19.2.2007 | 17:05
Viku seinna!
Jæja, hérna er mynd af mér viku seinna! Miklu betra, varirnar á mér eru komnar í nánast samt far þó ég eigi í smá vandræðum með að brosa og hlægja, þá teygist á öllum saumunum sem eru inná vörunum á mér! Og þið kannski takið eftir því að efri vörin á mér hverfur þegar ég reyni að brosa. Nefið á mér lítur líka mun betur út þrátt fyrir smá sár sem eru á þeim og bólgan er farin sem þýðir að kannski brotið sé að gróa svon avel saman. Þannig þið sjáið það, að þetta er allt að koma hjá mér! Ég fór út að borða á laugardaginn og vesalings þjónninn átti svo erfitt með að taka niður pöntunina mína því hann var svo mikið að einbeita sér að því að horfa ekki á nefið á mér!
En ég er allvega að fara að vinna á miðvikudaginn sem verður ó svo fínt! Og kannski get ég farið á bak næstu helgi! kemur allt í ljós
Gleðilegan bolludag og ekki troða ykkur út!
Athugasemdir
Jiiiii......hvað þú lítur miklu miklu betur út Augun farin að sjást og eins og þau eiga að vera og þú farin að líkjast sjálfum þér aftur......ég er hoppandi ánægð með það
Sjáumst nú fljótlega mín kæra bæjó í bili
Tinna Huld (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 18:44
mér finnst þú ógeð sæt og fín!
malla (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 09:29
skoooo allt annað að sjá þig strax! þú verður orðin eins og prinsessa eftir viku í viðbót
vonandi kemstu á bak næstu helgi:)
katrín atladóttir, 20.2.2007 kl. 10:08
ohhoo...
Gott að sjá þig aftur!Þú ert ekki lengur varamaðurinn í familíunni!
Kudos!
Egill og Gudda
guðrún garðarsd. (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 10:15
Hvernig er með flipann? Er hann enn til ama?
Örlygur Axelsson, 20.2.2007 kl. 17:52
já sko nú er maður farinn að þekkja þig!
Ragnhildur Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:35
heyrru þetta er annars tómt ves þetta comment kerfi, ég nenni nánast aldrei að kommenta hérna af því ég nenni ekki að skrifa allt nafnið mitt og líka emailið tvisvar!!
Ragnhildur Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:36
sammála síðasta ræðumanni! En já gott að fylgjast með batanum :)
Bylgja (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 17:11
hægri smella mús, coppy,hægri smella mús paste! epli C og svo epli V ef þú ert með makka! þetta er easy ef þið eruð með lélega fingrasetningu
inam (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.