29.11.2007 | 19:45
Hlaut að koma að því
Það skeit dúfa á mig í dag. Það hlaut að koma að því. Ég tók ekkert eftir því og hún hefur greinilega ekki verið að miða því hún hitti aftan á buxurnar mínar (í kálfahæð), rétt neðan við þar sem buxurnar mínar rifnuðu í leik við hundana heima. Djös er ég samt fegin að kúkurinn skildi ekki lenda í hárinu á mér, það hefði verið hrikalegt.
Einstaka sinnum er ég hjátrúafull; í þetta skiptið ætla ég að vera það; það er nefnilega lukkumerki ef dúfa skítur á mann. Ég skil samt ekki hvernig hún fór að því að hitta aftaná buxurnar. En ef það er í raun lukkumerki þegar dúfa skítur á mann þá er mér sléttsama þangað til prófin er búin.
Nip tuk var að klárast og ég er að fresta því að standa upp og læra fyrir prófin mín fjögur í næstu viku. Væri eflaust langsniðugast að hundskast á fætur og byrja en ég hef það merkilega þægilegt í sófanum. Svo keypti ég mér súkkulaði og bjór áðan og hnetur.....er búin með hneturnar en er í smá krísu hvort ég eigi að borða súkkulaðið núna eða geyma það þangað til á nammidaginn (laugardag). Ég hef enn ekki brotið það (ógeðslega viljasterk) sem er árangur miðað við að ég át súkkulaði í morgunmat heima á Íslandi. Annars er ég með mega kreivíngs í piparkökur.....vill einhver senda mér piparkökur því ég nenni ekki í Ikea að kaupa þær? En mandarínurnar hérna af ávaxtamarkaðnum hjá gömlu konunni sem brosir alltaf svo breitt til mín eru helmingi betri en heima og helmingi minni, þessvegna kaupi ég alltaf kíló.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2007 | 19:00
Fjúddfjú
Ó, hvað six pack eru fínt fyrirbæri!
Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá er ég að horfa á Nip/tuk og það var karlasturtusena að klárast rétt í þessu....namminamm!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)