25.7.2008 | 20:06
Atómstöðin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008 | 17:55
Draumur
Furðulegasti draumur:
Ég var bomm (það er ekki kannski ekki furða að manni dreymi það í ljósi þess að önnur hver stúlka er ólétt og maður rekst í bumbur hvar sem er). Ég var í mat í vinnunni og af einhverjum ástæðum var ég á línuskautum (ég kann ekki á línuskauta, kann ekki að stoppa) og ég var í tómu tjóni því ég gat ekki stoppað og var alltaf að detta á rassinn eða grípa í ljósastaura. Svo þurfti ég að fara upp ótrúlega bratta brekku og var alltaf að hafa áhyggjur af tímanum því ég átti bara klukkutíma í mat og þurfti að komast upp brekkuna og snúa svo við á einhverjum punkti til að komast til baka í tæka tíð. Ástæðan fyrir því að ég var á línuskautum var sú að mig langaði að halda mér í formi þrátt fyrir bumbuna.
Svo hitti ég Írisi sem ljómaði af hamingju yfir þessari nýkomnu bumbu ólíkt mér. Hún spurði hvursu langt ég væri gengin og það var fyrsta panikkið því ég var ekki viss, svo giskaði ég á ca. 4 mánuði. Panikk tvö var hvort ég næði ekki að klára prófin áður en beibíið kæmi, ég komst að því að það var von á því í lok desember þannig ég átti góðan möguleika á að klára prófin áður en beibí kæmi. Á meðan á þessum vangaveltum stóð var ég ennþá að stressast yfir því að komast ekki í vinnuna á réttum tíma. Panikk tvö var þegar ég var að halda á einhverju annarra manna barni og ég var alltaf við það að missa það því ég þurfti líka að fóta mig á línuskautunum. Þar með fór ég að gráta því ég var ekki viss um að mig langaði til þess að verða mamma og ég gæti ekkert í því gert og þar sem ég gæti ekkert í því gert þá yrði ég ömurlega mamma og ég hata að vera ömurleg í einhverju.
Maaan, hvað ég var þreytt þegar ég vaknaði. Það er ekki að fara að gerast að ég sé að fara að verða ólétt í bráð. Ef það er þreytandi í draumi þá má það vera helmingi meira í lifandi lífi.
Er einhver sem getur ráðið þennan draum? Bannað að bullshitta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2008 | 19:42
Fríkeypis
Ég hata hata hata af öllu hjarta þessa "skítt með kerfið" auglýsingu vodafone. Hún fer það svaðalega í taugarnar á mér að ég íhuga alltaf að skipta yfir í annað símafyrirtæki þegar hún birtist á skjánum.
Gott partý hjá brósa bró í gær. Bjórdæla með meiru og gott fólk. Mér tókst að sjálfsögðu að misstíga mig þegar við vorum að labba niður í bæ, týpiskt og pirrandi. En eftir vodka í vatn þá var ég hætt að spá í því (paying the price í dag). Fórum á Boston (allt í lag staður...veit ekki alveg), Kaffibarinn þar sem var pakkað eins og fyrri daginn, en það er alltaf hressandi að fara þangað og hitta fólk sem maður hefur ekki séð lengi og síðast fórum við á Qbar og þar er alltaf stuuð.
Talaði við myndarlegan mann og týndi honum svo og get ómögulega munað hvað hann heitir. Sem er alveg týpískt; ég kinka ört kolli en nafnið fer yfirleitt ofan garðs og neðan. En hann á stóran hund og á hesta og heitir........man ekki!
Elska Top gear. Ætla að hætta að skrifa og einbeita mér að þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 21:09
Dammdamm
Brósi bró er að koma í heimsókn á fimmtudag og ætlar að vera í smá tíma....ííííjah! Flottustu systkini bæjarins sameinuð...hafið varann á allir saman! Það má eiga von á að sjá okkur syngjandi í Laugaveginum einhverjar ballöður og hver veit nema við stígum arabadans á skemmtistöðum bæjarins.
Ég tók ofurskokktúr áðan, skokkaði heiman frá mér og sæbrautina að ikea og hagkaup og skokkaði svo uppí eitthvað hverfi sem ég veit ekki hvað heitir og kom niður hjá glæsibæ og skokkaði heim....vá hvað það var næs fyrir utan að ég fékk ansi illt í ökklann eftir að skokka á malbikinu. Kom svo heim í sterka mexíkósúpu og er að springa núna. Fjúff....en amm hvað hún var góð.
Var með litla chihuahua tík um helgina sem hafði týnst frá eiganda sínum. Yfirleitt finnst mér þessir hundar ekkert voðalega skemmtilegir en þessi var alger lúsarmús og virkilega skemmtileg. Auk þess tókst mér að fara á eyrnasneplana á laugardeginum. "Note to self; Too many G&T makes you shitfaced". Þannig sunnudeginum var eytt að mestu í svefn með lúsarmúsina í hálsarkoti (það var heima hjá hans orra umkringd Lyga, Sissa, Katrínu og Hansa, sem nóta bene voru ekki sofandi).
Og nú ætla ég að horfa á snilldarsjónvarpsefni; Age of love! Mjög gefandi og skapandi þáttur.....buuuuulllllshitt! Heilafrumudrepandi án efa...en ég er hvort eð með of margar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 21:19
Ekki alveg í tískunni
Í dag er tískan að vera bomm og fara í grasagarðinn! Og ég er ekki ólétt og ég er ekki alveg spennt fyrir því að fara í grasagarðinn. Ég tók próf í grasafræði í júní og ég held kannski að ég hafi fengið óverdós af öllu sem byrjar á grasa....
Það er magnað hvað það eru allir með bumbu. Það er ekki þverfótað fyrir óléttum konum; þær eru bókstaflega kjagandi útum allt. Ekki að ég hafi eitthvað á móti því, þvert á móti en mér finnst bara magnað hvað það hafa margar konur verið sperminated á sama tíma.
Brósi bró er að fara að koma í smá stutt stopp. Jeii, hvað ég hlakka til. Fjórmenningarnir verða von bráðar ríjúnæted og ég hugsa að við tökum trylltan dans á kúnni; eins og í gamla daga, grillum og kannski...kannski fer ég í eitthvað svona labb með honum brósa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 12:32
Spread the word
Þjálfarinn minn frá ungverjalandi vill ekkert frekar en að stofn capoeira hóp á Íslandi. OG hann ætlar að senda hott dúdda frá brasilíu sem býr í Svíþjóð eins og er. Nú þyrfti ég smá hjálp við að sjá hvort áhugi sé fyrir þessu eða hvort það sé nó interest wot só ever!
Tsöffff finnst ykkur ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.7.2008 | 21:55
..........
Rigning....RIGNING! Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér? Ég var persónulega búin að panta sól með léttkryddaðri golu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)