Brugðist við kvörtun

Ég fékk semikvörtun í gær í gegnum msn; sem var einhvern veginn á þennan máta:

T: Þú verðu að fá þér myndavél

ég: En ég á myndavél, ég er bara ekkert rosalega dugleg að taka myndir.

T: Það er mjög auðvelt, þú miðar á það sem þú ætlar að taka mynd af og styður svo þéttingsfast á takka sem er ofan á myndavélinni.

ég: Já er það þannig sem það virkar. Anna var hérna í fjóra daga og hún tók bisillján myndir af húsum og styttum og svona.

T: Þannig á að gera það.

Ég hugsaði um þetta í dag og tók eina mynd af skrifborðinu mínu en ég aftur á móti bjó til flickr skrá og þar mun ég setja allar þær myndir sem ég nenni að taka.

 


Bloggfærslur 4. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband