19.11.2007 | 23:17
Samfélag
Ég gerði mér grein fyrir því ekki alls fyrir löngu að nú tilheyri ég pínulitlu samfélagi. Svona eins og smábæir útá landi eru. Og í litlum samfélögum þá talar fólk og það talar helst hvort um annað; hvað hinn eða þessi gerði þennan eða hinn daginn. Hvort þessi sé virkilega aftur farinn að fá sér í glas og hvort kerlingin sé enn og aftur farin að halda framhjá kallinum sínum. Þannig er það að einhverju leiti hér. Við þekkjum engan utan við skólann og við fylgjumst ekki með fréttunum (ekki af viti) og þær fréttir sem við fylgjust með eru þá væntanlega frá heimalandinu. Þannig er það stórmerkur atburður ef einhver prumpar í tíma, verður of fullur, kyssir þennan frá Kanada eða hvað svo sem það er. Bros framan í kennara og daginn eftir er sá (oftast sú) hin sama að reyna að komast í brókina hjá honum til að ná prófinu.
Heima er þetta öðruvísi. Þá á maður sína skólavini og svo vini utan skólans. Þannig fær maður einstaka sinnum pásu frá skólanum og fólkinu sem honum fylgir og getur gleymt sér í einhverju allt öðru. Talað um eitthvað annað en komandi próf eða samnemendur. Ekki misskilja mig.....ég er ekkert vansæl en ég fór að hugsa um þetta áðan. Það er slúðrar fram í fingurgóma. Fólk brosir framan í samnemendur sína og um leið og sá hinn sami snýr sér við er ný saga spunnin upp. Ég er ekki að segja að ég taki ekki þátt í þessu, en ég hef ekki svo gaman að því. Mig langar helst að tala um eitthvað annað en eilíflega um samnemendur mína enda eru margir sem ekki ætti að eyða orðum um eða á.
Hugsanlega er þetta aðeins ýkt hjá mér en svona í grófum dráttum þá á þetta við. Það er sumsé smábæjarfílingur í stórborginni. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að tipla á tánum í kringum fólk og ég hafði ekki hugsað mér að byrja á því hér. Þannig ætla ég að brynja mig við öllum slúðursögum sem hugsanlega gætu spunnist um mig og vinsamlega benda fólki á að ég hafi sem minnstan áhuga á að heyra þær.
Gott plan er það ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.11.2007 | 20:33
Promið
Það hafa verið einhverjar vangaveltur um það hvernig hið svokallaða prom fór. Mjög líkt og gamlárskvöld; þegar maður hlakkar alvega svakalega til og svo þegar á hólmann er komið þá er það allt í lagi; ekkert spes. Og ég verð að segja að ég er ægilega ánægð með að vera ekki amerísk eða hafa búið í ameríku. Prom eru hálfasnaleg; þau snúast um að klæða sig eins og ofskreytt kaka og meheheast fram og til baka. Ekki að það hafi verið þannig á laugardaginn, en það var þannig fílingur einhvernveginn.
Lokasniðurstaða....promið var fínt og ég ætla aftur á næsta ári, ekki spurning. En ég ætla ekki að búa til skýaborgir í kringum það.
Ég fékk högg í andlitið í dag þegar anatómíukennarinn tilkynnti okkur það að það yrðu entrance spurningar á lokaprófinu. Sem þýðir að ef ég get ekki svarað einni spurningu um bein eða vöðva eða liðamót þá fell ég á öllu prófinu. Sumsé.....ein skitin spurning um eitthvað bein og ég get fallið á 40 spurninga prófi; hressandi!
Er að horfa á sjónvarpið núna....ná mér niður og svo býst við að ég snúi mér aftur að bókunum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)