streptococcar, silvía night og fleira í þeim dúr

Á undanförnum dögum hafa einhverjar litlar krúttbakteríur verið í óðaönn að byggja samfélag í hálseitlunum á mér. Þær eru búnar að kjósa borgarstjóra, byggja kirkju og lögreglustöð og eru alltaf úti að djamma. Sem kemur dáldið hart niður á mér þar sem ég get ekki sofið fyrir drykkjulátunum í þeim. Á þriðjudaginn var mér svo nóg boðið, þá hafði einhver orgía átt sér stað og í kjölfarið stækkaði samfélagið um milljarð sem olli því að ég gat með engu móti kyngt almennilega og raddböndin þurftu að sætta sig við 5 fm íbúð í breiðholtinu. Eftir árangurslausar tiltölur að koma þeim í burtu gat ég ekkert annað gert en að drepa þær allar. Nú ét ég pencillin eins og mér sé borgað fyrir það og krúttbakteríurnar drepast hver á fætur annarri. Þetta er sannköllluð útrýming, helför, þjóðarmorð og finn ég fyrir samviskubiti? Nehei, aldeilis ekki, þær fá ekki einu sinni útför....ég hræki þeim bara í vaskinn og skola þeim útí sjó!

 

Silvia Night fékk reisupassann og í staðinn komst meikaður armeni og væminn íri áfram. Eru evrópubúar (fyrir utan okkur að sjálfsögðu) ekki með vott af húmor. Gera þeir engan greinamun á raunveruleik og uppspuna; afhverju er ekki búið að stinga vonda gæjanum úr einhverri vondri mynd í fangelsi og afhverju mega bara sumir vera með í þessum matrix heim. Svo er kannski bara ágætt að Silvia skyldi ekki komast áfram, hún er of töff og of fræg fyrir svona lúðakeppni. Ég nenni nú varla að horfa á þessa keppni á laugardaginn, ég hefði hugsanlega nennt því ef nærfatasýningin hefði komist áfram en þær voru bara með eitt sett af nærfötum og meikið sem lak af andlitinu á þeim meðan þær dönsuðu (ekki) næst ekki úr. Ég nenni ekki að rausa meira um þessa eurotrashkeppni, finnarnir mega alveg vinna mín vegna þó þeir séu ómyndarlegir í meira lagi en mér finnst krúttlegt að leyfa ljótu fólki að taka þátt líka....sýnir víðsýni.

Að lokum langar mig að benda lögreglumönnum borgarinnar að aðeins slaka á í sektargjöfum. Þeir fá bara alla uppá móti sér og verða rosalega óvinsælir og missa alla vini sína og enda aleinir að tala við talstöð þar sem enginn svarar. Þetta eru bara vinsamlegar viðvaranir....enginn vill enda vinalaus og óvinsæll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha, þetta var nú bara besta bloggfærsla sem ég hef lesið lengi!!

Ragnhildur (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 15:45

2 identicon

hehe já löggurnar ættu aðeins að tjilla á þessu. takk elskan.

hans (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 20:22

3 identicon

hehe já löggurnar ættu aðeins að tjilla á þessu. takk elskan.

hans (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 20:24

4 identicon

hehe já löggurnar ættu aðeins að tjilla á þessu. takk elskan.

hans (IP-tala skráð) 21.5.2006 kl. 20:24

5 identicon

hans ætti aðeins að tjilla á senda takkanum, djöfull er hann ofsafenginn við allt, akstur, b.a. nám, komment á bloggum o.s.frv.

katrín

katrín (IP-tala skráð) 23.5.2006 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband