23.9.2008 | 22:01
Punktar
Ég get ekki skrifað samhangandi texta núna þannig ég læt það duga að skrifa nokkra punkta.
- Skólinn byrjaður fyrir alvöru, vá hvað það tekur langann tíma að koma sér í gírinn.
- Á morgunn fæ ég íbúðina sem er ó svo fín, ef einhver vill koma í heimsókn er sá hinn sami velkomin svo lengi sem það er einhver sem ég þekki.
- Fullu að æfa capoeira....hressandi fyrir utan einkennilega meiðsli undir fætinum. Veit ekki hvurn fjandann gerðist en bara að labba er vont (heppin ég að eiga hjól)
- Erum að spá í hvort við eigum að skella okkar til Serbíu næstu helgi. Eina sem er að stoppa okkur er að lestarschedulið er eitthvað hálf asnalegt þannig þetta er enn á umræðustigi.
- Ég elska wikipedia
- Ég hata að ganga frá ryksugum og þvo upp hnífapör
- Ég sakna að dansa í hópi fjórmenningacrewsins.
- Ég öfunda ykkur ekki af rigningunni
- Ég er að reyna að gera það upp við mig hvort mig langi í kærasta eða ekki....Er það ekki bara einhver bóla sem springur?
- Nýja Beverly hills og gossip girl eru tilvaldir þættir til að horfa áður en maður fer að sofa.....
- Getur einhver sagt mér hvernig maður dánlódar á PC
Oki....þetta blog fór bara í einhverja vitleysu. Næst lofa ég að skrifa eitthvað sem hægt er að skemmta sér yfir....lofa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2008 | 21:11
WTF
Oki....þetta er það fáránlegasta sem ég hef lent í síðan ég kom til Ungverjalands. Nú má ég ekki mæta í lífeðlisfræðitímana því kennarinn trúir ekki að ég sé frá Íslandi. Þegar ég fór að tala við ritarann í dag þá sagðist hann myndi reyna að tala þau til en það væri kannski ekki vitlaust fyrir mig að koma með vegabréfið mitt í tíma og sýna þeim.
Eru þið að trúa þessu?? Þetta er náttla fáránlegt!
Nei oki....ég er að ljúga! En það er samt doldið fyndið að þegar ég fór til ritarans í dag þá sagði hann mér að fólkið hjá lífeðlisfræðideildinni hefði haldið að þetta væru mistök að ég væri frá Íslandi. En mér var samt ekki bannað að mæta í tíma! Ekki svo slæmt!
Allavega var ég í smáprófi í dag....sjáum til hvað kemur útúr því. Vonandi náði ég...það væri voðalega hressandi!
Anydandy....ég nenni þessu ekki núna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 13:05
oóóó nó!
Ég er svo þreytt! Ég get ekki lesið anatómíu þegar ég er svona þreytt. Ég svaf eitthvað voðalega illa í nótt og svitnaði eins og enginn væri morgundagurinn (vona að það sé ekki menópása). Svo held ég að tólf tímar milli tveggja æfinga sé kannski ekki nógu langur tími, var á æfingu í gærkvöldi og svo hjóluðum við Frida útá eyjuna, skokkuðum hringinn og hjóluðum heim and now i'm tired! Ég er ó svo fegin að Frida skildi drepa hugmyndina mína um að skokka tvo hringi og heldur hjóla þangað og til baka. En næst verða það tveir hringir og ekkert moð....ég verð að ná mér í þol og meira.
Gleðifréttir eru að hjólið mitt er komið í lag, nú þarf ég bara að kaupa sprey til að spreyja það...mig langar svo í bleikt hjól. En það virkar eins og það sé glænýtt þó ég hafi fengið það á tæpar 10.000! Brilljant!
Hugsa að ég leggi mig aðeins! Annars sofna ég oní hundshræ í verklegri anatómíu og ég var í sturtu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2008 | 16:28
I've been klukked!
Díana klukkaði mig sem þýðir það að ég á að svara nokkrum spurningum og ég skal viðurkenna að það hljómar mun betur en lesa lífeðlisfræði. So let's go:
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Kenndi ensku og stærðfræði á Indlandi með sætustu krökkum sem fyrirfinnast.
Sá um munaðarlaus börn í Bangalore, Indlandi (erfiðasta vinna í heimi)
Barþjónn á Sirkus
Dýraspítalinn í Víðidal (er þar enn, en það er skemmtilegasta vinnan, got mention it).
Fjóra bíómyndir sem ég held upp á:
Amelie
City of god
Zoolander
Pan´s Labyrinth
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Riyadh, Saudi-Arabia
105 Reykjavík
Bangalore, Indland
Búdapest, Ungverjaland
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Despó
Gossip girl
House
Family guy
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Goa, Indland
Rajhastan, Indland
Köben
London
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):
gmail.com
facebook.com
dlisted.com
univet.hu
Fernt matarkyns sem ég held upp á:
HumarEpli með sinnep
kotasæla (ekki góð í ungverjalandi)
sushi
Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
Ég get ekki svarað þessari spurningu þar sem ég hef lítið lesið skáldsögur. Þessa stundina er það að mestu námsbækur sem komast að.
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Goa
Dansa í Rio de Janeiro
Á hestbaki með Hansel
Í spa!
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Ég veit nú ekki hvern ég á að klukka, þekki ekki svo mikið af bloggurum.
Þannig ég ætla frekar að segja uppáhaldsbloggarana mína:
Díana
Lygin
Katrin.is
anna.is
Vá hvað þetta var hressandi! Nú erum við að fara útað skokka!
Já og haustið er komið og það er svoooo kalt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2008 | 13:06
Sunnudagur
Það er svo fínt að vera óþunnur á sunnudegi. Spurning um að gera það oftar. Í gær var ákveðin serímónía fyrir nýnema í Búdapest. Vesalings börnin þurftu að fara á milli staða og leysa þrautir og drekka ótæpilegt magn af áfengi. Við sátum á einni stöðinni (aðeins of lengi fyrir minn smekk) og tókum á móti krökkunum. Síðasti hópurinn var svo skítölvaður að þeim tókst varla að leysa eitt verkefni. Að sjálfsögðu var svo eftirpartý og á tímabili var planið að fara þangað en heilinn og líkaminn neituðu af öllu valdi þannig það endaði svo að ég og Frida fórum McCafé og keyptum einhver ósköp af kökum sem við átum á meðan við horfðum á Kill Bill.....og í dag er ég hress fyrir utan hálsríginn.
Annars er skólinn að byrja á fullu núna. Læra og læra og taka nett stress inná milli og læra svo aðeins meira. Svo auðvitað capoeira og reyna að æfa fyrir hálfmaraþon. Mig langar að hlaupa hálfmaraþon og er að reyna að æfa fyrir það. Sjáum til hvernig það á allt saman eftir að ganga. En það var ó svo fínt að koma aftur á æfingar með hópnum okkar. Verðum að æfa stíft fyrir workshop sem verður í nóvember og kick some serious ass þegar að því kemur.
Á morgunn er ég að fara að skoða ofur fína íbúð til leigu. Hún er ekki það ódýrasta sem hægt er að finna eeeen....það er ekkert auðvelt að finna íbúð til leigu til skemmri tíma á skid og ingenting. Og þessi íbúð er óóó svo fín og glæný og rétt hjá Fridu. Ekki það að það sé slæmt að búa hjá Fridu en þar sem maður veit aldrei hvursu langan tíma það tekur að kaupa íbúð þá er vænlegra að finna sér heimili á meðan; enda þarf ég samastað til að taka á móti ÖLLUM gestunum sem ætla að koma í heimsókn til mín (þeir taki þetta til sem eiga að gera það).
Anydandy....hugsa að ég haldi áfram að læra svona hress eins og ég er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2008 | 08:23
andsk...helv...djö
Ég var búin að skrifa einhverja mega sega færslu og ýtti á vista og vista og vista og þá fokkaðist internetið og ég var nærri búin að henda nýju tölvunni út um gluggan og það er engin leið að ég nenni að skrifa þessa færslu aftur!
Er sumsé í nettri fýlu...hún bráir af mér einhvern tímann með deginum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2008 | 08:11
Spurning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)