31.7.2007 | 18:57
Truntuferð
Ég var í svo frábærri ferð um helgina og sannfærist enn og aftur um það hversu frábær hestamennskan er. Jafnvel þó það hafi rignt, komið haglél og verið rok á okkur þá komum við alltaf alsæl uppí hús þar sem rauðvíni var skenkt í glös og dýrindismatur borin á borð. Við riðum um Landbrotið rétt hjá Kirkjubæjarklaustri; virkilega fallegt og þessi hrikalega langa bílferð þarna uppeftir var alveg þess virði.
Það besta er að fólkið sem ég stunda hestamennskuna með er svo ónískt á að lána hestana sína mér, þar sem ég get ekki notað klárinn minn. Held samt að ég taki prufutúr þegar ég kem heim næsta sumar....þá er hann búinn að vera í fríi í ca. eitt og hálft ár og verður eflaust viljugur fram úr hófi. Kemur í ljós...
Til marks um hversu mikið rauðvín var drukkið í ferðinni þá stakk ég mig á nál í vinnunni í gærog hvað gerist.....út flæðir rauðvín í stríðum straumum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 21:05
Mjólk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2007 | 22:22
....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2007 | 20:34
Einhleyp...
Sú var tíðin að ég gat ekki tekið hrósi; hvort sem það kom frá vinnuveitanda, vinkonum eða strákum. Alltaf hélt ég að fólk væri að gera lítið úr mér og átti til að bregðast hin versta við.
Í dag veit ég ekkert skemmtilegra en að fá innilegt hrós og sérstaklega er gaman að fá hrós frá hinu kyninu, þó "Rosalega ertu sæt" eða "Flottur rass" risti frekar grunnt þá eru það hin sem eru einlæg og falleg sem fær mann til að brosa allan hringinn og hjartað að slá örlítið hraðar. Ætl ég verði ekki að viðurkenna að ég sakna þess dáldið að fá ekki koss og fallega athugasemd hvíslaða í eyrað þegar ég á síst von, að liggja upp í rúmi og sofa og kúra í hálsakot þess á milli, að kikna í hnjánum undan einhverjum. Þegar ég fæ svo tækifærið til að njóta þessara augnablika þá nýt ég þeirra...það er ekki það, ég bara kann ekki á framhaldið eða er hrædd um að hlutirnir fari að verða hversdagslegir og þar með leiðigjarnir. Það hlýtur að vera hægt að viðhalda sambandi án þess að það verði hversdagslegt og leiðinlegt með nöldri um þvott eða matseld.....ég verð allavega að halda í þá trú, annars er mikil hætta á að ég fái ekki að njóta þess að taka einlægu og fallegu hrósi.
Ég skil ekki afhverju þessi hræðsla um ófullkomnun í sambandi á sér stað. Ég var ekki í hjónabandi sem fór illa, ég hef aldrei enst nein ósköp í samböndum (alltaf hætt áður en sambandið varð hversdagslegt?) og ég hef átt sömu vinkonurnar í mörg ár (hvað með hversdagsleikann þar?). Ég var í sambandi sem var kannski ekki það besta fyrir sálartetrið og ég óskaði þess svo oft að það væri fallegra, en það er svo löngu liðin tíð og ég búin að pakka því niður og grafa í garðinum. Kannski er ég bara algerlega eftirá í ástarmálum...ætli það þroskist ekki bara með tímanum. Það er ekki eins og ég standi á grafarbakkanum ein og krumpuð, þangað til held ég að ég haldi áfram að skemmta mér og þegar ég tilbúin að fá mér kall þá fæ ég mér eitt stykki!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 22:24
Framtíðarplön
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2007 | 19:01
Poweryoga
Vóó, það er svo erfitt. Ég hristist og skalf eins og sófadýr meðan ég reyndi að halda hinni og þessari stöðunni. Ofaná allt saman var kennarinn algert augnayndi og hver kona í salnum reyndi að teygja rassinn hærra en hin: "Fyrirgefðu gætiru sýnt okkur þessa stöðu aftur" og þegar kennarinn fetti sig til suðurs fengum við allar hland fyrir hjartað.
Ég ætla að finna mér poweryogatíma í ungverjalandi, ég held nefnilega að maður fái alveg hörkukropp á svona yoga...þetta reynir á alla vöðva líkamans. Og miðað við vaxtarlag þjálfarans þá skjátlast mér ekki. Og það er ekki eins og ég þurfi að kunna ungversku til að gera yoga, ég hermi bara eftir vonandi eins myndarlegum kennara og var í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2007 | 20:58
Leiðrétting
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2007 | 09:28
Samviskan
Þegar ég vaknaði í morgunn klukkan sex sannfærði ég sjálfa mig um að ég væri með svo svaðalega hálsríg að ég gæti með engu móti farið í ræktina. Þegar ég vaknaði svo aftur klukkan 8 þá var hálsrígurinn búinn að breytast í stærðarinnar samviskubit. Maður fær ekki sixpack á að bera fyrir sig hálsríg....það er alveg á tæru.
Um daginn sagði vinkona mín að hún ætti það til að gleyma sér yfir tölvunni, sjónvarpinu eða annarri afþreyingu og enda svo á að fara alltof seint að sofa. Þegar ég kom heim var ég búin að velta þessu mikið fyrir mér. Sjaldnast get ég borið þá afsökun fyrir mig að ég hafi gleymt mér....ég er alltaf með augun á klukkunni. Ef ég er að horfa á sjónvarpið á kvöldin þá er ég alltaf að gjóa augunum á klukkuna, það sama þegar ég er í tölvunni, ræktinni, labba með hundan, jafnvel á hestbaki er ég með hugann við klukkuna. Þetta er eitthvað stress sem ég hef tileinkað mér því yfirleitt er ég ekki að verða sein í skapaðan hlut. Þarf helst að búa mér til tímaplan þar sem ég áætla hvað hver hlutur tekur langan tíma. Helst á ég til að gleyma mér ef það er einhver strákur (myndarlegur, skemmtilegur....the whole package) inní myndinni. Kemur á móti að þegar ég uppgötva að klukkan er orðin þetta margt eða hvað þá fæ ég panikkattack og verð hálf úrill útí viðkomandi fyrir að hafa rænt mig tímanum.
Og við þessi skrif geri ég mér fullkomlega grein fyrir hversu sorglegt það er að vera svona háð klukkutímanum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 13:21
WC
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2007 | 20:25
Fyrsta hjálp
Baywatch kom og blés lífi í bloggið sem var í dauðatygjunum.
Ég bað þá um að gefa mér gott nudd líka eeeeeen þá var einhver auli sem ákvað að fara að synda í háfjöru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)