22.4.2008 | 21:04
Aftur til fortíðar
Ég verð að deila þessu með ykkur: Þannig er mál með vexti að nú fara fram þorpskosningar í þorpinu þar sem mamma og amma (og stórfjölskyldan ef útí það er farið) Roberts býr. Sjálf hef ég ekkert gaman að svona kosningardóti og reyni að loka eyrum, augum og öðrum skilningavitum þegar auglýsingar og loforð streyma um allt. En ég verð að viðurkenna að ég nagaði mig í handarbökin fyrir að hafa farið á sunnudaginn þegar Robert sagði mér taktíkina við að ná í atkvæði. Heima eru bakaðar kökur og jafnvel boðið uppá bús til að næla sér í atkvæði (svona eins og á leikskóla þegar krakkar reyna að eignast vini með að gefa hvort öðru nammi). Í rúmeníu er öðru vísi farið að: jú, þeir halda partý handa þorpsbúum og það er boðið uppá bús en það eru líka gefnir peningar, beinharðir peningar. Ekki nógu með það heldur sagði Robert mér í gær að einn af frambjóðendunum hafði komið að húsi þeirra mæðgna með tvö lömb og kalkún; tilvalið svona rétt fyrir páska (christian orthodox eða eitthvað þannig). Getið þið ímyndað ykkur þetta: "Sælar mæðgur, svona í ljósi þess að páskarnir eru á næsta leiti og það er hefð að fórna lambi og þið eigið ekkert ákvað ég að gefa ykkur tvö og kalkún í kaupbæti ef vera skyldi að það eigi að halda stóra veislu.....og bæ ðe vei, það eru kosninar á næsta leiti og ég heiti _ _ _ _ ". Hilarious. Ég gat augljóslega ekki stillt mig þegar Robert sagði mér að nú væru þau með tvo hunda, tvö lömp og helvítis kalkún röltandi um á lóðinni. Það er gefið mál að öðru lambinu verður fórnað um páskana en hvað þau ætla að gera við hitt lambið þykir mér spennandi að vita. Það er ekkert grín að eiga rollu og shit hvað hún verður örugglega einmana þarna ein með hundunum og kalkúnanum.....
Ég legg til að frambjóðendur heima taki þetta sér til fyrirmyndar en í staðinn fyrir að gefa rollur og kalkúna geta þeir t.d gefið fallegt skópar eða töskur. Og ég er ekki að tala um eitthvað plastdrasl sem eyðileggst þegar maður horfir á það (meina....hvað kostar rolla og ég veit fyrir víst að kalkúnn er svaðalega dýr). Ef þetta yrði raunin þá myndi án efa fá meiri áhuga á kosningum og öllu sem því nú fylgir.
p.s ég nenni ekki að lesa yfir færsluna núna þar sem ég er að fara að sofa. Kíki á þetta á morgunn og laga það sem laga þarf!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 05:14
And we're back in the game
Vah, hvað ég á erfitt með að þola þessar fyrirsagnir stundum. Stundum langar mig bara að skrifa stutta færslu sem heitir ekkert.
Komin heim aftur eftir allt of stutta Rúmeníuför; fjórir dagar er eiginlega of stutt, sérstaklega þegar ég maður sefur megnið af tímanum. Ferð nr. tvö var ekki eins tíðindamikil og sú númer eitt, af einhverjum ástæðum var ég með uppsafnaða þreytu síðan 1788 og svaf megnið af tímanum. Ekki misskilja mig og halda að Robert hafi verið vakandi, hann svaf líka á sitt græna. En ég held ég hafi alveg þurft á þessari hvíld að halda; spurning hvort þetta hafi verið uppsafnað stress eða hvað???
Það er úber tanveður og tanórexían er farin að gera vart við sig. En málið er bara að ég get ekki eytt öllum mínum í tíma í sólbaði, þremur vikum fyrir próf (djös sem það væri samt fínt) þannig planið er að fara að synda fyrir skóla og morgunn og svo er tansession planað fyrir sunnudaginn. I'm gonna be brown beibí!!
Ég er að passa kisuna hennar Fridu; þvílíkur snilldarköttur. Hún komst reyndar í harðfiskinn minn, kláraði úr pokanaum og fékk svo að kenna á því stuttu seinna með neddara; ég hef samt grun um að hún hafi ekki lært af græðgiskastinu. Hún gerði árás á tærnar á mér meðan ég snúsaði í morgunn og neyddi mig þar með á fætur, ekkert nema gott um það að segja nema morguninn var truflaður þar sem bæði Sheila og Tonje voru komnar á fætur. Algerlega rústar planinu.....venjulega er ég ein á morgnana í rólegheitum; á klósettið, inní eldhús að búa til kaffi, bursta tennur meðan vatnið sýður, drekka kaffi og skoða netið og svo út.....í dag náði ég ekki að fylgja rútínunni því þær voru báðar vaknaðar.....og ég sagði þeim það; að þetta væri sjaldséð að allir væru komnir á fætur svona snemma. Sheila sagði að þetta myndi ekki gerast aftur!
Allavega gott að frétta; býst við 24 stiga hita í dag.....spurning um að fara í sandala!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)