Sumarhelgarnar

Ég hugsa að meiri hluti ungmenna á Íslandi auki drykkju sína um helming frá maí og fram í ágúst. Löngunin í bjór með sólina á hnakkan er oftar til staðar heldur en þegar regnið lemur gluggana og tréin liggja í götunni. 

Við Hans heiðruðum nýja uppáhaldsbarinn minn Qbar með nærveru okkar föstudaginn og laugardaginn. Við kynntumst fullt af nýju og skemmtilegu fólki; rosalega fallegum Frakka, krúttlegum barþjón og mann sem vann mig í danskeppni.....ástæðan er sú að ég gat ekki tekið tvistið því ég hló svo mikið. 

Við Hans komust líka að því að við erum án efa besta dansdúó á stórReykjarvíkursvæðinu. Við stálum senunni svo svakalega á dansgólfinu að það hefði mátt ætla að þarna væru mættir dansarar úr So you think you can dance.

Vá hvað ég á eftir að sakna Hansa... 


Bloggfærslur 8. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband