læknisheimsókn 2

Var hjá lækninum aftur áðan! Hann var nú aðeins jákvæðari í dag í en í gær! Sýking er eitthvað að minnka og hann naði öllum saumunum og ég er ekki lengur með nefið fullt af storknuðu blóði og get þar með andað gegnum það! Þannig ég er nú aðeins hressari með þetta núna og læknirinn var líka í betra skapi held ég, hann allavega brosti og sagði "Þá er sú ljóta komin" hehe! Svo fór ég að kíkja á nýjan hjálm því minn er ónýtur! Ég er að hugsa um að kaupa mér einn sem er mjög smart, svona lítill og nettur en viðurkenndur samt! 

Svo á ég tíma hjá þeim sem saumaði á mér fésið eftir tvær vikur til að sjá hvort það sé þörf á að gera við örin í  andlitinu. Ég vona að þau verði ekkert svakaleg! Ég er allavega hressari í dag en ég var í gær og ætla núna að horfa á house og borða smámál....mmmmmmmm! Ég ennþá erfitt með að borða allt sem þarf að tyggja mikið, þannig ég borða LGG, smámál, Kók light, hlunk og þannig dót! Sindri kom svo í heimsókn í gær og gaf mér ís sem var innpakkaður og tvær sósur útá og svona dót sem á stóð: "usually I'm thin and gorgeous but today is my day off" ahahahah!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: katrín atladóttir

aahah mér finnst ógeðslega fyndið að fara svona lítandi út að kaupa hjálm!

gott þúrt bu´nað losna við blóðhorið, blóðhor er ógeð!! og frábært að læknirinn hafi verið hressari í dag og jákvæðari

og til hamingju:* 

katrín atladóttir, 16.2.2007 kl. 12:52

2 identicon

Áfram Inam-hephephep!!!

Gott að þú sért að hressast.

Fáðu þér hjálm eins og gæjarnir í ameríska ruðningnum nota!

Egill og Gudda 

guðrún (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband