Post weekend

Afsakið bloggleysið! Hér með kemur ein stutt færsla, einfaldlega vegna þess að vinur minn situr hérna hliðina á mér og er að glugga í séð og heyrt. Ég hef grun um að hann skilji ekki orð af því sem hann er að lesa en það má alltaf geta í glufurnar. 

Annars er allt gott að frétta. Átti góða helgi sem innihélt göngutúra með hunda; Buffy og Berlious, dulitla bjórdrykkju (alls ekki mikið á íslenskum mælikvarða) og svo eldaði ég. Ég ákvað á laugardeginum að það væri komið að mér að elda....skundaði útí búð til að kaupa innhaldsefnin. Það reyndist þrCritical Massautinni þyngri í ljósi þess að allt sem ég var að lesa var á ensku og það sem þurfti að kaupa var á ungversku, það tókst.  Af einhverjum ástæðum fékk ég svo stresskast, því var eytt snarlega þegar Gábor dró mig með í Critical mass sem er eins og bílalausi dagurinn heima nema hér er götum lokað og fólk hjólar einhver ósköp. Stressið fauk út um gluggan og ég var sæl og rjóð.

Matargerðin tókst stórkostlega enda var ég með tvo mjög góða hjálparkokka. Á boðstólnum var dýrindispæella...nammnamm! 

Þannig í heildina var helgina mín frábær sem er mjög gott þar sem næsta fer í væntanlega í lærdóm fyrir anatómíupróf sem fer fram klukkan sjö á mánudagsmorgunn og stendur yfir í 18 mínútur......hver planar svona? 


Bloggfærslur 24. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband