1.3.2007 | 23:07
og sonna og sonna
mig langar í svona
eða svona!
Ég ætla að bókað að fá mér síams kisu eða óríental þegar ég flyt út! Væntanlega til Ungverjalands, þar sem ég komst inní Dýralæknaskólann þar! Veivei og þá ætla ég að fá mér svona bjútíbombur þannig ég verði ekki alein!
Athugasemdir
Balenese síðhærðir síams eru toppurinn á glæsileikanum og eru líka svo sérstaklega blíðir og mannelskir.
Á einn svoleiðis með safírblá augu og creme point á lit. Hann er eiginlega hvítur með krem litaða grímu og fætur en roðagullinn blær á baki og skotti.
Javaneese, síðhærðir oriental kettir eru líka mjög flottir.
Vona þér batni í andlitinu. Ég datt einu sinni á andlitið og rotaðist. Það sprakk fyrir innan á efrivörinni og ég var svo bólgin í lengri tíma, að það var eins og ég væri með fílsrana framan á andlitinu.
En ég græddi á þessu því efrivörin varð svo miklu þykkari og flottari eftir þetta.
Svava frá Strandbergi , 1.3.2007 kl. 23:26
Ég reyndi einu sinni að klappa síamsketti og hann klóraði mig í andlitið. Kannski er dýrum bara illa við mig. Nema Kríu sem á sérstakan stað í hjarta mínu síðan ég gisti hjá þér Inam og hún hélt alltaf að ég væri gista hjá sér og við værum bestu vinkonur og svaf með trýnið í hálskotinu. Ekkert eins ljúft nema kannski kaldir litlir barnfætur og bústnir armar sem halda utan um mann og gefa manni morgunknús. Ég held að börn og dýr slái okkur hin alveg út. Við erum bara stór og brussuleg með táfýlu og hreint ekkert saklaust eða krúttlegt við okkur.
Díana (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 08:41
mig langar í hárlausa kisu he he.. og pug!
ég og hans verðum að heimsækja þig í ungverjalandi, ó hvað ég held það verði gaman hjá þér!
katrín atladóttir, 2.3.2007 kl. 12:33
Já til hamingju með þetta allt saman! Algjört brill :) (þá er ég ekki að tala um hestaferðina góðu heldur dýralæknanámið og kisuna -mæli með kisum)
Bylgja (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.