31.1.2007 | 08:59
Superman
Ég kom mér ekki í að skrifa þessu færslu fyrr en núna og ég býst nú við því að flestir hafi heyrt eitthvað um þessa ósmekklegu keppni. Og loksins rataði þetta á síður fjölmiðla. Það sem ég skil ekki í þessu máli er hvernig þetta getur átt sér stað á skemmtistöðum bæjarins, reyndar er það gefið mál að Pravda er mekka ólifnaðar á Íslandi; það eru engar nýjar fréttir að þar séu haldin ósmekklega partý þar sem allir mega vera í fötum nema stelpur sem eiga að vera í nærfötum, spígsporandi á milli sveittra manna í kjálkaæfingu. Og núna síðast supermankeppnin, þar sem einhverjar stúlkur áttu að heilla Superman með hvers kyns athæfi, hvort sem það var að hella bjór yfir brjóstin á sér, dansa eggjandi eða hreinlega fara út öllum fötunum.... og þetta var gert fyrir utanlandsferð sem er ekki einu sinni víst að verði.
Ég skil ekki að það hafi ekki verið gerð úttekt á þessum stað. Er ekki komin tími á það og jah, jafnvel loka þessum stað eða allavega fá einhvern sem virðir konur til að reka hann!
Athugasemdir
þetta er svo mikið rugl að það er ótrúlegt hvað eru margir sem láta hafa sig útí að taka þátt í þessu
ragnhildur (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.