24.8.2008 | 11:05
Silfur
Brilljant! Algerlega brilljant. 'Eg atti samt sem adur mjog erfitt med ad horfa a tennan leik.
1. Var ad reyna ad latast kul, tar sem pabbi sat i tolvunni....var ad springa.
2. Skil ekki alveg handbolta...ma semsagt yta?
3. Vard pirrud tegar frakkar skorudu, serstaklega ef tad var gat i vorninni og enn pirradri tegar island skaut i tessar fjandan stangir.
4. Skil heldur ekki alveg hvenaer teir eru reknir utaf og hvenaer tad a ad vera viti, reyndi ad fylgjast med endursyningunni og vard engu naer.
Ef leikurinn hefdi verid 10 min lengur ta hefdud vid tekid tetta, eg er viss um tad tvi tegar lidid var a seinni halfleik ta komust teir i stud (Takid eftir tvi hvad eg tala mikid handboltamal i tessari faerslu).
Djofull var hann ogedslega godur franski markvordurinn, hoppandi og skoppandi eins og kanina og greip boltann eins og froskur gripur flugur, hann for ad fara soldid i taugarnar a mer ad vera alltaf ad verja svona.
Shiiii....Petterson er myndarlegastur i islenska lidinu. Hann verdur vaentanlega kosinn myndarlegasti madurinn a bylgjunni tar sem teir voru svona duglegir drengirnir. En annars var franska lidid med eindaemum myndarlegt....allir! Tessi med taglid....Gille og markahetjan Karabatic stodu virkilega uppur hvad myndarlegheit vardar og lika varnarboltinn sem eg veit ekki hvad heitir. Alltaf gaman ad horfa a sporttrottir og ta serstaklega ef tad er myndarlegt folk sem er ad taka tatt.
Annars high ten fyrir Islenska landslidin! Ofur fint hja teim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2008 | 15:40
Handbolti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 22:48
Sumarið
Senn á enda og því við hæfi að skella saman í smá annál.
Ég gerði mjög mörg plön meðan ég átti að vera læra undir próf í vor; mér tókst að standa við ca. ....eitt!
Ég ætlaði að fara í útilegu sem er samt sjálfsblekking ofaná sjálfsblekkingu í ljósi þess að mér finnst ekkert spennandi að sofa í tjaldi, ég ætlaði að fara útúr bænum en hvað get ég sagt; ég er bæjarrotta af guðsnáð og það var eitthvað meira sem ég ætlaði mér að gera en ég get með engu móti munað hvað það var.
Mér tókst hinsvegar að vinna vel og mikið og hafa gaman að á hverjum einasta degi, að ofgera lifrinni í mér um hverja einustu helgi en ná samt að halda ágætis þoli með skokki og sundi og einstaka capoeiraæfingum á virkum dögum. Ég náði þeim stórkostlega árangri að verða fræg með því að fá mynd og örviðtal við mig í fréttablaðinu (vonbiðlum hefur þó ekki fjölgað af einhverjum ástæðum). Það bættist líka töluvert í vinahópinn minn á feisbúkk sem verður að teljast árangur.
Það sem stóð hæst uppúr sumrinu var Þingvallarferðin um verslunarmannahelgina. Föstudagurinn fór í að ferja hestana upp á Þingvöll. Beint eftir vinnu skunduðum við afstað, lögðum á og riðum af stað, uppúr 12 á miðnætti vorum við að lenda á Skógarhólum og ég var pínu...bara pínu úrill af þreytu. Dagurinn eftir var án efa sá besti sumarsins, riðum þjóðgarðinn í bongóblíðu, svo mikil var sólin að ég var á hlýrabol. Eftir reiðtúrinn borðaði ég góðan mat með besta fólki í heimi, drakk gott vín sem leiddi svo af sér endalausan söng um Lilla hákarl (ég var í lífshættu það kvöld þar sem Hans Orri var við það að skera mig á háls með lykli).
Annað gott atvik frá sumri var þegar brósi bró kom til landsins og hélt afskaplega gott partý. Það kvöldið voru fjórmenningarnir sameinaðir; Hansel, brósi bró, Lygi og hin einstaka ég. Við stigum hermannadans á stofugólfinu heima við mikinn fögnuð viðstaddra. Hans var sárt saknað á Gay Pride og verður fluttur inn fyrir það næsta sumar.
Missionið sem ég hafði sett mér og náði var að labba á Esjuna. Skammarlegt að segja frá því að þetta var í fyrsta skipti sem ég labba á Esjuna en ó hvað það var fínt. Útsýnið þegar komið var á toppinn með nett blóðbragð í munninum og smá svima var alveg þess virði. Það var rosalega erfitt að labba upp þessa svaðalegu halla sem eru þarna og ég get svo svarið það að það var einhver sem var alltaf að bæta á fjallið þegar við Hans vorum að labba það (tröllskessa í góðum felubúning) því í hvert skipti sem ég leit upp af jörðinni var toppurinn lengra frá. En við komust á endanum. Á leiðinni niður tókst mér að misstíga mig þrisvar á ca. 20 mínútum en vinstri ökklinn slapp að mestu við bólgur, sá hægri kvartar smá. Í dag er ég svo með harðsperrur og það bærast með mér tvenns konar tilfinngingar þegar ég er með harðsperrur; annars vegar finnst mér gott að vera með harðsperru því það þýðir að ég hafi verið að reyna á, hins vegar finnst mér ég ekki í nógu góðu formi að fá harðsperrur eftir göngutúr en það verður unnið í því frá og með mánudeginum 25. ágúst þegar ég verð komin aftur til búdapest, byrjað að æfa capoeira að krafti.
Gott sumar og ég er nú þegar byrjuð að plana næsta.
Plan 1: Ganga fimmvörðuháls með teipaðar fætur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2008 | 22:28
Sokkar
Besta í heimi er að fara í splunkunýja sokka. Ef ég ætti allan pening í heiminum þá myndi ég kaupa mér nýja sokka á hverjum degi og dunda mér við að renna þeim upp á fótinn. Það er nefnilega þannig að þegar maður er búinn að þvo þá einu sinni þá er þetta góða nýjabrum farið af þeim. Ég fæ alveg netta fullnægingu þegar ég fer í nýja sokka, þeir eru svo mjúúúkir.
Tveir þumlar upp fyrir nýjum sokkum, jibbí jei!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)