handbolti

Já,já, þeir eru alveg búnir að standa hreint ágætlega þessir handboltamenn hvað sem þeir nú allir heita. Ég er reyndar mínusfan á handbolti og finnst hann meirað segja afskaplega leiðinlegur. Ein af hugsanlegum ástæðum er sú að við þurftum alltaf að víkja úr salnum á fimleikaæfingum fyrir þessum handboltabullum og það voru lagðar heilu og hálfu æfingarnar þannig þeir gætu fengið að æfa fyrir einhvern prumpleik!

En núna eru þeir nú búnir að vinna tvo leiki sem er alveg soldið gott og það eru líka nokkrir myndarlegir menn í þessu liði og það er aldrei amalegt! Upphandleggirnir þeirra eru líka alveg...droool! Efast samt um að ég horfi á nokkurn leik. Nenni ekki að eyða tímanum mínum í að horfa á handboltaleik og fá svitaköst af spenningu, gremju, hamingju eða stolti. Og ef þeir vinna þá erum við sterkasta þjóðin, fallegasta þjóðin, djammþjóðin, handboltaþjóðin og listinn lengist við hver ár sem á bætist! Ja, hérna hér. Vonandi vinna þeir ef ekki þá kemur það mér ekkert á óvart....ég held samt alveg með þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æ mér finnst þessir gaurar ekkert gúdd lúkkíng.....sem þýðir að sjálfsögðu að ég nenni alls ekki að horfa á þetta!

ragnhildur (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband