12.6.2008 | 21:24
.....
Ég var í megavandræðum með að kaupa miðann til London frá Budapest. Flugfélagið vildi hreinlega ekki taka útaf kortinu mínu; hafa eflaust haft grun um blankheitin af þessum bæ. Þeir vildu heldur ekki peningana hennar mömmu. Ég var orðin rauð að bræði í dag og ógeðslega pirruð og var alvarlega farin að spá í að leita mér að vinnu í súpermarket í ungverjalandi þar til brósi kom mér til bjargar.
Þannig er það að án þess að vita af því (auðvitað vissi ég af því en hvenær viðurkennir maður svoleiðis þegar það er keppni um síðasta súkkulaðibitann?) þá á ég besta bróðir í heimi. Það er bara svo einfalt. Auðvitað lærði hann af þeim bestu (hmm...mér) en hann fær kredit sjálfur. Ekki nóg með að hann sé ógeðslega klár og landaði megavinnu í Lúxemborg þar sem hann er notabene yngsti starfsmaðurinn þá er hann líka vibba skemmtilegur (oftast nær...) og kann að tjútta og dansa (aftur; góður kennari sem hann hefur haft). En þar sem hann býr í Lúxemborg núna þá þarf ég koma upp með gott mútur til að fá hann heim til að taka eitt matarboð og dans á kúnni áður en ég fer aftur til Búdapest; hugmyndir eru vel þegnar. Svo ætla ég að fara í heimsókn til hans og kíkja á þessa borg eða land eða hvað fólk kallar þetta áður en ég fer til Búdapest aftur.
Oki.....þannig það er þá alveg á hreinu að ég á besta brósa í heimi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)