Traust

Góðvinur minn treystir fólki. Hann treystir fólki svo vel að hann sér ekki ástæðu til að læsa skápnum í sundi. Þetta tjáði hann mér þegar hann stóð á sundskýlunni með handklæði á herðunum í hvítum strigaskóm eftir sundið. Hann fann ekki fötin sín og þar með kortin og lyklana. Þar sem ég er illa innrætt (Hans Orri þar með líka því hann var með) hló ég eins og svín af örvæntingarsvipnum....manninum var ekki skemmt. Eftir dágóðan tíma mundi einn ævaforn sundlaugarvörður eftir að hafa lokað einhverjum skáp í einskæru góðmennskukasti.  Tíu mínútum seinna kom góðvinur minn út fullklæddur og töluvert hressari. Hann var þó ekki tilbúinn til að hlægja að atvikinu, held reyndar að hann sé búinn að jafna sig í ljósi þess að hann bloggaði um atvikið. 

Mig vantar einhvern til að passa Lampa í mesta lagi þrjú ár. Hann á það til að taka undurfagrar aríur sem gott er að hlusta á í góðra vina hóp! 


Bloggfærslur 13. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband