15.5.2006 | 13:30
Prófum lokið
Það var laugardaginn 13. maí, þegar ég vaknaði dösuð eftir 16 tíma lestur, að ég fleygði mér á fætur við öskrandi vekjaraklukkuna og dreif mig af stað í síðasta prófið. Þremur tímum seinna sat ég ásamt öðrum alvarlegum líffræðinema á svölum Olivers og drakk bjór í tilefni prófsloka. Og það rann upp fyrir mér að það eina sem er gott við próf er að þeim lýkur á endanum og bjórinn eftir þau er sá besti sem um getur.
Sama dag ákvað ég að brjóta odd á oflæti mínu og bjóða fólki í mat. Ég, Inam Rakel Yasin eldaði lasanía og mér til mikillar furðu tókst eldamennskan (með hjálp Írisar og mömmu að sjálfsögðu), brauðið brann ekki, lasaníað var ekki furðulegt á bragðið eða brunnið. Ég reyndar slökkti á ofninum rétt eftir að ég setti lasaníaið inn og ég er Íris furðuðum okkur á því hvað það væri lengi að eldast....en þetta tókst og nú er ég meistara kokkur og er að spá í að leggja þetta fyrir mig!
Eftir átveislu var haldið í afmæli á einum súrasta stað landsins, Gauk á stöng. Þegar við komum á staðinn voru tvö afmæli í gangi.....í öðru var hattaþema og mér leið eins og ég væri mætt í myndband hjá einhverjum rappara þar sem allir voru með svona tískuhatta og stelpurnar ljóshærðar með bláan augnskugga. Umræðurnar voru helst: minnsirkus og flashútvarpseitthvað.
Langar að deila með ykkur að ég er orðin svo ót%u0155ulega brún að ég sést ekki lengur í mig þegar ég er í myrkri. Þannig ef þið haldi að þið hafið týnt mér þá stend ég líklegast bara við hliðina á ykkur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.