11.1.2007 | 19:44
once again
Mér tókst það aftur....að meiða mig á æfingu! Þetta er alveg stórkostlegt, loksins þegar maður er að komast í stökkform, búin að taka hestana þá koink misstígur maður sig. Þetta er alveg ótrúlegt og það fáránlegasta við þetta allt saman er að ég misstíg mig í einhverju eins kjánalegu eins og læraþreki. Þannig núna þarf ég að taka mér pásu í ljósi þess að ég er með cankels og ég get bara notað annað ístaðið eða hreinlega verið berbakt og þá dett ég af baki og handleggsbrýt mig eða eitthvað þaðan af verra.
Held að janúar og febrúar séu einhverjir óhappamánuðir! Síðasta febrúar þegar hestarnir voru komnir í form og ég líka, fór ég úr olnbogalið og var out í tvo mánuði eða eitthvað. Reyndar er júlí líka óhappamánuður.....og kannski maí, apríl desember og þessi og hinn!
Það versta við þetta allt saman er að ég er að missa af geggjuðu tilboði í shoe studio! Finnst hálf hallærislegt að haltra inní skóbúð og geta ekki mátað á báðum fótum til að sjá hvernig skórnir eru. Kannski ég fari bara í liðbandaaðgerð til að tryggja að ég geti gengið á háum hálum án þess að misstíga mig. Eða kannski ekki.....held ég bíði frekar aðeins og spóki mig um á þeim háu í sumar!
Var að horfa á auglýsingu um Ítalska boltann. Agalega eru þessir fótaboltamenn myndarlegir, það er undantekningum háð ef þeir eru ófríðir.
Athugasemdir
ah, ítalskir fótboltagaura....nammi namm
ragnhildur (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.