....

djöfull þoli ég þessa kvöð um fyrirsögn!

Ég er með massívar harðsperrur allstaðar. Það er vont að setjast, það er vont að standa upp þegar ég er búin að sitja, það er vont að hnerra og hlægja (og ég er búin að hnerra ca. 20x í dag), það er vont að missa eitthvað á gólfið og þurfa að beygja sig eftir því og það er vont að labba upp tröppu....eða bara almennt að hreyfa sig. Mér finnst ótrúlegt að á þessum þremur vikum sem ég mátti ekkert gera hafi ég dottið svona svakalegu formi...annað hvort það eða fertugar kerlur eru megamassar. Ég fór í tíma á miðvikudagsmorguninn og meðan ég japlaði á blóðbragðinu í munninum á mér var gamla konan (um fimmtugt, finnst bara við hæfi að kalla hana gamla í þessu samhengi) í fínum gír. Þetta þýðir að ég þarf að gera eitthvað í mínum málum en fyrst ætla ég að teygja þessar harðsperrur úr mér með smá jóga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband