11.2.2007 | 13:58
Inam ofurljóta!
Ég lenti í svakalegum hremmingum í gær! Var að vinna til hálftvö og svo fórum ég og mamma uppí hesthús og skelltum okkur á bak ásamt Lindu. Hann var agalega viljugur hjá mér hesturinn þannig ég fór bara undan þeim tveimur til að ná honum niður og ná honum að gera eitthvað. Svo tekur hann smá stælakast og ég er svona að vinna í því að ná honum niður þegar hann hrasar með mig....eða öllu heldur hrynur með mig niður á hnéin. Og ég datt af baki og beint á andlitið og skóf upp helminginn af reiðveginum. Eins og gefur að skilja rotaðist ég og skildi helminginn af blóðinu í andlitinu á mér á reiðveginum. Þannig ég var þarna dáldið á undan múttu og Lindu og var bara á einhverju ráfi (man ekkert eftir því) þangað til þær komu að mér. Hestgreyið stóð bara yfir mér, fór ekki neitt, spáði bara í því hvort eigandinn hans væri gengin af göflunum.
Ég fór svo upp á spítala með sjúkrabíl og svo var byrjað að tjasla saman á mér andlitinu. Þá kom í ljós að ég er nefbrotin, með nokkra skurði í andlitinu sem voru nú bara saumaðir saman af miklum snilling og síðast að neðri vörin á mér var laus frá kjálkanum. Þannig ég þurfti að fara í aðgerð til festa hana aftur við andlitið á mér. Afskaplega skemmtilegt. Var að koma heim af spítalanum (var þar í nótt) og er rosalega ljót, án gríns ég svo afspyrnu ljót að ég fæ nett sjokk þegar ég labba fram hjá spegli! Svo fékk ég ís áðan og fann ekkert fyrir honum á vörunum...hahaha,þetta er rosalegt!
Hvað minni ég ykkur á?
Athugasemdir
Þú þarft þó ekkert sílíkon í varirnar
kv. Trausti
Trausti (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 16:37
inam! mér finnst þú alltaf gullfalleg, meirað segja núna!!
katrín atladóttir, 11.2.2007 kl. 21:58
ohhh....ég bara er enn í sjokki yfir þessu öllu saman Finnst þetta alveg hræðilegt, finn alveg hryllilega til með þér, vona að þú hafir það sem allra best og batni sem fyrst......
Tinna Huld (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 22:57
mér sýndist þetta fyrst vera ellý sílikonvarir í x-factor. svo sá ég að þetta varst þú!
hans (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 08:55
okei, vó. Vona að þér batni sem fyrst Inam mín
Svava (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 12:55
þú hristir þetta af þér elskan! hef engar áhyggjur af því! til að flýta fyrir skal ég þó biðja bænir og syngja og kyrja söngva þér til batnaðar!
malla (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 13:07
Jæja mín kæra! Greinilegt hvað ég gef þér í afmælisgjöf næst...
...mótorhjólahjálm!
Láttu þér nú batna sem fyrst geit, ég heimta djamm bráðum ;)
Ella (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 14:58
Gud i himmelen!!!!!!!!!!Elsku Inam mín....þvílík útreið,í orðsins fyllstu merkingu!
Djísus!!Hurðu,lillan,er ekki öruggast að eiga bara uppstoppaðan gullfisk og hætta að hossast á þessum hrossum.Amen.
Vonandi batnar þér fljótt og vel.Biðjum að heilsa .Núna næstu dagana verður þú varamaðurinn í familíunni!
Hugs´n´kisses
Egill og Gudda
guðrún garðarsd. (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 16:54
Hæ ástin mín
Já svei mér þá ef ég er ekki bara nokkuð sammála henni Tinnu hér á undan Ellý mín bara mætt á svæðið
En svona án alls djóks hugsa mikið til þín og láttu þér batna sem fyrst!
Þín Ása pjása
Ása (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 23:57
Inam Rakel Yasin. Viltu fara varlega, ég er alltaf að segja þér það. Er ekki örugglega einhver þarna hjá þér til að kyssa á meiddið og ég segja þér að allt sé í lagi?
ps.ég verð bara að segja þér að við erum að fara sumar að heimsækja pabba. Ég og stelpurnar mínar. Hversu fyndið heldurðu að það verði?
Quidate. Besos dr
Díana Rós (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 08:34
Nú held ég að sé komin tími á áhættuminni frístundaiðjur. Ég veit um góðan leshring í hlíðunum.
Batni þér fljótt og örugglega.
Örlygur Axelsson, 13.2.2007 kl. 08:43
Dáldið skondið! ég sagði við lækninn upp á slysó að hann ætti að ímynda sér að hann væri að gera við Unni Birnu og vinnan henni væri útlitið! hehe!
inam (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 11:19
Elsku Inam, láttu þér batna fljótt og farðu vel með þig
Kveðja Ásdís D.
Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.