24.10.2007 | 22:23
Ekki búast við blogggleði
Ég er í neikvæðiskasti þessi dagana. Labba um með fýlusvip og nenni helst ekki að tala við mann og annan. Mér finnst ég ekki læra nóg en samt finnst mér ég alltaf sitja við skrifborðið mitt og alltaf vera með krampa í kálfanum því ég sit svo kjánalega. Kannski er leki einhversstaðar og það sem ég les eða það sem er sagt í tímum lekur einhversstaðar út og nær þannig að flýja þetta nöturlega heilabúa.
Það voru rúmlega 70% sem fengu núll í anatómíu II prófinu. Ég var ein af þeim....því ég gat ekki fyrstu spurninguna. Og af öllu prófinu þá var ég með fyrstu spurninguna ranga og kannski þrjár í viðbót, eða fjórar. En það er enginn miskunn hjá Magnúsi þegar hann er í Búdapest.
Ég verð að fá heillastjörnu í heimsókn fyrir næstu viku. Það eru tvö próf og ég hef á tilfinningunni að ég hafi aldrei heyrt það sem um er að ræða áður. Vonandi er þetta ímyndun......en ég hef grun um annað.
Hlakka til að fá mér nýja tölvu....mín er fáránlega hávær og það er eins og hún ætli að láta lífið innan skamms. Það suðar og nuðar þegar hún vakir. Ég hef grun um að þetta sé viftan og ég hef ákveðið að kenna ákveðnum manni um þennan krankleika sem hrjáir tölvuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)