einhver mánaðardagur

Búin að taka restina af hestunum inn og nú fer ég að byrja að ríða út! OOO, það verður næs. Líta bara vel út elsku krúttin mín, loðnir og með tonn af faxi og tagli. 

Er ennþá hætt að reykja sem er bara sweet og ætlast þar með til að ég verði með fallega húð frameftir aldri. Reyndar var ég að taka þá ákvörðun að hætta að borða súkkulaði á virkum dögum sem verður erfitt í ljósi þess að ég á það til að fá mér súkkulaði í morgunmat (já ég veit, það er hrikalegt). En fyrst ég get hætt að reykja þá get ég hætt að gúffa í mig súkkulaði líka. 

Og vegna þess að ég er hætt að reykja þá er búin að verðlauna mig dáldið vel, þannig það er eins gott að ég standi við þetta allt saman. Keypti mér þrenn pör af skóm og þvílík fegurð sem bættist inní skápinn minn! Reyndar þarf ég að fá mér skóhirslu núna því það fer ekki alveg nógu vel um þá alla! Það er svo frábært að eiga fína skó, sé reyndar fram á að þurfa að bæta í fataskápinn minn til að eiga við pörin. En ég geri það seinna.

Er að fara að senda eina af þremur umsóknum í næstu viku! Þannig ég bið alla um að spenna greipar og biðja....eða hreinlega hringja í skólana og múta þeim! Bæði betra 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband