Færsluflokkur: Bloggar
16.3.2009 | 07:52
Uppdeit
Ég er löt að skrifa, veit ekki alveg afhverju en það er samt ekki eins og það sé eitthvað svaklega mikið nýtt að gerast í búddólífinu. Ekkert kærastastúss (ég er að fara að gefast upp á því dæmi), ekkert slúður bara same old.
Annars át helvítis rottuhundurinn listann á útidyrahurðinni, ég var hársbreidd frá því að henda honum útum gluggan, hamdi mig á síðustu stundu. Í dag er smiður að koma og líta á þetta og eigandi hundsins fær að borga brúsann....allavega helminginn ef hún verður með stæla.
Er að fara til Dk á fimmtudaginn á capoeiraworkshop og ég hlakka svo til. Hef fulla trú á að þetta muni lækna skólaleiðann sem ég þjáist af í augnablikinu! Þetta er risastór viðburður og fulltaf kennurum. Jei!
Svo eru prófin á næsta leiti...færast nær og nær! Ég skil reyndr ekki hvernig tíminn er svona fljótur að líða, áður en ég veit af verð ég komin heim for gúdd að vinna sem dýralæknir! Ljúfa háskólalíf lokið, ekki lengur óhófleg bjórdrykkja í miðri viku...ja hérna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2009 | 22:30
Glæsileg heit
Þetta verður ekki mjög löng færsla (sorry hans) af því ég þarf að fara að koma mér í háttinn....Eros ætlar að koma með mér í skólann í morgunn og svo ætlum við í gönutúr með risanum hennar Erell! Mjög hressandi.
Þjálfarinn minn ákvað að sýna eitthvað trix á æfingu og ákvað að ég færi vel til þess fallin að sýna það á; þegar hann svo framkvæmdi trixið (sem var að fella mig) náði ég (hann) að snúa á mér ökklann; ég vona að þetta verði í lagi á morgunn..Hann var miður sín greyið; held hann hafi beðist afsökunar 5 sinnum.
Próf á mánudaginn, frí næstu helgi, svo aftur próf svo tvær vikur og prófí biochem (erfitt, pjúff, svo ógeðslega skemmtilegt workshop og svo los múttós og brósós í heimsókn! Vá hvað þetta er skemmtilegur mánuður framundan!
Að þessu loknu læt ég fylgja mynd af "hárlausa" hundinum sem frændi minn vill kalla "ofvaxna rottu". Ég vil benda fólki á að dont judge the book by it's cover. Okey, þetta er eitthvað bilað, set mynd næst! Núna ætla ég aftur á móti að fara að sofa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2009 | 15:58
Hótun
Ég skrifa ekki meira nema einhver commenti á faerslurnar minar. Dáldid fyndid ad skrifa a ungverst tölvubord, tvi teir eru alveg med nokkra stafi sem eru alveg eins vid erum med. Kannski ekki svo fyndid, en merkilegt.
Ég er annars ekkert ad grinast med tetta, ef aungvinn kommentar tá verdur litid um faerslur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2009 | 08:46
skil ekki
það snjóar og snjóar og ég þarf að taka almenningssamgöngur í skólann í staðinn fyrir að hjóla.
Hvar er eiginlega vorið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 16:17
Í kvöld
ætla ég að fara í smá afmælisboð og svo ætla ég að fara í partý. Mig langar samt svo að fara að dansa einhverstaðar.....á q-bar það væri glæsilegt. við ákvaðum að bjóða capoeiraþjálfurunum okkar með og pari sem er nýkomið til búddó, gaurinn að fara að kenna capoeira í einhverri sveit útí hundsrassi. Allavega, kærasta hans er hroðfenglega fyndin þó ég sé ekki endilega viss um að hún sé að leggja sig framvið það; brasilíumenn eru einu mennirnir sem konur eiga að gera hosur sínar grænar fyrir, asíumenn eru algert nó nó og ég gæti haldið áfram endalaust. En hún ætlar sumsé að kenna okkur samba í kvöld....mjöööög spennandi, það verður rassadill í allt kvöld¨!
Annars er gott að frétta, skólinn á fullu, búin með eitt próf sem gekk bara vel og er næsta er eftir tvær vikur. Good tæms...hlakka samt til að koma heim og dansa á kúnni með körlunum mínum og taka kokteil með kerlunum (hvernig væri það....og fá svo massahausverk) og fá mér humar með ze people!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2009 | 13:12
aumingjas inam
Ég er á alveg herfilegu ljótuskeiði eins og er. Er svo komin með svona glæsilegt sár í munnvikið eins ég á til að fá endrum og eins. Vinkona benti mér á að kaupa frunsukrem og ég fékk algeran bömmer þar sem ég hef aldrei fengið frunsuling nema hvað að þetta er svo ekkert frunsa. Þar sem frunsur eru blörðukenndar og eitthvað þá er þetta hreinlega sár í munnviki, hef grun um að þetta sé einhversskonar vítamín-eða aukaefnisskortur. Þegar ég var mjóna og át aldrei þá var ég mjög oft með þetta....ógeðslega leiðinlegur staður til að vera með sár því það er alltaf að rifna upp...nema ef maður þegir og það veit hver maður að ég á erfitt með að gera!
Annars er ég komin í helgarfrí...langar dáldi í bjór eða gott rauðvín eða G&T eða bara vatn....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2009 | 16:04
..
Ég er afar smeyk um að ég sé að þróa með mér thunderthighs af þessu endalausa hjóli. Og þá sérstaklega þar sem það er búið að vera smá vindur og ég er alltaf í hæsta gír og lærin þurfa að vinna extra mikið.
Ef ég fæ thunderthighs þá þarf ég algerlega að endurnýja buxnasafnið mitt, nenni því eiginlega ekki!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 21:30
innskot fyrir seinna hluta ferðasögu
Ég veit að flest ykkar sem lesið þetta blogg hafa verið að bíða eftir næstu einföldu uppskrift frá Inam. Síðast bauð ég stolt uppá uppskriftirnar tvær með eplunum, annars vegar epli með chilli og hins vegar epli með sinnepi.
Ég vil því stolt kynna nýjust tvær uppgötvanir sem ég hef gert og báðar eru þær einfaldar og gómsætar. (ég ætla að kynna þær í svona auglýsingabrag)
1. Hver kannast ekki við að eiga hreina jógúrt inní ísskáp en vilja smá tvist á hana? Inam er með svarið: Hellið hreinni jógúrt í skál og bætið örlítið af kaffinu sem varð afgangs útí. Þetta bragðast alveg stórkostlega. Ég gerði þetta í morgunn, bjóst satt best að segja ekki við neinu sérstöku en varð "himinlifandi" yfir þessari nýju uppskrift (og nei, óskakaffijógúrt er ekki það sama)
2. Gular baunir með slatta af hreinni jógúrt, chillipipar og sojasósu. Ég veit að þetta hljómar ekki vel en mmmmmmmmmm.......ótrúlega gott.
Ekki samt fara að hafa áhyggjur, mataræðið mitt samanstendur ekki bara af þessum einföldu en frábæru uppskriftum heldur ýmsu venjulegu líka!
Pís át!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2009 | 23:02
Ferðasaga par excellans!
Ekki það að mig langaði neitt rosalega að leggja upp í þetta ferðalag. Eiginlega langaði mig bara að vera heima með bestu mútts í heimi og bró og ze husband and ze lygi and ze garlfriends and me dogs.
Allavega snemma morguns á mánudag lögðum ég og mamma mín afstað uppá flugvöll....í snjó. Á flugvellinum tekur á móti mér afskaplega ljóshærð stúlka með rosalega mikinn maskara (samt sko minni en allar hinar) og gefur mér sæti og er voða næs. Þá löbbum við mamms uppá security dótið þar sem henni var meinaður aðgangur og hent út, hún reyndi nú samt að malda í móinn með að segja að dóttir hennar væri dýralæknanemi og gott væri að eiga sambönd við þannig fólk (neeeei djók, það var ég á kaffibarnum).
Kom inná flugstöðina, fyrsta verk var að kaupa svaðalega glæsilegan hárblásara með snúra sem dregst inn ef maður ýtir á takka. Næst var að kaupa samloku á uppsprengdu verði, því næst að kaupa alveg nákvæmlega eins dagbók og ég var með í fyrra og sem betur var hún til annars hefði ég fengið kannski smá panikkattakk. Svo ákvað ég bara að rölta að hliðinu mínu...þar sem ég er nett paranoid að missa alltaf fluginu mínu og þar með hófst það. Fyrst var okkur sagt að vegna veðurs þá myndum við fá að heyra meira uppúr 10 (flugið átti að vera klukkan 9). Upplýsingar klukkan tíu voru ömurlegar en þessar klukkan 11 sögðu okkur að við myndum halda afstað uppúr eitt....ekkert varð af því. Eftir að nýjar upplýsingar áttu að birtast á ca. klukkutíma fresti í 4 tíma var ég aðeins orðin pirr og fór og spurði og fékk voðalega lítið útur kerlu.
9 tímum seinna vorum við komin inní vél....og þá lak hún eða eitthvað! Ég gat ekki annað en hlegið þegar flugstjórinn sagði að við þyrftum að doka aðeins í vélinni því það þyrfti aðeins að laga hana.....klukkutíma seinna vorum við að fara í loftið. Ég hef oft lent í seinkunum, það virðist fylgja mér en 10 tíma seinkun....ég hef aldrei verið svo heppin. Þetta var æðislega og sérstaklega þegar ég svo þurfti að borga fyrir verstu samloku í heimi....hver setur gulrót á samloku?
Næsta ferðasöguholl seinna.....þvottavélin er að verða búin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2009 | 08:24
Á morgunn
Er þetta próf og á morgunn væri ég voðalega glöð ef ég gengi út með því að hafa náð en ekki hitt. Ég er sumsé búin að sitja inní íbúðinni síðan ég kom þriðja og farið út rétt til að kaupa súkkulaði og popp og einstaka sinnum brauð. Rassinn á mér er gróinn fastur við eldhústólinn og íbúðin er í svo miklu rusli að orð fá því ekki líst; eða það er kjaftæði auðvitað get ég líst því: það er ryk hér og þar um íbúðina, ferðataskan er ennþá á miðju gólfi, anatómíuglósur all over the place og kaffbollar á stangli.
Eins og margir kannski vita er ég ógeðslega löt þegar kemur að því að kaupa í matinn, hugsanlega af því mér finnst það ótrúlega leiðinlegt sem er hugsanlega útaf því að ég kann ekkert að elda af viti, þannig ég veit aldrei hvað ég á að kaupa. Þar af leiðandi er ég nánast ekkert búin að fara í búð sem þýðir augljóslega að ískápurinn mitt er hálf tómur. En neyðir kennir naktri konu að spinna....ég á ennþá fisk þannig ég get alltaf soðið mér fisk, ég á egg...en mér finnst svo leiðinlegt eitthvað að matreiða það. Í gærkveldi var ég dáldið svöng þannig ég fékk mér: maís með jógúrt og chilli....og svei mér þá þetta var bara ágætt; ekkert það besta sem ég hef fengið en samt svo gott að ég mun eflaust borða það einhvern tímann aftur og jafnvel setja túnfisk útá...vera dáldið væld. Í dag aftur á móti held ég að ég neyðist til að fara að kaupa brauð or sumthing....eða átvexti eða kannski popp og súkkulaði!
Anyway, ef þið væruð til í að krossa puttana fyrir morgundeginum! Takk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)