it's a new beginning

eða svona þannig!

Ég fór og keypti mér nýjan hjálm áðan því ég er að fara á bak á morgun! Ég fór í Lífland, gömlu MR-búðina og keypti hjálmin þar og svo sagði undurfallegi afgreiðslumaðurinn mér að það væri rýmingarsala þannig ég keypti mér agalega fínt vesti á kostaverði. Held ég þurfi að fara á morgunn aftur til að sjá hvort það sé eitthvað meira sneddí sem ég get keypt og taka út starfsfólkið líka.

Verður agalega spennandi að fara á bak aftur! Ætla á hrasarann inní gerði og taka hann svo með mér í reiðtúr þannig hann fái ekki orkuútsprengikast þar sem það er ekkert búið að hreyfa hann og drengurinn eflaust uppfullur af orku!

Læt ykkur vita hvort ég hafi náð að halda mér á baki í þetta skiptið, læt ykkur reyndar vita ef ég næ því ekki! En ég er þó allvega glæsileg með nýjan hjálm og geggjuðu vesti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu gjöra svo vel að fara varlega stelpa

Tinna Huld (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband