i'm hot

Á laugardaginn ákvað ég að brjóta odd af oflæti mínu og skella mér út meðal djammglaðra Íslendinga, þrátt fyrir almennan ljótleik sem felst í ljótu sári á nefi og skelfilegu brosi. Katla var að útskrifast og ég, Díana, Hrund og Oddný fórum í fínasta útskriftarpartý þar sem boðið var uppá guðaveigar og rosalega góða smárétti. Á tímabili stóð ég við hlaðborðið og ÁT. Svo fórum við á nýja, heitasta staðinn í dag q-bar og svei mér þá, þetta er alveg hreint fínasti staður. Hann er víst gay-straight friendly, ekki að ég viti um einhvern stað sem gefur sig út fyrir að vera gay-straight hostile! En þarna var agalega góð músík og fullt af fólki og megnið af því var að reyna við mig.....nó kidding! Það er greinilega inn að vera með svona sár á nefinu og skakkt bros, ég er mest hissa á að stjörnurnar hafi ekki skartað því á rauða dreglinum með óskari! 

En for sure ætla ég aftur á q-bar, hrikalega góð stemmning og algerlega laus við einhvern svona cocky skítafíling, allir bara brosandi að dansa saman. Reyndar var ein kona sem hellti yfir mig bjór og ég sneri mér við og ætlaði að fara að æsa mig! En hún var svo mössuð og ógnvekjandi að ég varð eiginlega bara hálfhrædd og hætti snarlega við og brosti.....ekki að það hafi gert nokkuð skárra! Hún lamdi samt ekkert eða þannig.....hún var bara ekkert rosalega straight friendly!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Gaman hjá þér.... Við gamla settið kíktum bara á ölstofu Kormáks og Skjaldar og tókum síðasta strætó heim

Fishandchips, 26.2.2007 kl. 21:42

2 identicon

ég veit reyndar ym ýmsa bari í london sem eru gay-straight hostile. ég og hrund lifðum í þeim misskilningi að þetta væru einhverjir gay-staðir en svo voru þetta bara svona sadó-masó-perra-staðir.og við hreint ekki velkomnar, hvorki gay né straight. það var vægast sagt scary og ég missti áhugann á mannkyninu og kynlífi í þónokkurn tíma eftir þetta.

dr

díana (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 09:18

3 identicon

díses, vissi gellan ekki að þetta væri straight-friendly staður?? en rosalega ertu nú mikil pæja að skella þér svona út á lífið....maður getur nú ekki látið smáatriði eins og skramblað andlit ræna sig djamminu! ætli þetta verði ekki svo bara nýja trendið, allir vilji krambúlerað andlit, bara svona eins og þegar fólk var að brjóta í sér framtennurnar a la björgvin halldórsson??

ragnhildur (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 16:41

4 identicon

halló inam! auðvitað ertu hot! hver var að efast um það???

við söknum þín í Gerplunni. Engin von á þér þangað í bráð?

malla (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband