8.5.2006 | 15:04
Mér er haldið nauðugri
og skrifa þessa færslu því geri ég það ekki gæti ég hlotið skaða af. Kristín Arna er fljóð í verkfræðideild; stúlkan er sterk á velli og er það ein af ástæðunum að ég skrifa eftirfarandi færslu; ég ræð ekki við hana! Hún er í þessu agalega vinsæla bootcamp og ber af því góðar sögur. Reyndi að fá mig til að gangast með í þennan söfnuð en ég sagði henni að ég væri með fóbíu fyrir að láta fólk segja mér fyrir verkun og hlaut glóðurauga fyrir vikið!
En sko,hún er alveg megakropps always doing armbeygjur hjá einhverjum sadista sem er pottþétt krúnurakaður og með upphandleggi á við læri á súmóglímukappa!
En hún er farin, ég ætla að drífa mig þannig ég haldi lífi!
Skrifa seinna í skjóli nætur
Athugasemdir
Halló hall!!!
hvað meinaru stelpa?!?! ég sem er svo saklaust grey!
get varla gert eina armbeygju ;)
Kristín Arna (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.