerlega orðnar húkkt og tölum varla um annað. Og til fimleikastelpnanna minna; mér tókst að gera handahlaup án handa í gær. Hélt ég gæti það ekki og öskraði: "Yessss, I'm good". Gerði líka arabahelja á gólfi um daginn.....góðir hlutir gleymast seint. Við erum að spá ég og contramester sem er að kenna í svíþjóð að hafa smá workshop heima á Íslandi í sumar. En sú umræða er á byrjunarstigi þannig við sjáum til hvernig það fer og hvort eitthvað verði af því. Ég hef lært í gegnum tíðina að karlmenn tala og tala og ætla að sigra heiminn og giftast drottningunni en svo verður aldrei neitt af því (ekki allir en margir). Þannig við sjáum til!

Og nú ætla ég að fara í síðasta tímann í flipflops, hlýrabol og sommerbuxum og nýju fínu sólgleraugun mín sem hylja helminginn af andlitinu á mér!

 

 


Fréttir úr austri

Brjáluð ofurhelgi að baki. Langt síðan ég hef skemmt mér svona vel. Við Frida náðum gula beltinu í capoeira jafnvel þó töluverð drykkja hafi átt sér stað kvöldið áður. Ég slóst við Mester Pulmao sem er tvífari Van Diesel eða hvað hann heitir, risastór brasilískur maður, sem felldi mig en greip mig áður en ég náði að skella í gólfið, rétti mér svo beltið og smellti á mig kossi. Ég gisti hjá Fridu frá fimmtudegi til mánudags og við sköffuðum 24hr búðinni beint á móti fullt af pening með sífelldum hvítvínsflöskukaupum. Auk þess gistu hjá okkur tveir strákar frá Svíþjóð (þeir voru mjög langt frá því að vera ljóshærðir með blá augu). Og við skemmtum okkur konunglega. Við dönsuðum samba, lékum capoeira allan daginn og tókum svo sambasporin sem við lærðum fyrr um daginn um kvöldið og dönsuðum við alla sem vildu dansa. 

Og merkilegt nokk.....ég er nokkuð ánægð með hvernig ég lít út núna! Það hefur ekki gerst síðan víkingar voru og hétu. Ég held ég hafi aldrei verið í eins líkamlega og andlega góðu formi og ég er núna. Ég held svei mér þá að það sé capoeira að þakka. Þetta er ekki bara spark í loftið og svo heim; við sitjum saman í hring og það er spilað á hljóðfæri og sungið á meðan við leikum capoeira. Og svo fer ég að synda og skokka þess á milli og næ mér í tan í leiðinni; kúkabrúnt vöðvatröll. Vona að ég nái að halda mér á þessari braut; fann capoeira heima sem ég ætla að fá að vera með í, þannig þetta ætti að ganga. Eina; ávextir á íslandi eru svo asskoti dýrir.....ég á eftir að sakna grænmetiskonunnar minnar meðan ég er heima og hún á eflaust eftir að sakna mín.

Prófin eru svo á næsta leiti. Er að fara í mid-term á morgunn og finnst ég tilbúin þannig ég ætla á æfingu í kvöld þrátt fyrir meiddan úlnlið. Stofandi Senzala (sem er okkar hópur) verður að kenna í kvöld, hann er sextugur og er eins og snöggur og liðugur og köttur.

Ojj.....þetta hlýtur að vera leiðinlegasta færsla í heimi.....ég er bara að tala um capoeira! Og þessvegna ætla ég að hætta hér!

 ps. Ég er að skipta um íbúð! Þannig í ágúst verð ég ein í íbúð. Jebbs...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband