3.12.2007 | 22:14
Eftir 10 daga
- á ég afmæli og við mig bætist eitt ár. Lítið sem ég get við því annað en að taka á móti og brosa gegnum tárin.
- Er verklega anatómíuprófið, hið fyrsta. Fæ í magann þegar ég hugsa um það og nett stresskast.
- Verð ég búin að lesa eins mikið og ég mögulega get fyrir þetta próf því fjórum dögum eftir það er theoretical anatómíuprófið.
- +10 daga=20 daga verð ég komin heim og planið er að mála bæinn rauðann og hitta skemmtilegt fólk og tala um eitthvað allt annað en skólann.
- Eftir hádegi verð ég annahvort mjög ánægð eða mjög vonsvikin. Hvernig sem það fer er mjög líklegt að ég fái mér ískaldan bjór eftir á.
- Verð ég væntanlegam með svarta bauga og fölt andlit......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)