27.8.2007 | 08:24
Update
Í morgun fór mamma á flugvöllinn að reyna við að komast heim. Eins og það er fínt fyrir budduna að ferðast standby þá er það ansi stressandi. Kemur í ljós hvort hún komist með eða ekki. Ég verð á lestarstöðinni í nótt því stelpurnar eru á ferðalagi.....djók.
Herbergið mitt er glæsó; stórt rúm, skápurx2, skrifborð, lampi og risastór gluggi. Íbúðin er eins og fín og á verður kosið, stór og björt og stelpurnar eru frábærar líka (það litla sem ég hef talað við þær). Önnur er að byrja á fjórða ári í dýralækninum og hin er að byrja á öðru ári í læknisfræði. Þær hafa svona aðeins frætt mig um hjálpsemi og þjónustulund ungverja sem er....engin. Maður er sendur í 18 raðir áður en maður kemst að þeirri réttu og þá er oft svarað "Nem értem" sem þýðir "skil ekki". En þar sem ég er svo þolinmóð og óskapbráð held ég að ég eigi eftir að tækla þetta á hin besta máta.
Eins og er sit ég á kaffihúsi að drekka einn versta cappocino sem ég hef á ævi minni smakkað en ég þræla honum ofaní mig eins og vel uppalin stúlka.
Annars líst mér vel á þetta, er að fara að hitta Kötlu á íslensku í kvöld og svo byrjar ballið á fimmtudaginn....ííííha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2007 | 19:12
Ferðalag 2
Flugvellir eru alls ekki skemmtilegir; ég held að engum finnist þeir skemmtilegir nema fíflin sem drekka sig fulla á þeim og gera svo öðrum lífið leitt í fluginu. Aftur á móti finnst mér ekkert leiðinlegt í sjálfri flugvélinni; sérstaklega þegar ég lendi hliðina á myndarlegum manni og sef bak í bak við hann...örstutt ástarævintýr.
Þegar við loksins komum á hótelið með fáránlega þungar töskur fannst mér ákveðin árangur unninn, hann var verðlaunaður með ákaflega góðri tómatsúpu og gin og tónik. Svo svaf ég....Daginn eftir tók við meira flugvallastuð og ágætis flugferð. Og nú erum við ansi skondnu hóteli, ólíkt lúxusnum sem við fengum Danmörku eru allar stöðvar dubbaðar á ungversku eða þýsku nema ein...hana er bara hægt að hækka ákveðið mikið og textin er á einhverju humpa djumpa máli.
Ég masteraði kortakunnáttu mína, eða öllu heldur sjónminnið. Mamma tók ofan fyrir mér þegar við fundum skólann og leiðina heim frá ítalska veitingastaðnum. Hún fær kredit fyrir að spotta OgVodafon. Það er heitt og svitinn lekur niður eftir bakinu og oní buxurnar. Ég kann samt að meta hita og best er svo að komast í kalda sturtu eftir labbið. Á morgunn fer ég og kíki á herbergið, nú og hitta dömurnar.
Þangað til ætla ég að nota nýju græjuna til að fjarlægja líkamshár og horfa á útlenska stöð sem er bara hægt að hækka ákveðið mikið.
Update....later
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2007 | 17:19
Ferðalag
Ég hata að pakka. Fyrir manneskju sem þjáist af eins svaðalegum valkvíða og ég þá er þetta ekkert grín. Það tók mig ca. 3 klst að ákveða hvaða skó ég ætti að taka og þegar ég var búin að setja eitthvað niður þá fékk ég bakþanka, tók það uppúr og setti ofaní aftur. Svo finn ég líka að ég er að byrja aðeins að stressast, þá get ég orðið ansi nastí við fólk og hreytt í það óyrðum sem það á alls ekki skilið og ég hef líka aldrei tuggið nikótíntyggjóið af annari eins áfergju og undanfarna tvo daga (sem minnir mig á það...ég þarf að bæta á byrgðirnar).
Annars hef ég fulla trú á að þetta verði glæsó. Þarf bara að koma leiðinlegum og nauðsynlegum hlutum frá áður en ég get farið og notið mín almennilega.
Verð í skrifum um hvernig skólinn gengur og hvernig lífið gengur. Örvæntið ekki ef þunglyndistextar birtist öðru hvoru; þá vantar mig eflaust tyggjó eða er bara í sjálfsvorkunn. Það gengur nú yfirleitt fljótt yfir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2007 | 21:53
Þannig fílingur
Í dag hefði ég viljað eiga kærasta. Þetta var bara svoleiðis dagur. Í staðinn varð ég skotinn í hrokafulla, skoska lækninum í "King of Scotland".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 21:11
16.ágúst
Ég hefði gefið mikið fyrir að sjá Lísu Maríu Presley taka dúett með föður sínum. Ekki held ég að hann hafi litið vel út karlinn, búinn að liggja í gröfinni í 30 ár. Áreiðanlega hálf grænn og eflaust ekki sá allra best lyktandi.
Friðrik Ómar söng svo 30 gömul Elvislög í dag. Ég heyrði viðtal við hann á Bylgjunni og lærði þar með að í gamla daga voru lögin ekki lengri en ein og hálf mínúta; þannig réttlætti hann fyrir sjálfum sér og spyrlinum að tónleikarnir myndu ekki taka eina einustu stund. Ég lét það eiga sig að fara....ætla heldur að blasta Elvis ballöðum í allt kvöld og dansa skrikkdans í takt!
Brósi er að fara á morgunn, taskan er ca. 28 kíló!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2007 | 22:11
Haust
Það er byrjað, hægt og rólega síast það inní merg og bein. Treflar, húfur, flíspeysur og dúnúlpur verða fyrr en varir orðinn dagleg sýn á götum borgarinnar. Haustið gerði svo innilega vart við sig í morgunn og fólk hafði orð á því að það hefði ekki verið nema sex gráður á hitamælinum. Og rokið, blessaða rokið sem fær nefið til að leka og hleypir roða í kinnarnar.
Mér skilst að í Búdapest sé ekki svona hvasst eins og þessari Djöflaeyju en aftur á móti verði svo hryllilega kalt að ég má búast við að horið í ennisholunum frjósi. Kannski ég pakki eins og einum til tvennum síðum nærbuxum og taki með mér thermóbolinn og kaupi mér svo bara jafnvel hjól úti, þá eiginlega getur mér ekki orðið kalt...hjóla bara rosalega hratt. En ég þarf eflaust ekki að hjóla hratt nema í ca. þrjá mánuði og þá get ég farið að krúsa á stuttbuxum í skólann og tanað leggina á meðan.
Þetta verður fínt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 21:25
Traust
Góðvinur minn treystir fólki. Hann treystir fólki svo vel að hann sér ekki ástæðu til að læsa skápnum í sundi. Þetta tjáði hann mér þegar hann stóð á sundskýlunni með handklæði á herðunum í hvítum strigaskóm eftir sundið. Hann fann ekki fötin sín og þar með kortin og lyklana. Þar sem ég er illa innrætt (Hans Orri þar með líka því hann var með) hló ég eins og svín af örvæntingarsvipnum....manninum var ekki skemmt. Eftir dágóðan tíma mundi einn ævaforn sundlaugarvörður eftir að hafa lokað einhverjum skáp í einskæru góðmennskukasti. Tíu mínútum seinna kom góðvinur minn út fullklæddur og töluvert hressari. Hann var þó ekki tilbúinn til að hlægja að atvikinu, held reyndar að hann sé búinn að jafna sig í ljósi þess að hann bloggaði um atvikið.
Mig vantar einhvern til að passa Lampa í mesta lagi þrjú ár. Hann á það til að taka undurfagrar aríur sem gott er að hlusta á í góðra vina hóp!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2007 | 22:51
Saknaðarljóð
Það virðist vera sem fallegustu kynblendingssystkinin séu að hverfa af landi brott. Tár blikar á hvörmum karla og kvenna þegar ég ber þeim þessi tíðindi. Þó hef ég í flestum tilvikum náð að stöðva táraflóðið þegar ég segi fólki að von sé á okkur í heimsókn endrum og eins. Eins og flestir vita er ég á leiðinni til Búdapest að læra til dýralæknis. Mér skilst að þar sé eitthvað af vasaþjófum...þeir mega vara sig á mér, ég get hlaupið ansi hratt þegar sá er gállinn á mér. Ég er ennþá að æfa mig í ungversku, við sjáum til hversu vel það á eftir að reynast mér. Bróðir minn er svo á leiðinni til Hasslands....nei ég meina Hollands og segist vera að fara leggja stund á hagfræði (sel það ekki dýrara en ég keypti það af honum).
Annars kenndi Lygi mér að næra nikótínfíknina á annan hátt en með tyggjóinu: neftóbak með mentolbragði. Það gefur ekki bara nikótínrush heldur er það svo asskoti svalt. En þið megið ekki misskilja mig; ég er alls ekki með svarta tóbakstauma niðrúr nefinu heilu og hálfu dagana þvert á móti anga ég oftast af fruitnicotinell. Tóbakið er brúkað þá helst um helgar eftir háttatíma barna.
Hressir, bætir, kætir eins og spirulinan hans Hans Orra!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2007 | 12:48
bumbubúi
Íris og Trausti komu í heimsókn og stelpuskjátan státaði líka af þessari myndarlegu bumbu/kúlu. Ég sé það núna að ég ef hitti hana ekki í dálítinn tíma í senn þá sér maður betur stækkun kúlunnar; annars virðist hún svosem alltaf eins. Þið megið samt ekki misskilja mig, Íris er afskaplega nett miðað við að vera með heilt barn inní sér og ég hef séð menn skarta stærri bumbu.
Í gær ákvað ég svo að sjá hvort barnið myndi nú ekki taka smá spark....svona fyrir Inam frænku. Ekkert....ég held að það hafi dregið sig saman og ákvað að hafa eins hljótt og mögulegt var. Ég reyndi að hækka í músíkinni (ellý vilhjálms var á), syngja fyrir það, potaði í bumbuna til að sjá hvort ég fengi pot til baka (þetta var reyndar ekki vinsælt hjá Írisi)....en nei, ekki múkk. Að sjálfsögðu varð ég móðguð og sagði við Írisi að þetta barn yrði augljóslega ekki fótboltihetja ef það kynni ekki einu sinni að sparka. Hún reyndi að sannfæra mig um að þegar svo langt væri komið þá færu spörkin minnkandi....ég veit ekki hvort ég geti tekið mark á því!
Það fær víst líka að sprikla nóg þegar það kemur í heiminn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2007 | 22:12
Þrjóska
Ég stóð sjálfa mig að því að skoða smáauglýsingarnar um dýrahald í fréttablaðinu í gær. Það fylgdi því ákveðin nostalgía; þegar ég var yngri þá skoðaði hverja einustu smáauglýsingu í leit að rétta hundinum sem þó var ekki velkominn inn á heimilið. Ég linnti ekki látum fyrr en ég eignaðist hund, jafnvel þó amma ætti besta hund í heimi. Sá hundur missti fljótt áhugann á fjölskyldunni og flutti sjálfviljugur niður til ömmu. Þá tók við næsta verkefni; fyrr en varði var komin nýr hundur á heimilið sem hefur verið trúr fjölskyldunni í sjö ár ásamt afkvæminu sem kom í heiminn fyrir fimm árum.
Ég ætlaði líka alltaf að verða dýralæknir. Það breyttist í ca. tvö ár þegar mér fannst það að vera rithöfundur eða fatahönnuður svalast. Ég sem betur fer braust ég útúr þeirri ranghugsun því eftir að hafa unnið undanfarið eitt og hálft ár á dýraspítalanum þá hef ég komist að því að ég hafði rétt fyrir mér þegar ég var smákrakki. Og eftir tæpan mánuð fer ég að leggja grunninn af því sem ég hef ætlað mér að gera frá því ég var smákrakki og linni ekki látum fyrr en ég verð komin á fullt blúss!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)