Ferðalag 2

Flugvellir eru alls ekki skemmtilegir; ég held að engum finnist þeir skemmtilegir nema fíflin sem drekka sig fulla á þeim og gera svo öðrum lífið leitt í fluginu. Aftur á móti finnst mér ekkert leiðinlegt í sjálfri flugvélinni; sérstaklega þegar ég lendi hliðina á myndarlegum manni og sef bak í bak við hann...örstutt ástarævintýr. 

Þegar við loksins komum á hótelið með fáránlega þungar töskur fannst mér ákveðin árangur unninn, hann var verðlaunaður með ákaflega góðri tómatsúpu og gin og tónik. Svo svaf ég....Daginn eftir tók við meira flugvallastuð og ágætis flugferð. Og nú erum við ansi skondnu hóteli, ólíkt lúxusnum sem við fengum Danmörku eru allar stöðvar dubbaðar á ungversku eða þýsku nema ein...hana er bara hægt að hækka ákveðið mikið og textin er á einhverju humpa djumpa máli. 

Ég masteraði kortakunnáttu mína, eða öllu heldur sjónminnið. Mamma tók ofan fyrir mér þegar við fundum skólann og leiðina heim frá ítalska veitingastaðnum. Hún fær kredit fyrir að spotta OgVodafon.  Það er heitt og  svitinn lekur niður eftir bakinu og oní buxurnar. Ég kann samt að meta hita og best er svo að komast í kalda sturtu eftir labbið. Á morgunn fer ég og kíki á herbergið, nú og hitta dömurnar. 

Þangað til ætla ég að nota nýju græjuna til að fjarlægja líkamshár og horfa á útlenska stöð sem er bara hægt að hækka ákveðið mikið.

Update....later 


Bloggfærslur 24. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband