10.9.2007 | 05:31
Prufukeyrsla
Í dag ætla ég að prufukeyra hjólið mitt. Ég veit hvar ég get keypt óbrjótandi lás en ég enn eftir að finna mér glæsilegan hjálm. Planið er að spreyja hjólið bleikt og ég þyrfti helst að fjárfesta í körfu og framljósi. Það verður hressandi að geta hjólað í skólann því ég hætti mér ekki uppí þessa strætóa og tramdót ef ske kynni að ég myndi villast. Aftur á móti fór ég ein í metróið um daginn og fannst ég hafa unnið mikinn sigur. Ég og fóbían erum að fjarlægjast hvor aðra; eins og er hætti ég mér bara á þá leið sem ég þekki.
Ég læt vita seinna hvernig gekk að hjóla heim. Þannig er mál með vexti að hér keyrir fólk eins og ætlunin sé að drepa þann sem fyrir verður. Vona að þeir sjái hvað ég er sæt og bremsa áður en kastast af hjólinu. Ég er búin að kastast af klár í ár; læt það nægja þangað til kannski næsta ár.
Ég bíð eftir pósti með fréttum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)