7.1.2008 | 20:13
jæja
Jóla/áramótafríinu er lokið. London á morgunn og budapest á föstudaginn. Og ég er alveg orðin dáldið stressuð fyrir prófin. En ég hef tíma til að læra þannig það er eins gott að þetta klúðrist ekki. Er ekki í stuði fyrir klúður, hvernig sem þau eru.
Planið fyrir 2008: læra fyrir öll fög jafnt og þétt yfir alla önnina, æfa meira og finna dansinámskeið, læra, laga hjólið mitt, hjóla í staðinn fyrir að labba eða taka strætó, vera dugleg að halda áfram að horfa á despo og gossip, fara til læknis þegar ég kem heim og láta athuga með þetta fína ör á nefinu á mér, synda, vinna, labba með hunda og eitthvað svona sneddí.
Sjáumst að fimm mánuðum liðnum. Vona að mér verði boðið í einhver kokteilpartý þannig ég hafi ástæðu til að nota hæla og kjóla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)