28.9.2007 | 11:52
Sorgardagur
Á tridjudaginn haetti tölvan mín ad anda. Ég reyndi allt sem í mínu valdi stód til ad lífga hana vid en allt kom fyrir ekki; í stad undurfagurs suds var komid ógedfellt klikk. Ég lét einn af torpslaeknunum líta á hana og hann sagdi mér ad hardi diskurinn vaeri í einhverju lamasessi. Ég fór til ad fá annad álit og tad sama var upp á pallbordinu. Í fjóra daga hef ég verid án besta vinar míns og mikil sorg hefur ríkt í tridja herberginu á Csengery utca 57...tad er bara ekki eins án hennar.
Ég held ad endalokin séu ad nálgast fyrir tölvuna mína. Í sex ár hefur hún tjónad mér afskaplega vel og aldrei ordid alvarlega veik. Ef töfralaeknirinn í Búdahlídunum getur lengt aevi hennar um tvo mánudi verd ég takklát en eftir tvo mánudi mun ég fá mér nyjan besta vin sem á myndavél. Teir sem vilja minnast tölvunnar minnar er vinsamlegast bent á ad hafa samband vid módur mína í Stangarholti 24 og hún mun gefa upp reikningsnr. Útförin mun fara fram, vonandi ekki fyrr en eftir tvo mánudi, med powerpointsjóvi sem verdur varpad af nyja vininum; tessum sem á myndavél.
Helgin framundan sem mun ad öllum líkindum fara í saelgaetisát og laererí fyrir tetta stóralvarlega 18 mínútna próf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2007 | 17:21
Post weekend
Afsakið bloggleysið! Hér með kemur ein stutt færsla, einfaldlega vegna þess að vinur minn situr hérna hliðina á mér og er að glugga í séð og heyrt. Ég hef grun um að hann skilji ekki orð af því sem hann er að lesa en það má alltaf geta í glufurnar.
Annars er allt gott að frétta. Átti góða helgi sem innihélt göngutúra með hunda; Buffy og Berlious, dulitla bjórdrykkju (alls ekki mikið á íslenskum mælikvarða) og svo eldaði ég. Ég ákvað á laugardeginum að það væri komið að mér að elda....skundaði útí búð til að kaupa innhaldsefnin. Það reyndist þrautinni þyngri í ljósi þess að allt sem ég var að lesa var á ensku og það sem þurfti að kaupa var á ungversku, það tókst. Af einhverjum ástæðum fékk ég svo stresskast, því var eytt snarlega þegar Gábor dró mig með í Critical mass sem er eins og bílalausi dagurinn heima nema hér er götum lokað og fólk hjólar einhver ósköp. Stressið fauk út um gluggan og ég var sæl og rjóð.
Matargerðin tókst stórkostlega enda var ég með tvo mjög góða hjálparkokka. Á boðstólnum var dýrindispæella...nammnamm!
Þannig í heildina var helgina mín frábær sem er mjög gott þar sem næsta fer í væntanlega í lærdóm fyrir anatómíupróf sem fer fram klukkan sjö á mánudagsmorgunn og stendur yfir í 18 mínútur......hver planar svona?
Bloggar | Breytt 25.9.2007 kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.9.2007 | 07:11
Týpískt!
Ég gleymdi nikótíntyggjóinu mínu í tíma í gær. Það voru sex eftir, mikil sorg ríkti í ca. 5 mínútur. Þessir tímar eru líka svo hægir að það hægist á allri heilastarfsemi þegar hið gagnstæða ætti reyndar að gerast heldur.
Ég missteig mig í líkamsrækt í gær. Í þetta skiptið var það vinstri fóturinn.....Ég ákvað að hvíla mig í þrjár mínútur og halda svo áfram. Mér fannst ferðinni illa varið hefði ég ekki haldið áfram (það tekur mig korter að fara í líkamsræktina). Enda fann ég ekki svo mikið fyrir ökklanum. Og ég held að líkamsræktarkennarinn hafi álitið mig mikið mikilmenna fyrir hörkuna þó svo ég sé ekki alveg viss hvort hún hafi verið að brosa til mín eða bara gretta sig í armbeygjunum.
Í morgunn vaknaði ég og mér til mikillar gremju er mér ekki bara dáldið illt í ökklanum heldur hef ég grun um að partýpúkarnir sem tóku sér bólfestu í hálseitlunum á mér séu komnir aftur. Kyngja er óþægilegt og ef ég þreifa á eitlunum þá eru þeir ögn stækkaðir. Los streptococcus might be back in da house. Þannig ég þarf að drífa mig til læknis, fá sýklalyf og þá verða þeir farnir innan nokkurra daga.
Ég keypti ný sængurver á sængina mína og koddana (er með þrjá....þvílíkur lúxus). Sængin er eins og anorexíusjúklingur í fötum af Eika feita. Og ég keypti of stórt lak....ástæðan; ég var komin með mikinn búðarkvíða og vildi komast út hið snarasta og reif það sem fyrir var og henti í körfuna. Ikea er fínn staður en mér finnst mjög óþægilegt að komast ekki út þegar ég vil komast út, heldur þarf maður að ganga einhverja ranghala til að komast að útganginum.
Þar til ég nenni næst!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.9.2007 | 14:21
Heppsilegt!
Það er ansi heppilegt að Katla, sú íslenska, sé eins skemmtileg og hún er. Hún hefði nefnilega getað verið ljót, leiðinlega feitabolla. En neibbs; alger megabeib og skemmtileg. Þessir tveir hlutar fara nefnilega ekki alltaf saman; ég þekki svoo margar stelpur sem eru algerar beibur en um leið og þær opna á sér munninn þá hrynur allt saman eins og spilaborg og út vellur leiðinlegasta vella sem sögur fara af. Og sem betur fer nennir hún að draga á eftir sér nýju íslensku stelpuna með harpa íslenska hreiminn. Það hefði verið megabömmer ef henni hefði líkað illa við mig.....
Ég talaði við afskaplega myndarlega ungverskan mann í gær. Hann heitir nafni sem er ógerlegt að bera fram en það byrjar á joð þannig við köllum hann jonni. Þannig er nefninlega mál með vexti að drengirnir í dýralækninum eru alls ekki myndarlegir. Frábært að þeim finnist dýr æðislega og allt það en......common, einn myndarlegur væri nóg fyrir mig......enginn! Sem gerir það að verkum að ég hlusta betur í tíma og fylgist með kennurunum því það er ekkert fyrir mig að sjá í bekknum. Ef ég aftur á móti væri lesbísk þá myndi ég lítið fylgjast með í tímum; ljóshærðar, bláeygðar og mjónur er það sem einkennir bekkinn.
Verð að leggja mig því í kvöld er mexikanó götupartý og það er eins gott að vera hress á þannig kvöldum....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2007 | 05:36
Punktar
Þar sem ég er alltaf að gera punkta og skrifa eitthvað í skólanum ákvað að ég að í dag væri góður dagur til að gera eitthvað álíka í blogginu!
- Ég var ægilega glöð þegar ég komst að því að rúmið mitt er stórt og mjúkt og þægilegt. Keypti á það tvo nýja kodda en fattaði svo að ég á ekki nóg og mörg koddaver.
- Ikea er ekki staður sem ég myndi vilja vinna á. Maður þarf að ferðast töluverða vegalengd til að komast út. Slæmt fyrir fólk sem hatar búðir.
- Hér dugar ekki að brosa framan í afgreiðslufólk; sjaldnast er brosið endurgoldið og satt best að segja held ég að fólk haldi að ég sé eitthvað eftir á; alltaf með eitthvað kjánabros.
- Lásinn sem ég keypti á hjólið er kjánaleg stór; ca. þrjú kíló og í hvert skipti sem ég nota hann þarf ég að nota vöðvana. Skilst að þetta sé lás á mótórhjól.
- Þegar ég sé hjólabúð (hvar sem þær eru) þá ætla ég að kaupa lás og kúl hjálm, væri ömurlegt að láta keyra á sig og verða grænmeti.....það væru peningar í vaskinn.
- Ég er alltaf of snemma í því. Mæti undantekningarlaust of snemma. Tímaskynið mitt er ekki alveg í lagi. En það betra að vera of snemma í því en seinn. Versta martröðin er að koma of seint í tíma og detta og vera með atriði.
- Það er ekki rigning hér eins og heima......samt sem áður næ ég alltaf að klúðra klæðaburðinum og er þar með alltaf annað hvort of heitt eða of kalt.
- Ég þarf ekki að nota hárnæringu með þetta vatn. Hárið á mér er mjúkt hvort eð er. Aftur á móti tekst mér ekki að finna gott sjampó.
- Ég er komin með æði fyrir pestó.....verst að ég kann ekkert að elda.
- Bað Ómar um að senda mér einn af kínverjunum sem hann býr með til að búa til mat handa mér....fordómar; ég meinta það ekki þannig.
- Það er bar innan skólalóðarinnar; minnir til helst á Sirkus nema reykurinn er helmingi meiri en á góðu laugardagskvöldi og gott ef ég fauk ekki heim síðast.
- Varðandi reykingar; hér reykja allir og þá meina ég allir. Ég hef aldrei tuggið eins gríðarlega og ég geri hér.
- Ég þarf að fara í matvörubúð....ég hata matvörubúðir og enda alltaf á því að kaupa eitthvað algerlega óþarft. Á morgunn ætla ég að búa til lista áður en ég fer þannig ég endi ekki með körfu fulla af ógeðslegum núðlum.
- Gott ef ég fari ekki að koma mér af stað.....jafnvel þó ég eigi ekki að mæta fyrr en eftir 45 mín. Hugsa að ég fái mér kók áður en tíminn byrjar.
- Einhver sagði að kókið hér væri hugsanlega crap....kemur í ljós að það er alls ekki slæmt. Það er vatnið ekki heldur!
Later aligator
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 05:31
Prufukeyrsla
Í dag ætla ég að prufukeyra hjólið mitt. Ég veit hvar ég get keypt óbrjótandi lás en ég enn eftir að finna mér glæsilegan hjálm. Planið er að spreyja hjólið bleikt og ég þyrfti helst að fjárfesta í körfu og framljósi. Það verður hressandi að geta hjólað í skólann því ég hætti mér ekki uppí þessa strætóa og tramdót ef ske kynni að ég myndi villast. Aftur á móti fór ég ein í metróið um daginn og fannst ég hafa unnið mikinn sigur. Ég og fóbían erum að fjarlægjast hvor aðra; eins og er hætti ég mér bara á þá leið sem ég þekki.
Ég læt vita seinna hvernig gekk að hjóla heim. Þannig er mál með vexti að hér keyrir fólk eins og ætlunin sé að drepa þann sem fyrir verður. Vona að þeir sjái hvað ég er sæt og bremsa áður en kastast af hjólinu. Ég er búin að kastast af klár í ár; læt það nægja þangað til kannski næsta ár.
Ég bíð eftir pósti með fréttum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.9.2007 | 12:44
Þannig fólk
Ég þoli ekki teacherspet; það mætti jafnvel segja að ég hata þannig fólk smá. Heima er maður álitinn kennarasleikja við að sitja fremst. Hérna verður maður að sitja framarlega til þess að heyra það sem kennarinn er að segja. Þannig að það sem þessar (vegna þess að í meirihluta eru þetta stelpur) stúkur gera er að hlægja að endursögðum bröndurum eða bara að hverju sem er á að vera sniðugt. Rétta upp hönd og spyrja um mögulegustu hluti og eitthvað crap sem hefur ekkert að gera með það sem er í gangi. Ein gekk fram af mér í gær í biomath (sem er EKKI skemmtilegt): réttir upp hönd og spyr og eitthvað, kennarinn byrjar að babla eitthvað útí loftið og að ef hún skildi ungversku (sem hún gerir) þá geti hún tekið valkúrs í forritun og þannig myndi hún fatta merkin í hinu þessu og betur. Og þarna sat stelpuasninn og kinkaði kolli eins og hún lifandi gat og klikkti svo út með þegar hún spurði hvar í þessi kúrs væri.......Allan tímann sat ég og horfði á hana og sá að hún hafði ekki minnstan áhuga á því sem vesalings maðurinn var að tala um og umsvifalaust sá ég fyrir mér að ég gæti alveg sparkað í sköflunginn á henni án þess að fá mikið samviskubit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2007 | 11:23
Upphaf
Skólinn byrjadi í gaer med anatómíu! Kennarinn gerdi í tví tala óskiljanlega ensku auk tess ad skrifa med dvergaletri á töfluna. Ég var svöng og garnagaulid átti tad til ad yfirgnaefa rödd kennarans. Eftir ad hafa skrifad nidur latinu nöfnin á hinum ymsu pörtum hestins var tímanum lokid og inní stofuna skundudu tveir lögguhestar.....okkar hestar blikna í samanburdi midad vid staerd. Madurinn krítadi á hestinn hvar hitt og tetta var og klikkti svo út med ad tad vaeri eins gott fyrir okkur ad laera annars gaetum vid haett a tessari stundu.
Eftir tímann fór ég ásamt Erell og Salim og vid fengum okkur pasta med pestó. Ég held ég hafi gert gódan hlut med ad byrja ad spjalla vid Erell, hún er alger snilld. Salim er fyndinn karakter: bjó í Californíu og kallar okkur swíti og beib.....veit ekki alveg hvad mér finnst um tá nafnagift, gaeti verid ad ég turfi ad leidrétta tann misskilning ad ég sé beibid/svítiid hans.
Annars líst mér vel á tetta. Byst vid ad tetta verdi hell of a job ad standa sig eins og ég vil standa mig en tad má reyna tad med gódum vilja. Aetla ad naela mér í kók og súkkuladi ádur en tíminn byrjar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2007 | 16:41
Búdapest
Ég er sko ennþá lifandi ef þið voruð farin að hafa áhyggjur. Er að lesa bók um álfa áður en nefið á mér klessist við námsbækur sem mér skilst að sé málið í skólanum. Annars er afar fínt að frétta, mér er reyndar búið að vera illt í maganum sem er eflaust ógeðinu að kenna sem ég skóflaði í mig fyrr í dag. Og ég fattaði það ekki fyrr en ég var hálfnuð og tók mér pásu til að fá mér sopa af sprite hvað þetta var mikill viðbjóður.
Skólinn minn byrjar á mánudaginn og megnið af samnemendum mínum eru norskar aríastelpur.....only for you Hans. Ég hlakka dáldið til að sjá þær með hárið oní augunum og hendinni upp að öxl í beljurassi. Ég er búin að kynnast best og mest einni og einu frönsku stelpunni í skólanum. Við erum sko eins.....ein frönsk og ein íslensk. Hún kanna ð drekka sem er alltaf plús og við fengum okkur meirað segja irish coffee í gær en ég verð að viðurkenna að það crap í líkingu við hvernig los Hans býr það til!
í dag er það sushi með frakka og aríahittingur eflaust líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)