Update

Í morgun fór mamma á flugvöllinn að reyna við að komast heim. Eins og það er fínt fyrir budduna að ferðast standby þá er það ansi stressandi. Kemur í ljós hvort hún komist með eða ekki. Ég verð á lestarstöðinni í nótt því stelpurnar eru á ferðalagi.....djók. 

Herbergið mitt er glæsó; stórt rúm, skápurx2, skrifborð, lampi og risastór gluggi. Íbúðin er eins og fín og á verður kosið, stór og björt og stelpurnar eru frábærar líka (það litla sem ég hef talað við þær). Önnur er að byrja á fjórða ári í dýralækninum og hin er að byrja á öðru ári í læknisfræði. Þær hafa svona aðeins frætt mig um hjálpsemi og þjónustulund ungverja sem er....engin. Maður er sendur í 18 raðir áður en maður kemst að þeirri réttu og þá er oft svarað "Nem értem" sem þýðir "skil ekki". En þar sem ég er svo þolinmóð og óskapbráð held ég að ég eigi eftir að tækla þetta á hin besta máta. 

Eins og er sit ég á kaffihúsi að drekka einn versta cappocino sem ég hef á ævi minni smakkað en ég þræla honum ofaní mig eins og vel uppalin stúlka.

Annars líst mér vel á þetta, er að fara að hitta Kötlu á íslensku í kvöld og svo byrjar ballið á fimmtudaginn....ííííha


Bloggfærslur 27. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband