31.7.2007 | 18:57
Truntuferð
Ég var í svo frábærri ferð um helgina og sannfærist enn og aftur um það hversu frábær hestamennskan er. Jafnvel þó það hafi rignt, komið haglél og verið rok á okkur þá komum við alltaf alsæl uppí hús þar sem rauðvíni var skenkt í glös og dýrindismatur borin á borð. Við riðum um Landbrotið rétt hjá Kirkjubæjarklaustri; virkilega fallegt og þessi hrikalega langa bílferð þarna uppeftir var alveg þess virði.
Það besta er að fólkið sem ég stunda hestamennskuna með er svo ónískt á að lána hestana sína mér, þar sem ég get ekki notað klárinn minn. Held samt að ég taki prufutúr þegar ég kem heim næsta sumar....þá er hann búinn að vera í fríi í ca. eitt og hálft ár og verður eflaust viljugur fram úr hófi. Kemur í ljós...
Til marks um hversu mikið rauðvín var drukkið í ferðinni þá stakk ég mig á nál í vinnunni í gærog hvað gerist.....út flæðir rauðvín í stríðum straumum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)