Týpískt!

Ég gleymdi nikótíntyggjóinu mínu í tíma í gær. Það voru sex eftir, mikil sorg ríkti í ca. 5 mínútur. Þessir tímar eru líka svo hægir að það hægist á allri heilastarfsemi þegar hið gagnstæða ætti reyndar að gerast heldur.  

Ég missteig mig í líkamsrækt í gær. Í þetta skiptið var það vinstri fóturinn.....Ég ákvað að hvíla mig í þrjár mínútur og halda svo áfram. Mér fannst ferðinni illa varið hefði ég ekki haldið áfram (það tekur mig korter að fara í líkamsræktina). Enda fann ég ekki svo mikið fyrir ökklanum. Og ég held að líkamsræktarkennarinn hafi álitið mig mikið mikilmenna fyrir hörkuna þó svo ég sé ekki alveg viss hvort hún hafi verið að brosa til mín eða bara gretta sig í armbeygjunum.

Í morgunn vaknaði ég og mér til mikillar gremju er mér ekki bara dáldið illt í ökklanum heldur hef ég grun um að partýpúkarnir sem tóku sér bólfestu í hálseitlunum á mér séu komnir aftur. Kyngja er óþægilegt og ef ég þreifa á eitlunum þá eru þeir ögn stækkaðir. Los streptococcus might be back in da house. Þannig ég þarf að drífa mig til læknis, fá sýklalyf og þá verða þeir farnir innan nokkurra daga. 

Ég keypti ný sængurver á sængina mína og koddana (er með þrjá....þvílíkur lúxus). Sængin er eins og anorexíusjúklingur í fötum af Eika feita. Og ég keypti of stórt lak....ástæðan; ég var komin með mikinn búðarkvíða og vildi komast út hið snarasta og reif það sem fyrir var og henti í körfuna. Ikea er fínn staður en mér finnst mjög óþægilegt að komast ekki út þegar ég vil komast út, heldur þarf maður að ganga einhverja ranghala til að komast að útganginum. 

Þar til ég nenni næst!


Bloggfærslur 19. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband