24.6.2008 | 14:27
Dubbidubb
Buin i profum. Nadi ollu draslinu og med agaetis einkunnir fyrir utan edlisfraedi tar sem eg nadi tvi kennarinn tok eftir tvi ad svipurinn a mer benti til ad himinn og jord vaeru ad farast...(whooo cares um edlisfraedi). Tar med er fyrsta arinu lokid sem er alveg daldid kul....
Annars hef eg ekkert ad segja...heilinn a mer er nett maukadur eftir tetta allt saman og eg hef ekki hugmynd hvenaer hann naer ser eftir tetta! Annars er eg bara nett a tvi!
Sjaumst a islandi beibs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2008 | 05:40
Morgunnstund gefur gull í mund
Ammm.....kaffi á morgnana og internetvafr. Reyndar er kaffið mitt óvenju vont í dag og það var það líka í gær þegar ég bjó mér til bolla. Skil þetta ekki, hef nettan grun um að mjólkin sé eitthvað fishy.
Ég braut hægri hjartað í gær á capoeira æfingu og nú er vont að anda. Skil þetta ekki, mjög einkennilegt allt saman. Svo er ég líka með risastóran marblett á rassinum sem teygir sig upp á rófuna, ástæðan: ég datt af hjóli í svíþjóð. Gott samt að rassinn tók skellinn en ekki hausinn. Þetta er í annað skiptið sem rassinn á mér þarf að þola mar og óþægandi. Síðast var það í mars þegar ég datt inná Subway. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir þessu; of þungur rass eða kannski er ég bara svona jarðbundin.
Ég var á svo góðri æfingu í gær. Nú æfum við úti á eyjunni í blankasólskini og fínerí. Gott að æfa á grasinu, minni líkur á að fá marbletti og meiri ástæða að gera alls kyns kúnstir. Þjálfarinn okkar er brilljant þó hann tali enga ensku og í ljósi þess að hann talar enga ensku þá er planið að læra portúgölsku í sumar (sérstaklega þar sem við Frida ÞURFUM að fara til Brasilíu at some point). Ef einhver vill gefa sig fram og kenna mér þá væri það frábært, ég get borgað í blíðu (mjehehe). Ef enginn gefur sig fram þarf ég að kaupa bók með geisladisk og hlusta á mann segja 100 sinnum "Tudo bem" og eitthvað meira. En portúgölsku skal ég læra.
Oooooog....that's all! Farin að skoða ógesselga fínar, þurrkaðar og pressaðar plöntur af því það er svo skemmtilegt og gefandi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 21:24
.....
Ég var í megavandræðum með að kaupa miðann til London frá Budapest. Flugfélagið vildi hreinlega ekki taka útaf kortinu mínu; hafa eflaust haft grun um blankheitin af þessum bæ. Þeir vildu heldur ekki peningana hennar mömmu. Ég var orðin rauð að bræði í dag og ógeðslega pirruð og var alvarlega farin að spá í að leita mér að vinnu í súpermarket í ungverjalandi þar til brósi kom mér til bjargar.
Þannig er það að án þess að vita af því (auðvitað vissi ég af því en hvenær viðurkennir maður svoleiðis þegar það er keppni um síðasta súkkulaðibitann?) þá á ég besta bróðir í heimi. Það er bara svo einfalt. Auðvitað lærði hann af þeim bestu (hmm...mér) en hann fær kredit sjálfur. Ekki nóg með að hann sé ógeðslega klár og landaði megavinnu í Lúxemborg þar sem hann er notabene yngsti starfsmaðurinn þá er hann líka vibba skemmtilegur (oftast nær...) og kann að tjútta og dansa (aftur; góður kennari sem hann hefur haft). En þar sem hann býr í Lúxemborg núna þá þarf ég koma upp með gott mútur til að fá hann heim til að taka eitt matarboð og dans á kúnni áður en ég fer aftur til Búdapest; hugmyndir eru vel þegnar. Svo ætla ég að fara í heimsókn til hans og kíkja á þessa borg eða land eða hvað fólk kallar þetta áður en ég fer til Búdapest aftur.
Oki.....þannig það er þá alveg á hreinu að ég á besta brósa í heimi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.6.2008 | 13:07
Þá er komið að því
Ég held ég láti lífið bráðlega úr einskærrum leiðindum. Mér fannst grasafræði leiðinlega þegar ég prufaði hana fyrst og mér finnst hún ennþá leiðinleg. Ógeðslega leiðinleg.....mér finnst rætur og lauf ekkert spennandi, nú eða fræ og stems!
Engin æfingin í kvöld sem er frekar skítt. Vorum á æfingu í gær útá eyjunni í sól og sumaryl. En í staðinn fyrir capoeira ætlum við Frida að fara útað skokka; ekki alveg eins skemmtilegt en hressandi þó.
Tvær vikur
Ætla að horfa á friends núna og svooooo langar mig dáldið að leggja mig en ég veit ekki hvort það sé besta hugmynd í heimi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2008 | 11:27
5-3=2
Vefjafræði í dag! Gekk bara ansi vel og ég fékk 4! Vissi allt um annað efnið en ekki eins vel um hitt! En þar sem ég gat svarað flestum spurningunum sem hún spurði mig þá var hún nokkuð ánægð.
Meðan ég undirbjó efnin mín þá var hún að yfirheyra stelpu! Röddin hennar kiknaði í gríð og erg og áður en ég vissi af var hún farin að gráta! Ég var ekki alveg viss hvernig ég átti að vera þannig ég grúfði mig oní sófann sem ég sat meðan svitadroparnir láku niður kálfana á mér! Og svo var komið að mér og ég var pollróleg þangað til hún spurði mig um einhverjar ógeðslega ömurlegar blóðfrumur! En þetta gekk vel! Veit ekki alveg hvað ég af mér að gera núna....ætlaði að taka til en ég hugsa að ég kíki á eitthvað fyrir næsta próf!
Súún beibís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)