27.1.2007 | 10:54
Íslandspóstur
Ég hringdi í Íslandspóst í einskærri móðursýki því ég hélt að bréfið mitt væri týnt og allt væri glatað því ég gat ekki rakið það lengra en til DK. Einhver svakalega fúl kona talaði við mig og var ekkert að reyna að róa mig eða neitt...ég hefði augljóslega getað verið að fá vott af móðursýkiskasti. Nema hvað að ég spurði hana hvort það gæti verið að bréfið mitt hefði týnst í bréfafarganinu á Kastrup. Aldeilis ekki....það vill nú bara þannig til að það er bara hægt að rekja bréfið til Danmerkur, eftir að það er farið þaðan þá getur maður ekki séð hvar það er á síðunni hjá þeim....what! Ég ætlaði að fylgja bréfinu mínu alla leið í höfn....og svo er það ekki hægt.
Þannig er nú það börnin góð, það er bara hægt að rekja bréfið eitthvað ákveðið langt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.