13.12.2007 | 14:35
.....
Vaknaði klukkan sjö í morgunn, bjó mér til rótsterkt kaffi, drakk það og reykti sígarettu. Setti hárið í hnút á miðjan hnakkan, setti á mig maskara og smá kinnalit, fór í falleg brún stígvél. Fór út. Gleymdi að minnast á að ég tók nokkrar öndunaræfingar eftir kaffidrykkjuna.
Hitti Fridu og Annie fyrir utan skólann og í sameiningu löbbuðum við til Erell. Töluðum um anatómíu og sötruðum gin og tónik með læm og reyktum sígarettur. Korter í tíu þurfti ég að pissa og tíu mín í tíu fórum við í fyrsta alvarlega munnlega/verklega prófið af mörgu. Pissuðum í kór fjórum mínútum fyrir prófið og héldum svo inní disecting room með dúndrandi hjartslátt sem hefði eflaust verið meiri hefðum við ekki fengið okkur ginið og tonikið.
Kláraði prófið á ca. 40 mínútum og kennarinn hlustaði ekki einu sinni á mig þegar ég benti og talaði um vöðvana titrandi röddu. Horfði ekki á mig þegar hann sagði: "Þú ert hér, færð fimm, til hamingju". Svo labbaði hann í burtu og ég gerði slíkt hið sama, hæst ánægð með árangurinn en dáldið svekkt fyrir að hafa fengið svona auðavelt efni að leysa.....en þakklát þó.
Drakk tvo bjóra og labbaði svo heim. Útað borða í kvöld en læra þangað til; it aint over till the fat lady sings...
ps. Fimm er hæsta einkunn hérna.....bara þannig þið vitið það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)