25.11.2008 | 09:32
Shortari
Workshop um helgina; ótrúlega gaman og ég fann manninn sem ég vil giftast. Það vill samt svo óheppilega til að hann býr í Austurríki en Austurríki er samt ekki nema eitthvað 4 tíma í lest frá. Ætla að vinna markvisst að því að næla í hann. Lýsi þessu í smáatriðum ef missionið hefst á einhverjum tímapuntki.
Kem ekki heim fyrr en rétt fyrir jól þar sem ég og bró ákváðum að taka við boði í brúðkaup í Cairo. Þetta verður mjög spennandi: fyrsta lagi því þetta er brúðkaup að múslimskum sið og í öðru lagi því nú fáum við tækifæri á að hitta eitthvað að ættingjum okkur sem við höfum aldrei hitt á ævinni. Ég hef samt grun um að við verðum undir stöðugum yfirherslum og jafnvel klíp í kinnar. En þetta verður án efa áhugavert og í egyptalandi!!
Það lítur út fyrir að ég sé að fara að leika í bíómynd, ungverskri bíómynd. Ekki eitthvað huges hlutverk en hlutverk. Það var náttla bara spurning hvenær kæmi að þessu. Er að fara í fitting á laugardaginn og eitthvað....ehehehe, Inam the actress. Ég mun frá og með þessum degi vera kölluð þetta og ég vil gjarnan biðja ykkur um að floppa ekki á þessu, það er aldrei gott að gera kvikmyndastjörnu reiða!
Látum þetta nægja í bili, ætla aðeins að læra áður en ég fer í skólann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)