7.2.2007 | 22:46
hestar og hundar!
Ég heyrði í manni í dag sem var svo á móti því að hestamenn væru með hundana með sér í sportinu. Hann er sjálfur hestamaður en á greinilega ekki hund, nema hann eigi svona kjölturakka sem getur þá augljóslega ekki hlaupið með. Mér finnst alveg sjálfsagt að hafa hundana með í reiðtúr, auðvitað er ákveðin hætta að þeir geti fælt hestana en það getur líka krummi gert með því að fljúga alltí einu upp, flaksandi poki eða hvað annað. Reyndar þarf að þjálfa hundana þannig að þeir séu ekki að andsk...í hestunum með því að bíta í hælana á þeim eða taglið en ef það tekst vel til þá skil ég ekki hvaða óskunda þeir gera.
Mér þætti agalegt ef ég gæti ekki tekið mína hunda með í reiðtúr. Góð hreyfing fyrir þá og þær hafa gaman af því að fá að hlaupa með. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að þær geta orðið fyrir sparki, lent undir hestunum, undir bíl inní hverfi eða í reiðtúr og þeim lækniskostnaði sem því myndi fylgja. En common, að banna hestamönnum að taka hundana sína með uppí hesthús er eins og að banna tennisleikara að taka spaðann með sér (jah, það er kannski ekki svo drastískt). Þetta hefur verið svona í fjöldamörg ár að hundarnir fái að hlaupa með og svo lengi sem maður hefur stjórn á sínum hundum og þeir séu ekki að vasast í öðrum þá skil ég ekki hvað málið er.
ps. Rosalega getur fallegt fólk orðið ljótt ef tennurnar eru eitthvað mis
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.