Krap in a bag

Ég á ægilega erfitt með að þola að það sé alltaf nauðsyn að setja fyrirsögn fyrir hverja færslu. Þetta minnir mig á "gamla dag" þegar ritgerðinni var lokið og svo var næsta task að finna viðeigandi fyrirsögn. Svo skilst mér að fólk þurfi að framkvæma allskyns útreikninga til að geta kommentað á færslur....það er kjánalegt. Hugsanleg ástæða: Fólkinu á blog.is finnst íslendingar slappir í stærðfræði og hafa þar með ákveðið að taka málið í sínar hendur. 

Þjóðverjarnir sem búa tveimur hæðum fyrir neðan mig eru með partý. Músíkin er há en skvaldrið er jafnvel hærra og það er á þýsku. Í rauninni er þetta eins og að vera staddur í miðju mávageri.....mann langar að komast sem fyrst í burtu eða allavega fjárfesa í eyrnatöppum. Ég vorkenni þjóðverjum að eiga svona ófallegt tungumál (engir fordómar í þessu). Það eru nokkrir af þessum þjóðflokki með mér í bekk og þau virðast öll heldur óáhugaverð....ég vissi nafnið á einum og hann er farinn aftur til Þýskalands til að læra þar. Ástæðan fyrir að ég vissi nafnið hans var því hann var sætur og ef mér fannst hreimur óvervelming þá setti ég hann á mute og horfði í staðinn. 

Ég er að fara í próf á mánudag og þriðjudag. Anna er að koma á morgunn þannig ég ætla snemma í háttinn, vakna snemma og nota daginn í að rýna í bækur. Það virðist vera sem ég sé stærðfræðifötluð...reyndar gekk mér vel á stærðfræðiprófinu en nú er biophysic að nálgast og þetta er hin mesta vitleysa. Til hvers þarf ég að vita radíus á bolta sem dettur úr 18 metra hæð á hraða 6 metra á sekúndu til að verða dýralæknir; ég hafði hugsað mér að reyna að lækna dýrin ekki henda þeim fram af húsum eða láta þau sökkva í kvikasilfri og svo reikna hraðann eða massann útfrá því. Svo er kennarinn líka hálfgerðum þrolli...allir útreikningar eru vitlausir hjá honum og hann "óar" hægri vinstri eins og madman. Nenni ekki að skrifa um hann, það fær hárin til að rísa!

Hlakka til að koma heim og skoða Kút Írisar og Traustason og knúsa hundana mína. Ég ætla að fá mér hund eftir jól.....ég get ekki án þeirra verið. Það er líka hressandi að fara í göngutúr á kvöldin áður en laggst er til hvílu. Talandi um það....ég held það sé kominn tími til að svífa í draumalandið. 

Góða nótt! 


Bloggfærslur 26. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband