11.5.2006 | 07:54
Skólinn, netsíður, msn og fleira áhugavert
Ég vona að þið hafið höggvið eftir því að þetta er það sem er áhugavert eins og er í lífinu mínu. Bækur og bókasöfn eru að verða einn af mínum stærstu óvinum og næst á dagskrá hjá mér er að halda bókabrennur um land allt; dagsetningar auglýstar síðar. Bókasöfn landsins gætu alveg eins átt von á því að vera þakin eggjaslettum og jafnvel remolaði ef þannig liggur á mér.
Góður vinur benti mér á um daginn að vera kannski aðeins jákvæðari og í ljósi þess má benda á að inniveran hefur svo sannarlega gefið mér eitthvað (þó meirihlutinn einkennist af pirring og potential geðveiki). Sem dæmi um gjöf inniverunnar má nefna endurnýjaðan tónlistarsmekk sem einkennist af gröðum takti og misvísandi textum, misskemmtilegum msn samtölum þarsem myndum, músík og myndböndum er dreift á milli eins ólöglegt og mér skilst að það sé. Að lokum má svo minnast á allar hinar skemmtilegu netsíður sem hafa bæst í bookmarkhópinn eins og t.d http://gofugyourself.typepad.com sem er hugsanlega ein mesta egóbúst síða sem finnst á netinu. Tískuglæpir, brjóstaskorur sem gætu hrætt marsbúa og almenn ósmekklegheit. Even the stars make mistakes and BIG MISTAKES
Ég aftur á móti ætla að snúa mér enn og aftur að möppu sem inniheldur ca. 200 bls af upptalningu á einhverjum genum sem mér er svona nett sama um svo lengi sem þau virka mér! Og þau gera það svo sannarlega......sjáið bara textann og myndina.
Athugasemdir
haha, go fug yourself er snilld!!
ragnhildur (IP-tala skráð) 12.5.2006 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.